Morgunblaðið - 20.12.2021, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
✝
Pálmar Guð-
jónsson fæddist
17. apríl 1934 á
Brekkum í Holta-
hreppi í Rang-
árvallasýslu. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
5. desember 2021.
Foreldrar hans
voru Margrét Hall-
dórsdóttir frá
Sandhólaferju og
Guðjón Þorsteinsson trésmíða-
meistari frá Berustöðum. Systk-
ini hans voru Kristrún, f. 1919, d.
2010, Sigurður, f. 1924, d. 1982,
Ingigerður Margrét, f. 1927, d.
2021, og Bjarnhéðinn, f. 1928, d.
2012.
Eiginkona Pálmars er Hildur
Björnsdóttir, f. 1946. Synir
þeirra eru: 1) Björn Ingvar, f.
Ryan Matthews og eiga þau tvö
börn.
Pálmar fór sjö ára gamall í
fóstur hjá frændfólki sínu á
Syðri-Rauðalæk í Holtum eftir
að hann missti móður sína fimm
ára gamall. Hann lauk lands-
prófi frá Skógaskóla og stundaði
nám við Menntaskólann á Laug-
arvatni. Hann lauk almennu
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands árið 1970 og prófi frá
smíðadeild sama skóla árið 1972.
Hann réðst til starfa við Skeiða-
skóla í Árnessýslu haustið 1972
og kenndi þar í fimmtán ár eða
þar til fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Kenndi hann einn
vetur í Mosfellsbæ en eftir það
kenndi hann við Foldaskóla í
Grafarvogi þar til starfsævi
lauk. Auk þessa vann hann í um
tíu sumur í Brúarvinnuflokki
Hauks Karlssonar.
Útför Pálmars fer fram í
Grafarvogskirkju í dag, 20. des-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
1973, sambýliskona
Rósa Huld Sigurð-
ardóttir og eiga þau
synina Huldar
Hrafn og Björn
Ými. 2) Guðjón Þor-
steinn, f. 1974, eig-
inkona hans er
Halldóra Malin Pét-
ursdóttir og eiga
þau soninn Klett.
Sonur Halldóru frá
fyrra sambandi er
Stígur Árnason. 3) Dóttir Hildar
og uppeldisdóttir Pálmars er
Bríet Friðbjörnsdóttir, f. 1968,
sambýlismaður Kristján Stur-
laugsson. Sonur þeirra er Kári
Björn. Börn Bríetar frá fyrra
sambandi: a) Ólafur Dan Snorra-
son, kvæntur Niovi Belén Bendt-
sen og eiga þau þrjú börn. b) Sæ-
dís Snorradóttir, sambýlismaður
Í dag kveðjum við pabba. Lífið
kemur með þessu ófrávíkjanlega
ákvæði um að það skal einn dag-
inn enda. Pabbi varð 87 ára gam-
all og skilur eftir hjá okkur systk-
inunum ómetanlegan fjársjóð.
Síðustu daga höfum við systkinin
og fjölskyldan rifjað upp fjölda
góðra minninga sem fylla eilítið í
skarðið sem eftir situr. Við höfum
rifjað upp ferðalögin, fimm saman
í bláu bjöllunni með gula tjaldið
strappað á toppgrindina, org-
elspileríið hans og alla mannkost-
ina sem hann hafði að geyma.
Pabbi bjó yfir einstakri hjarta-
hlýju, var sérstaklega vel máli
farinn, hagyrtur og skrifaði fal-
lega. Stóra ævistarfið hans var
kennslan, en henni sinnti hann af
ástríðu og natni. Hann var alltaf
að. Hann grúskaði meira en góðu
hófi gegnir og bjó yfir yfirvegaðri
forvitni sem hélt honum upptekn-
um alla daga. Alltaf með bækur
nálægt sér, alltaf að brasa eitt-
hvað, smíða og laga. Aldrei þó
með offorsi eða í flýti, alltaf bara á
siglingunni. Hann keyrði aldrei
hratt, en var aldrei seinn.
