Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 FLUG OG GISTING Á TENERIFE Í JANÚAR GISTING Á CORAL CORDIAL MOGAN VALLE VERÐ FRÁ97.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORVÐNA OG 2 BÖRN FLUG OG GISTING Á TENERIFE Í JANÚAR GISTING Á CORAL COMPOSTELA BEACH VERÐ FRÁ79.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORVÐNA OG 2 BÖRN JANÚAR Í SÓL Á TENERIFE EÐA KANARÍ BYRJAÐU ÁRIÐ Í SÓLINN I VINSÆLAR FERÐIR 7 DAGAR 6 NÆTUR 8 DAGAR 7 NÆTUR ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á árinu hafa 3.341 hross verið flutt úr landi. Síðasta sendingin átti að fara um borð í flugvél Icelandair í gær- kvöldi. Er útflutningurinn í ár rúm- lega 1.000 hrossum meiri en á síðasta ári og nýtt met í útflutningi. Fyrra met var árið 1996 þegar 2.841 hross var selt úr landi. Síðasta hrossaflugið átti að vera í fyrrakvöld þegar bókað var flug fyrir um 40 hross til Liege í Belgíu þar sem þau áttu að dreifast um nokkur Evr- ópulönd. Útflytjendur voru komin með hrossin á Keflavíkurflugvöll seint um kvöldið þegar fluginu var af- lýst vegna bilunar í flugvélinni. Gerð var önnur tilraun til að flytja hrossin út í gærkvöldi enda biðu fulltrúar kaupenda í Belgíu eftir hrossunum til að fara með þau til kaupenda víða í Evrópu. Líklega bíða þó fjögur hross sem eiga að fara til Svíþjóðar fram yfir áramót. Síðasta sendingin er tekin með í grafíkinni hér til hliðar en Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins hefur tekið þær saman úr Worldfeng, uppruna- ættbók íslenska hestsins. Flestir til Þýskalands Verði heildarfjöldi útfluttra hrossa 3.341, eins og útlit var fyrir þegar þetta var skrifað, er það 1.021 hrossi meira en á síðasta ári. Fjölgunin er 44%. Fyrra Íslandsmet í útflutningi hrossa, frá því skráning hófst, var ár- ið 1996 þegar 2.841 hross var flutt úr landi. Ef frá eru talin tvö síðustu ár hefur fjöldi útfluttra hrossa frá Ís- landi verið á bilinu 1.100 til 1.500 á ári. Hrossin sem flutt eru út í ár hafa farið til 20 landa Evrópu og Norður- Ameríku. Þýskaland er sem fyrr mik- ilvægasta útflutningslandið. Þangað fóru 1.477 hross, liðlega 500 hrossum fleira en á síðasta ári. Veruleg fjölgun er einnig til Norðurlandanna; Dan- merkur, Svíþjóðar og Finnlands. Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytj- andi hjá Gunnari Arnarsyni ehf., seg- ir að margar skýringar kunni að vera á aukningu í útflutningi. Þörf hafi verið að myndast á markaðnum. Ver- ið sé að kaupa allt frá folöldum til stólpa gæðinga. Mest fari þó af þæg- um útreiðahrossum. Hún segir að Evrópubúar ferðist minna vegna kór- ónuveirufaraldursins og veltir því fyrir sér hvort fleiri þeirra noti í stað- inn frítíma sinn og fjármuni í tóm- stundir eins og útreiðar og samvistir við dýr. Draupnir sá hæst dæmdi Af þeim hrossum sem tölurnar taka til eru 845 hross með A-vottum. Slíka vottun fær hross þegar það og foreldrar þess hafa verið erfðagreind með DNA-greiningu og sönnun um ætterni liggur fyrir. Stóðhesturinn Draupnir frá Stuðl- um er hæst dæmda hrossið sem flutt var út í ár, með aðaleinkunn 8,88. Hann fór til ræktunarbúsins Krons- hof í Þýskalandi. Metár í útflutningi á hrossum - Síðasta hrossaflugið var á áætlun í gærkvöldi - 3.341 hross flutt út í ár sem er rúmlega þúsund hrossum meira en á síðasta ári - Evrópubúar nota frítíma sinn og fjármuni í útreiðar í stað ferðalaga Útflutningur hrossa árið 2021 Helstu útflutningslönd Fjöldi útfluttra hrossa 2012 til 2021 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 15 hæst dæmdu hrossin í útflutningi Aðaleinkunn Draupnir frá Stuðlum 8,88 Ölnir frá Akranesi 8,82 Vegur frá Kagaðarhóli 8,81 Eldjárn frá Skipaskaga 8,72 Nátthrafn frá Varmalæk 8,72 Arthúr frá Baldurshaga 8,69 Elrir frá Rauðalæk 8,66 Ómur frá Kvistum 8,61 Dropi frá Kirkjubæ 8,60 Fróði frá Staðartungu 8,59 Fenrir frá Feti 8,57 Hylling frá Akureyri 8,55 Bylgja frá Seljatungu 8,54 Bósi frá Húsavík 8,54 Brynjar frá Bakkakoti 8,52 Heimild: Worldfengur, upprunaættbók íslenska hestsins 