Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Opið 23. des. kl. 10-18 og 24. des. kl. 10-12
Gjafakortin
frá Laxdal
gleðja
Opið 11-18 í dag | Lokað aðfangadag
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
Gleðileg jól
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Jólagjöfin hennar í ár – er mjúkur pakki
Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
ERNA, Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJA
1ct demansthringur (IP1) 1.000.000,-
0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,-
0.20ct demantshringur (HS1) 150.000,-
Demantar
10%
afsláttur
í dag og á morgun
aðfangadag
Opið á Þorláksmessu til 20:00
Aðfangadag 11:00-13:00
„Kirkjunni hefur reynst erfitt, eins
og öllu samfélaginu í heild, að starfa í
þessum heimsfaraldri þar sem reglu-
lega hefur þrengt verulega að sam-
komuhaldi. En þjóðkirkjan setti sér
strax það markmið að vera samstiga
stjórnvöldum og bakhjarl í því krefj-
andi verkefni að ná tökum á heims-
faraldri sem setur heilsu og daglegt
líf úr skorðum,“ segir biskup.
Haft sé hóf á öllu
Allur gangur er á því hvernig
helgihald um jólin verður. Í Nes-
kirkju í Reykjavík verða aftansöngur
á aðfangadagskvöld kl. 18 og mið-
næturguðsþjónusta kl. 23.30. Á jóla-
dag er messa kl. 14. „Ég er þakklátur
fyrir að geta messað um jólin, þó
hvetjum við fólk nú til að halda smit-
hættu í lágmarki að hafa hóf á öllu og
fámenna í guðsþjónustur. Þannig hef
ég aldrei áður auglýst messur í 25
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er mikið gleðiefni að fá að kalla
fólk til kirkju á jólunum en við meg-
um ekki gleyma því að við glímum
ennþá við vágest, heimsfaraldur sem
einungis verður sigraður með sam-
takamætti,“ segir Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands.
Fleiri sóttvarnahólf
Línur um messuhald á jólum eru
lagðar í bréfi sem Agnes sendi prest-
um og öðru kirkjunnar fólki nú í vik-
unni. Sem kunnugt er var ákveðið, að
tillögu sóttvarnalæknis, að 50 manns
mættu koma saman á viðburðum þar
sem setið er en á samkomum megi
vera 200 manns, hafi allir sem mæta
farið í hraðpróf með neikvæðri niður-
stöðu.
Í bréfinu er jafnframt vakin athygli
á að í sóknum landsins séu aðstæður
misjafnar með tilliti til aðgengis að
hraðprófum. Geri prestar ráð fyrir
fleirum en 200 manns til kirkju megi
útbúa fleiri en eitt sóttvarnahólf. Í
kirkjunum skuli svo vel gætt að sótt-
vörnum með vel þekktum var-
úðarráðstöfunum. Að öðru leyti
minnir biskup svo á að hægt sé að
nálgast messur í kirkjum landsins um
jólin til dæmis á ljósvakamiðlum – en
vel þekkt frá síðustu misserum að
helgihaldi sé streymt á netinu.
ára prestskap,“
segir sr. Skúli
Sigurður Ólafs-
son.
Guðsþjónusta í
Dómkirkjunni á
aðfangadagkvöld,
þar sem jólin eru
hringd inn á öld-
um ljósvakans,
verður lokuð
gestum. „Húsa-
skipan í kirkjunni
ræður en þetta er nauðsyn,“ segir sr.
Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprest-
ur.
Ekkert í raunheimum
Í Skagafirði hafa prestar aflýst
messum um hátíðir – en guðsþjón-
ustur verða á facebooksíðunni
Kirkjan í Skagafirði. Þá verður
messu í Hóladómkirkju í Hjaltadal
sjónvarpað á N4 kl. 15 á jóladag.
„Þetta eru vonbrigði,“ segir sr. Gísli
Gunnarsson, prestur í Glaumbæ.
Hefð er fyrir messum í Glaumbæ og
Víðimýri á aðfangadagskvöld og á
jóladag á Reynistað og Ríp í Hegra-
nesi. „Jólamessur hafa alltaf verið
vel sóttar. Vissulega hefði hér mátt
koma einhverju við, með hólfaskipt-
ingu og hraðprófum. Slíkt hefði þó
verið snúið í framkvæmd og því
verða engar messur í raunheimum í
Skagafirði nú,“ segir sr. Gísli.
Messur verða fámennar
- Helgihald með takmörkunum - Biskup leggur línurnar - Ólíkar
aðstæður - Messurnar í streymi og ljósvaka - Glímt við vágestinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Neskirkja Messur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag, en presturinn vonar þó að sem allra fæstir mæti þar og þá.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Gísli
Gunnarsson
Skúli Sigurður
Ólafsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?