Pabbi hélt dagbók stóran hluta
ævinnar og óslitið frá 1972. Þar
leynast margir gullmolar og
ómetanlegar upplýsingar. Þar er
hægt að fletta upp hvenær við
fæddumst, hvert við ferðuðumst,
hvernig viðraði og hvort kennslan
hafi gengið vel þennan eða hinn
daginn. Mögnuð heimild um stór-
kostlega hversdagslega hluti.
Ómetanlegt.
Styrkurinn hans pabba var
æðruleysið, sem var algert. Það
var róin, sem bestu jógar eiga
ekkert í. Það var gæskan, sem
leyfði honum aldrei að hallmæla
nokkurri manneskju. Það var ör-
lætið sem litaði allar hans gjörðir.
Það kom enginn að tómum kof-
unum. Alltaf tilbúinn að hjálpa,
boðinn og búinn, hvort sem var að
degi eða nóttu. Enda var hann
alltaf eitthvað að hjálpa okkur. Ef
við stóðum í einhverjum fram-
kvæmdum fann pabbi alltaf ein-
hverja leið til að létta undir.
„Leitið til mín þótt lítið liggi við,“
sagði hann jafnan. Við skulum
ekki gleyma þolinmæðinni, sem
hann átti í bílförmum. Einhvern
tímann þegar við vorum ungling-
ar skutlaði pabbi okkur á skíði í
Bláfjöll. Við vorum komin þangað
snemma morguns og sammælt-
umst um að hann myndi sækja
okkur seinna um daginn þegar við
værum búin að skíða. Sirka átta
eða níu klukkutímum síðar kom-
um við á planið aftur og þá er
rauða ladan ennþá í sama stæðinu
og pabbi sultuslakur í bílstjóra-
sætinu að lesa Njálu. Hann bara
hinkraði eftir okkur í heilan dag.
Pabba þótti alveg sérstaklega
vænt um barnabörnin og barna-
barnabörnin. Til þeirra miðlaði
hann hlýju og gæsku sem þau búa
að um ókomna tíð.
Hvar sem pabbi kom skildi
hann eftir eitthvað gott. Hann var
vinmargur og frændrækinn.
Minningin um pabba lifir. Minn-
ing um sérstaklega vandaðan
mann sem við vorum svo heppin
að eiga fyrir föður.
Guðjón, Björn og Bríet.
Þegar ég fylgi tengdaföður
mínum Pálmari Guðjónssyni síð-
asta spölinn koma upp í hugann
margar góðar minningar sem eru
mér kærar. Mig langar sérstak-
lega að minnast á tvær sem ég
mun sérstaklega halda í heiðri. Sú
fyrri er „dugnaðarsopi“ sem mað-
ur fékk í verðlaun ef vel var að
verki staðið í verklegum fram-
kvæmdum, nokkuð marga slíka
verlaunasopa fengum við okkur
saman. Sú síðari var sú nýjung
sem Pálmar kynnti fyrir mér en
það var að „drekka kaffi“ út í
mjólk sem var náttúrulega mun
betri drykkur og gaf okkur tæki-
færi á að þamba kaffi í miklu
magni.
Þakka samfylgdina,
Kristján.
Kynni okkar Pálmars hófust
sumarið 1959. Ég var þá 10 ára og
kominn austur að Syðri-Rauða-
læk í Holtum ásamt foreldrum
mínum. Meiningin var að ég yrði
þar eftir til sumardvalar það sem
eftir lifði sumars, hjá systur minni
sem þar var fyrir frá því um vorið.
Eftir langar bílsetur úr Hafn-
arfirði hafði ég þörf fyrir hreyf-
ingu og tók á rás niður túnið beint
af augum. Ég hljóp eins og vind-
urinn, niður í móti í átt frá bænum
og stefndi niður að læk. Þegar ég
var kominn langleiðina að lækn-
um tók ég eftir manni sem sat á
traktor við slátt. Þegar hann varð
mín var drap hann á vélinni og
spurði mig nafns. Þannig hófust
kynni okkar Pálmars sem stóðu
óslitið í þau 62 ár sem síðan eru
liðin.
