Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 12

Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g gaf þeim aldrei nöfn, þetta voru bara dúkk- urnar mínar og þær stóðu undir því að vera þær sjálfar. Mér þótt sérstaklega vænt um þessa stóru, ég var alltaf að passa hana og fyrir mér hefur hún alltaf verið lítið barn. Hinar dúkkurnar voru meira leikfélagar,“ segir Ágústa Halldórsdóttir sem hefur geymt gömlu brúðurnar sínar frá bernskudögum vandlega í rúm- lega sextíu ár. „Þessi stóra var aðal, enda var hún langstærst í dúkkuhópnum og mér fannst ég þurfa að gæta henn- ar vel. Hún var næstum jafnstór og ég þegar ég fékk hana, sennilega um 1959 þegar ég var fimm ára. Hún var í miklu uppáhaldi hjá mér og ég druslaðist með hana alla daga. Hún kom frá Ameríku, for- eldrar mínir báðu vin sinn, sem var að sigla á skipum til annarra heims- álfa, að kaupa hana í einni ferðinni. Mér fannst gaman að hún var með gat í munni og fyrir vikið gat ég gefið henni að drekka úr pela og hún pissaði í bleyju,“ segir Ágústa og bætir við að smekkbuxurnar sem stóra brúðan klæðist hafi fylgt henni frá því hún fékk hana í hend- ur fimm ára stúlka. „Þessi dúkka er sterkbyggð og þoldi ýmislegt og fyrir vikið var ég alveg til í að leyfa vinkonum mínum að prófa að leika sér með hana, en hún var fyrst og fremst mín, það var alveg klárt,“ segir Ágústa sem á fimm árum eldri systur, Dóru, en sú var ekki mikið fyrir dúkkur og fyrir vikið var enginn slagur á milli þeirra systra um brúðurnar. Í ljósi þess hversu hrifin Ágústa var af stóru dúkkunni sinni er ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi sóst eftir því að passa börn. „Ég prófaði það þegar ég var átta eða níu ára, passaði tvisvar en komst að því að það var ekkert fyr- ir mig. Ég fann strax að ég hafði engan áhuga á því, dúkkan mín var miklu meðfærilegri, enda hafði hún engar skoðanir og hlýddi mér í einu og öllu,“ segir Ágústa og hlær. Synirnir vildu ekki brúður Allra fyrsta dúkkan sem Ágústa eignaðist er lítil mjúk brúða með koppa í hnjám og ef hún er kreist þá tístir í henni. Önnur dúkka í sömu stærð er svaka skvísa með eyrnalokka og henni fylgdu há- ir hælaskór. „Öllum fannst hún æðisleg. Ég á tvær sem eru stærri en þessar litlu og minni en sú stóra, en þær eru orðnar brothættar, plastið sem þær eru úr er orðið stökkt. Fyrir vikið geymi ég þær í kassa svo þær verði ekki fyrir hnjaski. Ég á líka barbídúkkur og í þeim hópi er einn táningur, tvö smábörn, þrjár konur og einn karl. Þær komu með nöfn- um, ein heitir til dæmis Tressí og það var hægt að toga hárið á henni upp úr höfðinu til að hafa það síðara og snúa einhverju í bakinu til að stytta það aftur. Önnur heitir Jenný og svo eru Ken og Barbí, þau eru í brúðarklæðum. Ég átti eina dúkku sem er dökk á hörund og var strák- ur í sjóliðafötum, en ég hef því mið- ur týnt honum,“ segir Ágústa og bætir við að ein brúðan hennar sé ekki tekin fram fyrir viðtalið, því hún er laus í öllum útlimum og hausinn við það að detta af. Hún leitar nú einhvers sem gæti gert við hana. „Ætli mínar bernskubrúður séu ekki samtals tíu til fimmtán, ég var með sérstakan kassa fyrir þær í geymslunni sem ég raðaði þeim mjög vandlega í. Þeim fylgir mikið af smáum hlutum og alls konar dúll- eríi sem ég vil síður að skemmist. Ég hef átt góðar stundir með öllum