Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 34

Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Gunnar Rafnsson Eyfirðingapóstur gegndi starfi norð- anpósts árin 1783 til 1803 og var talinn fyrsti pósturinn milli hinna fornu höfuðbýla landsins, Bessastaða og Möðruvalla. Gunnar var göngumaður með eindæmum, fór því allar vetrarferðir fótgangandi og bar töskuna. Einhverju sinni gisti Gunnar á Melum í Hrútafirði og ætlaði suður yfir Holtavörðuheið morguninn eftir. Hann var einn á ferð því enginn treysti sér til að fylgja honum. Um kvöldið kom ung kona til hans og bað hann lofa sé að fylgja honum. Hún hét Þuríður, borgfirsk. Gunnar hafnaði þessu með öllu og taldi að hún tefði för hans en hún sagðist ekki ætlast til þess að hann biði sín. Gunnar fór á fætur eldsnemma dags, tók tösku sína og hugðist leggja upp. Þegar hann kom í bæjardyrnar var stúlkan þar ferðbúin og kvaðst bíða hans. Gunnar snaraðist út og hljóp af stað en hún fylgdi honum eins og skugginn. Gunnar settist niður þegar kom að Hæð- arsteini á Holtavörðuheiði og var móður mjög. Brátt kom stúlkan og spurði hvort hann ætlaði ekki að halda áfram. Fylgdust þau nú að en þegar komið var niður undir byggð spurði Þuríður Gunnar að því hvort hún ætti ekki að bera fyrir hann töskuna. Það þáði hann ekki. Hún fór þá að ganga á undan og svo kom að hann hafði ekki við henni. Hún kom til bæjar fyrr en hann og gat þess að pósturinn væri skammt undan. Gunnar beiddist gistingar því hann treysti sér ekki til að halda áfram ferð en Þuríður hélt göngunni áfram. Aldrei kvaðst Gunnar hafa komist í slíka „gang- raun“, hafði þó reynt ýmislegt í ferðum sínum í tuttugu ár. (Endursagt úr Sögum landpóstanna.) Þjóðminjasafn Íslands/Magnús Ólafsson Landspóstur Hans Karel Hannesson blæs í lúðurinn til að láta vita af sér. Hans flutti um tíma póstinn úr Reykjavík að Stað í Hrútafirði og var síðar Suðurlandspóstur með Odda á Rangárvöllum sem endastöð. Mesta raun göngugarpsinsleiðinni en þau sem voru í töskunni urðu að fara á fyrirframákveðinn áfangastað og áttu að dreifast það- an. Töskur á baki og bringu Í upphafi og lengst af tíma land- póstanna voru allar ár óbrúaðar og ekki hægt að tala um vegi. Fyrstu póstarnir fóru gangandi en síðan ríðandi. Þeir fyrstu voru með tösk- ur á baki og bringu. Fljótlega komst sá háttur á að pósturinn var ríðandi og með einn trússhest í taumi með tvö koffort. Smám sam- an jukust bréfasendingar og póst- arnir fengu sér aðstoðarmenn og árlegum ferðum var fjölgað úr þrem sem fyrirmæli konungs kváðu á um. Dæmi voru um nítján hesta undir koffortum. Ferðatími á milli Akureyrar og Bessastaða eða Viðeyjar og síðar Reykjavíkur var áætlaður 7-8 dagar en þó gat tíminn lengst í slæmum veðrum og færð eða ef bíða þurfti eftir haustskipinu frá Kaupmanna- höfn. Fljótustu póstarnir voru 5-6 daga en lengsta póstferðin mun hafa tekið 66 daga og var þá marga farið að lengja eftir bréfum og frétt- um. Tafir gátu einnig verið baga- legar því aðrir póstar treystu á að tímasetningar stæðust þegar þeir komu til móts við landpóstana til að taka við og afhenda bréf og pakka. Fyrir miðja nítjándu öld fór norð- anpósturinn reglulega þrjár ferðir fram og til baka á ári. Póst- afgreiðslur og bréfhirðingar voru fastir viðkomustaðir landpósta til að afhenda og taka póst. Póststaðirnir færðust eitthvað á milli bæja en margir þeirra eru enn þann dag í dag þekktir fyrir að hafa annast póstþjónustu í einhver ár og jafnvel um aldir. Sú regla var að menn buðu í póst- þjónustuna til eins árs í senn og það var langt í frá létt starf að vera landpóstur. Auk frátafa frá bústörf- um og áhættu sem fólst í starfinu þurftu póstarnir sjálfir að semja við bændur um gistingu og hýsingu hestanna þannig að mun fleiri bæir en þar sem pósthirðing var komu við sögu þeirra. Magnús segir að starf landpósts hafi verið virðing- arstarf. Pósturinn hafi ávallt verið velkominn því hann flutti fréttirnar og heillaði stúlkurnar. Mikilvægi póstsamgangna jókst jafnt og þétt. Póstarnir fluttu ekki lengur eintóm embættisbréf heldur komu nú til peningasendingar, einkabréf og smámsaman dagblöð og tímarit. Þeir fluttu til að mynda fréttir af Fjölnismönnum um sjálf- stæðishugmyndir og allt mennta- og menningarefni landsins. Póstlúðurinn var mikilvægur Nýtt og viðameira póstkerfi var byggt upp eftir tilskipun frá Dan- mörku árið 1873 og var við lýði nokkuð fram á tuttugustu öldina. Þá var sett upp ný og stíf tíma- áætlun fyrir póstana að fylgja og gjaldskrá prentuð. Einkennistákn póstanna, pósttaska með lát- únsskildi, kom frá Danmörku