Sumurin mín á Syðri-Rauða-
læk urðu alls sex. Með tímanum
og auknum þroska vann ég mig
upp virðingarstigann, frá því að
vera 10 ára snúningastrákur upp í
fullgildan 15 ára kaupamann. Ég
hef alltaf litið á þennan tíma sem
verðmæta reynslu sem átti mik-
inn þátt í að móta mig á þessu við-
kvæma skeiði ævinnar. Það er
einnig sannfæring mín að þessi
tími og reynsla voru mér til gæfu.
Það á ég að stærstum hluta Pálm-
ari að þakka.
Árið 1967 urðu snögg umskipti
í lífi Pálmars. Það ár dóu með
stuttu millibili húsbændur hans á
Syðri-Rauðalæk, Gunnar Run-
ólfsson og Lára Pálsdóttir. Það
sama haust tók Pálmar sig upp og
hóf nám við Kennaraskóla Ís-
lands, þá orðinn 33 ára gamall.
Pálmar sagði mér að hann hefði á
sínum tíma lofað föður sínum því
að fara í nám og það loforð var
hann að efna haustið 1967.
Að þriggja ára almennu kenn-
aranámi loknu hóf Pálmar nám
við handavinnudeild Kennara-
skólans haustið 1970. Þar kynnt-
ist hann eiginkonu sinni, Hildi
Björnsdóttur. Nokkru áður hafði
ég sjálfur kynnst minni eigin-
konu, Hildi Baldursdóttur. Varð
okkur Pálmari oft á orði að merki-
legt væri að konur okkar væru
nöfnur.
Að kennaranáminu loknu fékk
Pálmar stöðu skólastjóra við
grunnskólann í Brautarholti á
Skeiðum haustið 1972. Þar störf-
uðu þau Hildur bæði til ársins
1987 er þau fluttu til Reykjavíkur.
Við hjónin heimsóttum Pálmar og
Hildi oft í Brautarholt þar sem
gott var að koma og vel tekið á
móti okkur.
Pálmar var góður söngmaður
og kynntist ég því strax í sveitad-
völinni hjá honum. Oft tók hann
lagið í fjósinu við mjaltir og söng
hástöfum. Þá var hann nánast
samfellt í kórastarfi frá unga aldri
og fram á fullorðinsár.
Síðasta áratuginn sem Pálmar
lifði var eitt áhugamál sem átti
hug hans allan og tengdist söngn-
um. Hann átti sér þann draum að
koma á prent nýju Íslensku
söngvasafni sem upphaflega var
gefið út á árunum 1915-16 af Sig-
fúsi Einarssyni og Halldóri Jón-
assyni, endurútgefið á níunda
áratug síðustu aldar en var löngu
ófáanlegt. Nú leið að því að 100 ár
væru liðin frá upphaflegu útgáf-
unni og var það hvatinn að hug-
myndinni. Það var mér mikil
ánægja að styðja hann í þessu
verkefni og kom Söngvasafnið út
2018. Sjaldan man ég Pálmar
glaðari en á þeirri stundu er hann
fékk bækurnar úr prentun.
Við hjónin sendum Hildi og
börnum þeirra Pálmars, Bríeti,
Bjössa og Denna, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðleifur M. Kristmundsson.
Leiðir okkar Pálmars lágu
saman í Kennaraskólanum þegar
hann kom inn í 2. bekk B og hann
útskrifaðist með okkur 1970.
Flest okkar komu í skólann strax
eftir landspróf eða gagnfræða-
próf 16 eða 17 ára. Einhverjir
voru eldri, en Pálmar var elstur,
33 ára. Hann hafði ekki átt heim-
angengt fyrr. Hann féll samt
strax inn í hópinn og sagði mér
síðar hve feginn hann varð þegar
B-bekkurinn tók honum vel. B-
bekkurinn hefur haldið reglulega
endurfundi eins og algengt er og
þykir ekki í frásögur færandi, en
Pálmari voru þeir afar kærir og
hann lét sig aldrei vanta til að
endurnýja dýrmætt sambandið
við bekkjarsystkinin. Þegar
Pálmar kom í bekkinn bar hann
það utan á sér hvað hann var mik-
ill öðlingur. Hann var hógvær,
hafði skaplétt og hlýtt viðmót, var
vandur að virðingu sinni, orðvar
um menn og málefni og hinn
virðulegasti. Það var einfaldlega
mikill fengur að fá hann í hópinn.