1.333 1.236 1.472 1.509 1.269 1.485 2.320 1.360 1.348 3.341 Útflutt hross 2021 Stóðhestar 361 Geldingar 1.426 Hryssur 1.554 Alls 3.341 530 1.477 460 192 148 119 107 107 48 36 30 29 19 17 22 Þý sk al an d D an m ör k D an m ör k Sv íþ jó ð Sv íþ jó ð A us tu rr ík i A us tu rr ík i Sv is s Sv is s Fi nn la nd Fi nn la nd B an da rí ki n B an da rí ki n H ol la nd H ol la nd N or eg ur N or eg ur Fr ak kl an d Fr ak kl an d B el gí a B el gí a B re tl an d B re tl an d Lú xe m bo rg Lú xe m bo rg Fæ re yj ar Fæ re yj ar Ö nn ur lö nd Ö nn ur lö nd Morgunblaðið/Árni Sæberg Útflutningur Einn af síðustu hestunum sem fluttir eru út á þessu ári leiddur út úr hesthúsi hjá Kristbjörgu Eyvindsdóttur hrossaútflytjanda. Skatturinn mun á næsta ári hefja innheimtu á gjaldi fyrir hvert útflutt hross. Fær Stofn- verndarsjóður íslenska hestsins þessa fjármuni til ráðstöfunar en þeir eru áætlaðir um 8 millj- ónir á ári en gætu orðið meiri. Bændasamtök Íslands höfðu í mörg ár annast innheimtu gjalds í stofnverndarsjóð ís- lenska hestsins sem samtökin hafa umsýslu með. Tekjurnar hafa meðal annars verið not- aðar til að standa straum af mati á kynbótahrossum. Með lagabreytingu í lok árs 2018 sem tóku gildi 1. janúar 2019 var þessu breytt og innheimtan færð til innheimtumanns ríkis- sjóðs. Rökin munu hafa verið þau að gjaldið ætti að skilgreina sem skatt og ríkið sjálft yrði að innheimta. Reyndar fór það svo innheimta gjaldsins féll niður í tvö ár, 2019 og 2020, vegna ein- hverra mála í kerfinu. Að því er fram kemur í til- lögum meirihluta fjárlaga- nefndar fyrir 2. umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs hef- ur Skatturinn nú staðfest að innheimta gjaldsins muni hefj- ast á næsta ári. Lagðar verða 3.500 krónur á hvert útflutt hross. Útflutning- urinn er breytilegur og því erfitt að áætla gjaldið. Ef miðað er við að útflutningurinn á næsta ári verði svipaður og árið 2020 munu 8 milljónir verða inn- heimtar og er gert ráð fyrir því í tillögunni. Ef miðað er við út- flutning í ár verða tekjurnar nær 12 milljónum. helgi@mbl.is Gjaldið inn- heimt á ný á næsta ári STOFNVERNDARSJÓÐUR Helgi Pétursson, formaður Lands- sambands eldri borgara, segir það vonbrigði að íslenska ríkið og Trygg- ingastofnun hafi verið sýknuð í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Hann telur að málið gæti farið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu. Þrír félagar úr Gráa hernum, bar- áttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, höfðuðu málin. Í grunninn snúast þau um hvort skerðingar í almanna- tryggingakerfinu standist stjórnar- skrána, meðal annars eignarréttar- ákvæðið. Helgi sagði eftir dómsuppkvaðn- inguna nauðsynlegt að fá úr þessum málum skorið skorið, enda búið að deila lengi um þau. „Hvort við fáum það fyrir íslenskum dómstólum er aftur á móti umhugsunarefni. Við munum örugglega áfrýja þessu alla leið til Evrópu,“ sagði Helgi. Spurður hvort um sé að ræða mik- ið réttlætismál fyrir eldri borgara sagði hann tekjuskerðinguna gríðar- lega ef stór hluti af lífeyris fólks sé tekinn með þeim hætti sem nú er gert. „Ríkið telur sig vera í rétti til þess að gera það án þess að útskýra það með nokkrum hætti og samn- ingar og það sem menn töldu sig geta gengið að eftir langa starfsævi hafa breyst einhliða, viljum við segja.“ Hann sagði niðurstöðu héraðs- dóms ekki hafa komið sér á óvart en að báðir möguleikar hafi verið nefnd- ir við hann að undanförnu. „Ég er nú ekki löglærður en er bjartsýnismað- ur að eðlisfari. En þetta fór svona.“ Helgi sagði allt stefna í langhlaup í málinu, enda taki að minnsta kosti ár að fara með málið fyrir Landsrétt. „Svo er það Hæstiréttur en það má vekja athygli á því að það eru margir í þessum hópi sem munu ekki hafa tíma til þess að bíða,“ bætti hann við. Grái herinn tap- aði fyrir ríkinu - Málið gæti endað í Strassborg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í dómsal Helgi Pétursson í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.