þetta ár, ásamt póstlúðrinum. Með lúðr- inum gátu póstarnir gert vart við sig til merkis um að allt þyrfti að vera til reiðu á póststaðnum og þannig dregið úr hættu á að þeir tefðust. Um aldamótin 1900 voru um 200 póststöðvar í landinu og þeim fjölg- aði ört. Upp úr aldamótum voru póstmenn í landinu orðnir 334, þar af 83 land- og héraðspóstar. Breyting varð um 1930 með því að bílaöldin gekk í garð. Var póst- kerfum þá komið í enn fastara form og póststöðvum fjölgað enn. Tók bréf til sálmaskáldsins „Ég setti mér það fyrir tveimur eða þremur árum að fara leið norð- anpóstsins. Ég er ekki með nein tímamörk. Byrjaði í vor og tek þetta í áföngum, ekki endilega í réttri röð. Stundum geng ég að sunnan og stundum suður. Mér er alveg sama þótt ég gangi eða ríði einn en nokkrir hafa fylgt mér í ýmsum áföngum,“ segir Magnús um ferðina um slóðir landpóstanna. Hann miðar verkefni sitt helst við síðustu ár gamla kerfisins eða fyrstu ár þess nýja. Á árinu 1873 voru póstafgreiðslur eða bréfhirð- ingar á leið norðanpósts á milli Reykjavíkur og Skagafjarðar: Reykjavík, Mosfell, Saurbær, Hest- ur, Arnarholt, Staður, Staðarbakki, Lækjamót, Sveinsstaðir, Reykir (Húnavellir), Botnastaðir og Víði- mýri. Magnús og göngufélagar hans hafa lokið við kaflann frá Reykja- vík, um Mosfell og Saurbæ og að Hesti. Svo hefur hann riðið nokkra áfanga fyrir norðan. Hann fór til dæmis ríðandi yfir Vatnsdalsá á Skriðuvaði og naut þar leiðsagnar Magnúsar Ólafssonar á Sveins- stöðum. Telur hann það ekki stíl- brot enda hafi landpóstarnir stund- um þurft að kaupa sér fylgd yfir ár og aðra farartálma. Sem sannur landpóstur hefur Magnús tekið póst og komið honum til skila. Þannig kom Bjarki Bjarna- son, sagnfræðingur í Mosfellsbæ, til móts við póstinn í Svínaskarði og bað hann fyrir bréf til Hallgríms Péturssonar, sálmaskálds í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslu- biskup í Skálholti, tók við bréfinu í kirkjunni og lofaði að koma því til skila. Einnig var hann beðinn um að koma bréfi að Hesti í Borgarfirði. Það var stílað á Tryggva Þórhalls- son, sóknarprest þar og síðar for- sætisráðherra. Logi Sigurðsson staðarráðsmaður tók að sér að koma því á réttan stað. Mesti farartálminn Nú liggur það fyrir hjá Magnúsi að fara frá Hesti að Hvítárbakka og á vaði yfir Hvítá. Það er mesti far- artálminn á leiðinni, eins og var á tíma landpóstanna. Hvítá var óbrú- uð til ársins 1892 að brú kom á Kljá- foss og þá færðist póstleiðin til og bæir eins og Norðtunga og Varma- lækur urðu viðkomustaðir. Fyrir þann tíma voru notuð vöð á ánni. Iðulega varð að sundleggja póst- hestalestina. Ekki er búið að ákveða hvar eða hvernig farið verður yfir þennan farartálma í ferð Magnúsar í kjölfar norðanpósts. Hann reiknar frekar með að fara um Hjarðarholt en Arnarholt í Staf- holtstungum en fyrrnefndi stað- urinn var mikilvægur áfangastaður norðanpósts í gamla póstkerfinu. Þaðan verður farið í áföngum upp Norðurárdal, um Sveinatungu og Fornahvamm, í Sæluhúsaflóa, yfir Holtavörðuheiði og um Grænumýrartungu að Stað í Hrúta- firði. Holtavörðuheiðin gat verið erfið yfirferðar og villugjarnt á þeirri leið, einkum á vetrum. Marg- ar sögur eru til af erfiðum ferðum póstanna þar yfir. Magnús hefur kannað gamlar götur á þessum svæðum og mun til að mynda fara gamla veginn milli Sveinatungu og Fornahvamms. Síðan verður farið sem leið liggur um Húnavatns- sýslur og norður í Skagafjörð, um þá áfangastaði sem nefndir hafa verið. Hann lýkur ferð sinni á Víðimýri í Skagafirði. „Ég á ekki erindi lengra,“ segir Magnús. Víðimýri var einn af aðalviðkomustöðum póstsins í áraraðir. Bærinn lá vel við sam- göngum því pósturinn fór yfir Hér- aðsvötn fram og austur af Laug- ardal eða á Akraferju síðari árin. Að Víðimýri komu Siglufjarðarpóstur, Sauðárkrókspóstur, oft Skaga- póstur og pósturinn sem fór með bréf og sendingar fram í Lýtings- staðahrepp. Á Víðimýri er Magnús nánast kominn „heim“ því hann ólst að hluta til upp hjá ættfólki sínu á Vindheimum. Hvalfjörður Fylgdarfólk áir, Helga Einarsdóttir, Hildur Eiríksdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Hallgrímur Snorrason og Eygló Guðmundsdóttir. Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Náttúruleg andlitslyfting Þéttir slappa húð á andliti og hálsi Laserlyfting er kollagenörvandi húðmeðferð semþéttir og lyftir slappri húð og grynnkar hrukkur. 30% afsláttur af LASERLYFTINGU NÝTTU TÆKIFÆRIÐ allt að Bókið tíma í dag í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Farið um forna þjóðleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.