Eftir kennaraprófið fóru marg-
ir að kenna, en sumir í framhalds-
nám. Pálmar fór í handavinnu-
deildina og síðan gerðist hann
skólastjóri í Brautarholti á Skeið-
um og var þar í 15 ár. Leiðir okk-
ar Pálmars lágu saman á ný í
Foldaskóla í Grafarvogi haustið
1998. Pálmar var nú í smíða-
kennslu og þar sá ég hve annt
honum var um börnin og þeim um
hann. Gott var fyrir mig að ganga
þar að vináttu Pálmars. Í hádeg-
ishléum spjölluðum við oft saman
yfir hressingunni.
Einu sinni á starfsdegi, þegar
börnin voru ekki í skólanum,
stendur Pálmar upp frá borði í
hádegishléi og biður að hafa sig
afsakaðan. „Hvert ertu að fara?“
spurði ég. „Ég þarf að skreppa
niður í smíðastofu.“ „Ég kem
bara með þér og við getum haldið
áfram að spjalla á leiðinni,“ sagði
ég. Svo gengum við af stað. „Þú
verður að afsaka mig,“ sagði
Pálmar, „þetta er svolítið vand-
ræðalegt. Ég ætla bara að ná út-
varpinu.“ Svo förum við inn í
kompu smíðakennarans og Pálm-
ar kveikir á útvarpinu rétt fyrir
hádegisfréttirnar. Hér er fínt að
hlusta á fréttirnar, hugsa ég. Síð-
asta lagið fyrir fréttir, íslenskt
einsöngslag, hljómar og Pálmar
giskar á nafn einsöngvara, undir-
leikara og höfunda lags og texta.
Þegar lagið endar upplýsir þulur-
inn svo um höfunda og hverjir
stóðu að flutningi og Pálmar hafði
farið nærri um þetta. En svo þeg-
ar fréttalesturinn hefst teygir
Pálmar sig í tækið og skrúfar fyr-
ir. Sagðist hafa haft þetta svona
síðan hann fór að ráða sér sjálfur -
útvarpið hafi oftast ónáðað hann í
sveitinni. En nú réð hann dag-
skránni og síðasta lagið fyrir
fréttir var í sérstöku uppáhaldi.
Þegar við Pálmar vorum báðir
hættir að kenna fékk ég hann til
að hjálpa mér við að endurbyggja
hús á Álftanesi. Hann hafði unnið
við brúarsmíði á yngri árum.
Stundirnar með Pálmari eru mér
afar kærar í minningunni. Ég
held að við höfum báðir notið vin-
áttunnar sem hafði þróast á milli
okkar síðan við vorum í Kennara-
skólanum. Við áttum alltaf gott
með að tala saman og það var allt-
af eitthvað að tala um. Að leið-
arlokum vil ég fyrir hönd bekkj-
arsystkina þakka samfylgdina.
Guð blessi minningu Pálmars
Guðjónssonar.
Magni Hjálmarsson.
Það var fyrir liðlega fimmtíu
árum að ég kynntist fyrst Pálmari
Guðjónssyni í brúarvinnu austur í
Hornafirði. Þá hófust kynni okk-
ar sem varað hafa alla tíð síðan. Í
vinnuflokkinum voru flestir
skólastrákar í sumarvinnu, eins
og sá sem þessar línur ritar, en að
auki var þar verkstjórinn og svo
einnig fáeinir fullorðnir og lífs-
reyndari. Þannig var einmitt með
Pálmar sem var þá kominn hátt á
fertugsaldur. Hann var því með
miklu meiri reynslu og hæfni til
verka og betri sýn á lífið og til-
veruna en ungdómurinn. Hann
hafði kynnst sveitastörfum í upp-
vextinum og svo hafði hann alist
upp við smíðar sem faðir hans
hafði starfað við og eldri bræður,
og hafði menntast til. Því var
hann kjörinn til vinnu við brúar-
smíðar og sérstaklega að hafa
forystu meðal reynslulítilla ung-
linga. Verið var fjarri heima-
byggð og því voru félagsleg sam-
skipti mikil meðal starfsmanna
og Pálmar uppbyggilegur fyrir
ungmennasamfélagið. Þótt það
þyrfti að taka út galsaskapinn var
fordæmi hans og staðfesta mikils
virði.