þessum brúðum, þær sátu í stól- unum sínum við borð og ég gaf þeim te og kaffi að drekka úr bolla- stelli, en ég átti undurfallegt postu- línsbollastell sem því miður er týnt. Mamma keypti föt á brúðurnar mínar og góð nágrannakona heklaði líka húfu á eina þeirra. Ég hef geymt þær svona lengi af því ég vil passa upp á þær, þetta er dót sem ég vil ekki glata,“ segir Ágústa sem á tvo syni en þegar þeir voru litlir tíðkaðist ekki að strákar lékju sér með brúður. „Ég á tvær ömmustelpur, fimm og átta ára, og ég tek dúkkurnar mínar fram úr geymslu fyrir þær til að leika með, ef þær eru í góðu skapi. Ég setti þó til hliðar þær brothættu sem ég þori ekki að láta þær vera með, en sú stóra fær alltaf að vera með, hún þolir allt og dett- ur ekkert í sundur þótt togast sé á um hana. Þær dröslast heilmikið með hana, hún er svo spennandi svona stór. Ein tapaði auga eftir að barnabörnin komust í hana.“ Þegar Ágústa er spurð hvort hún hafi ákveðið hvað verði um ger- semarnar brúðurnar hennar þegar fram líða stundir segir hún svo ekki vera. „Synir mínir hafa væntanlega engan áhuga á að taka við brúð- unum, en ömmustelpurnar gætu mögulega viljað þær, það kemur í ljós. Kannski gef ég þær á safn.“ Ágústa er dóttir hins ástsæla myndlistarmanns og teiknara Hall- dórs Péturssonar, sem frægur varð m.a. fyrir teikningar sínar í bókinni Helgi skoðar heiminn. Hún á í fór- um sínum nokkrar myndir sem pabbi hennar teiknaði af henni þeg- ar hún var lítil telpa, á þeim aldri sem hún eignaðist brúðurnar sínar. „Ég held mikið upp á mynd- irnar sem hann teiknaði af mér sem stelpu. Pabbi var snöggur að rissa upp okkur systkinin, við erum þrjú og Pétur bróðir er líka teiknari, en á allt öðru sviði en pabbi. Pabbi var nánast sá eini sem var að teikna á sínum tíma í bækur og annað, hann var stanslaust að, enda var þetta fullt starf hjá honum. Honum fannst þetta ekki alvöruvinna og hann tók ekki mikið fyrir mynd- irnar sínar sem eru til út um allan bæ. Hann var mikið á ferðalögum með okkur þegar við vorum lítil og hann var alltaf með augun á öllu sem fyrir augu bar. Hann var snöggur og næmur að finna út per- sónuleika fólks sem hann teiknaði og að láta hann skila sér yfir í mynd. Pabbi teiknaði mikið í Mogg- ann, á hverjum degi árum saman kom ein mynd eftir hann í blaðinu. Eftir að pabbi lést gáfum við systk- inin til Þjóðminjasafnsins þær rúm- lega sex þúsund myndir sem við áttum í einkaeigu. Þetta eru bæði teikningar og málverk ásamt gifs- styttum sem pabbi var byrjaður að gera seinni árin. Við Dóra systir höfum setið við að skrá þetta allt inn í Sarp, til að koma þessu inn í kerfið hjá safninu þar sem þær verða varðveittar.“ Hópur Tvær brothættar (með húfu og hettu), skvísa með eyrnalokka situr hjá stóru dúkku og hjá henni önnur agnarsmá. Elsta dúkkan rjóð í kinnum. Dýrmæti Tvær teikningar Halldórs Péturssonar, föður Ágústu, af henni. Gagn og gaman Olíumynd eftir Halldór af Ágústu dóttur sinni. Geymir brúður bernskunnar „Ég hef átt góðar stundir með öllum þessum brúðum, þær sátu í stól- unum sínum við borð og ég gaf þeim te og kaffi að drekka úr bollastelli,“ segir Ágústa Halldórs- dóttir, sem varðveitir vel gersemar æskuáranna. Morgunblaðið/Eggert Fín Ágústa með stóru uppáhaldsdúkkuna sem hún leit á sem barnið sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.