Pálmar var heilsteyptur mað-
ur. Hann var ákaflega reglusam-
ur og hafði til að bera mikla skap-
festu, en var samt viðfelldinn í
viðkynningu og hógvær gagnvart
öðrum og brosti bara þegar hon-
um þóttu þeir fara yfir strikið.
Hann kunni að skilja hismið frá
kjarnanum. Öll verk hans voru
unnin af samviskusemi. Hann
hafði áhuga á að starfa við brúar-
smíðar hjá Vegagerðinni því
hann sóttist eftir að vera þar í
sumarvinnu löngu eftir að hann
hafði tekið til við kennslu sem að-
alstarf. Hann hafði áhuga á for-
tíðinni en jafnframt fylgdist vel
með í samtímanum. Kynni af
Pálmari voru undirrituðum mik-
ils virði. Það var síðar einkar
áhugavert að fara í ferðir með
honum á gamlar slóðir þar sem
rifjaðar voru upp endurminning-
ar frá brúarvinnuárunum. Svo
var hann vel að sér um sögu lands
og þjóðar og þjóðrækinn. Sér-
staklega var það um æskubyggð-
ina í Rangárvallasýslu og kunni
hann frá mörgu þar að segja að
fornu og nýju.
Til uppvaxtar Pálmars þekkir
undirritaður ekki nema að óveru-
legu leyti af afspurn, en hann
komst vel áfram í lífinu fyrir
hyggindi og dugnað og samskipt-
in við hann sýndu mér mannkosti
hans og fordæmi öðrum til eft-
irbreytni.
Baldur Þór Þorvaldsson.
Pálmar
Guðjónsson
HINSTA KVEÐJA
Fallinn er nú foldar til,
farinn drengur góður.
Um vetur urðu veðraskil
hjá vorum skólabróður.
Kenndi hann, í kórum var,
kunni á sög og hamar,
hógværðina í brjósti bar,
brosviprurnar tamar.
Hafði góðan tón og takt,
tilverunni unni.
Ekki verður annað sagt,
en ýmislegt hann kunni.
„Pálmar, sárt þín saknað er,“
svona lífið gengur.
Eitt ég geymi í minni mér,
sú mynd er: „Góður drengur.“
Helgi R. Einarsson.
✝
Þórhildur
Kristjánsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 26. apríl 1942.
Hún lést á heimili
sínu 8. desember
2021. Þórhildur
var dóttir
hjónanna Kristjáns
R. Þorvarð-
arsonar, f. 30. jan-
úar 1922, d. 26.
október 1998, og
Sigríðar H. Guðjónsdóttur, f.
18. júlí 1921, 7. apríl 1987.
Systur Þórhildar eru Sigríð-
ur, f. 11. janúar 1952, og Guð-
jóna, f. 5. apríl 1955, en hún
lést fárra vikna gömul. Þór-
hildur ólst upp í Reykjavík.
Eiginmaður Þórhildar var
Eggert Bogason, f. 15. júlí
1939, d. 10. apríl 2021. Þau
gengu í hjónaband 3. júní
dóttur eru Kristín Guðrún og
Jóhanna Björt. c) Hreinn
Gunnar, sambýliskona hans er
Sunna María Jóhannsdóttir,
börn þeirra eru Hákon Darri
og Soffía Móey. d) Brynjar
Örn, sambýliskona hans er
Andrea Guðný Ingólfsdóttir.
Eiginkona Þorvarðar er
Guðrún Oddsdóttir, f. 7. ágúst
1969. Dætur Þorvarðar með
Ragnhildi Sigurðardóttur eru
Hildur Kristín, sambýlismaður
Andri Snær Kristmannsson, og
Lilja, f. 19. apríl 1994.
Þórhildur lauk sveinsprófi í
hársnyrtiiðn frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1. nóvember 1960.
Hún starfaði við fagið sam-
hliða heimilisstörfum um nokk-
urra ára skeið. Þegar Þórhild-
ur fór aftur út á
vinnumarkaðinn eftir að hafa
unnið heima við gegndi hún
ýmsum störfum, má þar nefna
verslunarstörf og aðstoð við
tannlækna. Síðustu stafsárin
vann hún sem skólaliði í Ár-
túnsskóla.
Jarðað var í kyrrþey að
hennar ósk.
1967. Sonur þeirra
var Bogi Sigurður,
f. 18. september
1969, d. 29. júní
2009.
Börn Þórhildar
af fyrra hjóna-
bandi með Frið-
birni H. Guð-
mundssyni eru
Kristín G., f. 8.
apríl 1961, og Þor-
varður, f. 6. októ-
ber 1965. Eiginmaður Krist-
ínar er Grétar Örn Magnússon,
f. 29. maí 1961. Synir Kristínar
með Birgi Erni Hreinssyni eru:
a) Svavar Atli, eiginkona hans
er Kolbrún M. Passaro, þau
eiga synina Orra Má, Veigar
Örn og Aron Darra. b) Eggert
Þór, sambýliskona hans er
Þóranna Másdóttir, dætur
Eggerts með Birgittu Páls-
Ég man vel daginn sem við
hittumst fyrst, ég og Þórhildur
tengdamóðir mín. Hún mætti
mér glaðlynd, hlý og stórglæsi-
leg, við urðum bestu vinkonur
frá fyrstu stundu. Við áttum
margt sameiginlegt eins og t.d.
tónlistina og sönginn, en hún
hafði mikla ánægju af söng og
tók þátt í kórastarfi nánast alla
sína ævi. Hún var drottning í
eðli sínu, kom fram af hæversku
og fumleysi, var alltaf óaðfinn-
anleg til fara og vel snyrt, henni
fannst mjög gaman að klæða sig
upp á og fara með Edda sínum
á frímúraraskemmtanir. Þó að
lífið hafi boðið henni upp á erfið
áföll strax í barnæsku þá náði
hún að lifa með því og eiga ham-
ingjusamt fjölskyldulíf sem gat
af sér þrjú börn og mörg barna-
börn og barnabarnabörn. Alltaf
var hægt að leita til þeirra
hjóna með að gæta barnabarna
um lengri eða skemmri tíma.
Hún fylgdist vel með öllum af-
komendum sínum og var með
alla afmælisdaga á hreinu, enda
með einstakt minni og sérlega
áhugasöm um fólkið sitt. Hún
þaullas dagblöðin, fylgdist vel
með þjóðmálum og gaman var
að ræða við hana um allt milli
himins og jarðar. Það var þung-
bært fyrir þau hjónin þegar
yngsti sonur þeirra lést árið
2009 einungis fertugur að aldri,
og markaði sorgin líf þeirra
beggja upp frá því. Eiginmaður
hennar til 54 ára lést fyrr á
þessu ári eftir erfið veikindi og
var sorgin og söknuðurinn
henni þung raun. Þórhildur
varð bráðkvödd á heimili sínu
einungis 8 mánuðum eftir and-
lát hans. Ég veit að eiginmaður,
sonur og litla systir hafa breitt
út faðminn á móti elsku Tótu
sinni og trúi ég að hennar dill-
andi hlátur og hlýja muni fylla
þeirra vídd. Ég er þakklát fyrir
að hafa átt svo elskulega
tengdamóður og minnist hennar
með mikilli hlýju og væntum-
þykju og mun varðveita hennar
minningu í hjarta mínu um alla
ævi.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið.
Megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Þín tengdadóttir,
Guðrún Oddsdóttir.
Þórhildur
Kristjánsdóttir