Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Selfoss Nýi miðbærinn á Selfossi hefur rækilega slegið í gegn síðan hann var opnaður fyrr á árinu. Þar er jólalegt um að litast og margir hafa gert þar innkaup fyrir jólin og notið lífsins. Birkir Pétursson Fjölgun eldri íbúa er eitt af þeim verkefnum sem Reykja- víkurborg þarf að takast á við. Hugmyndir nútímans ganga út á að eldra fólk geti búið sem lengst í eigin húsæði og það er hlutverk okkar í Reykjavík- urborg að aðstoða og skipu- leggja slíka byggð. Töluverður hluti húsnæðis í Reykjavíkurborg hefur ekki verið hugsaður til slíkra nota. Stoðþjónusta er einfaldlega ekki til staðar. Þar þarf að huga að útivist, áhugamálum, félagslegri þjónustu, heilsu- gæslu o.s.frv. Með slíkum forsendum er hægt að styðja myndarlega við löngun eldri borgara til að eldast heima hjá sér. Ýmis vandamál geta komið í veg fyrir það að eldra fólki líði vel í núverandi húsakynn- um sínum. Húsnæðið getur verið of stórt, of dýrt er að flytja, fólkið vill komast í rólegra umhverfi og stundum er langt í þjónustu við eldri borgara. Þetta er atriði sem við í Flokki fólksins viljum taka á og færa til betri vegar. Á fundi borgarstjórnar 21. desember lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að svæði í borginni yrðu skipulögð þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin yrðu skilgreind sem plús 60 og jafn- vel plús 75 og eingöngu hugsuð út frá þeirra þörfum. Engin þörf væri fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla eða aðra þjónustu sem hugs- uð er fyrir börn og barnafjölskyldur. Ein- blínt yrði á t.d. útisvæði með minigolfi eða jafnvel golfi, skemmtilegum garði eins og Hellisgerði, innisvæði þar sem unnt yrði að koma fyrir verkefnastofu, sam- eiginlegu svæði, aðstöðu fyrir heimahjúkrun svo fátt eitt sé nefnt. Svæði sem þetta verður að höfða til eldri borgara og hvetja til útivistar og tóm- stunda. Aðkoma félaga eldri borgara yrði hér afar mikilvæg. Hugsa mætti sér minni sérbýli sérhönnuð fyrir þarfir eldri borgara með miðlægum þjón- ustukjarna. Gönguleiðir og strætisvagnaleiðir yrðu þaul- hugsaðar með upphituðum skýl- um. Gæta yrði öryggis í hvívetna. Flokkur fólksins leggur til að efnt verði til samkeppni meðal arkitektastofa þar sem þeim er gefinn kostur á að skipu- leggja svæði annars vegar fyrir fólk eldra en 60 ára og hins vegar fyrir fólk eldra en 75 ára. Fyrra svæðið yrði þá með meiri útivistarmöguleikum en hið síðara með meiri nærþjónustu eins og heimahjúkrun og sameiginlegu þjónusturými. Því ekki að stíga þetta myndarlega skref til móts við betra mannlíf til framtíðar fyrir mikil- vægan hóp? Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Á fundi borgarstjórnar lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að svæði í borginni yrðu skipulögð þar sem sér- stök áhersla er lögð á þarfir eldra fólks. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Eldumst heima – sérstök uppbygging svæða Ný tækifæri flestra þjóða byggjast fyrst og fremst á því hvernig þær koma ár sinni fyrir borð í alþjóðasamskiptum. Ísland er í sérstöðu að þessu leyti. Í fyrsta lagi eigum við af- komu okkar undir utanríkis- viðskiptum í ríkari mæli en flestar aðrar þjóðir. Í öðru lagi erum við alfarið háð samningum við aðrar þjóðir um varnir landsins. Í þessu ljósi er mjög sérstakt að í síðustu kosningum var Við- reisn eini stjórnmálaflokkurinn sem ræddi utanríkismál að einhverju marki. Um þessar mundir er það kappsmál flestra þjóða að finna nýjar leiðir í alþjóðasamskiptum til þess að styrkja stöðu sína og skapa ný tækifæri. Við erum með öflugt og sterkt utanríkisráðuneyti en pólitísk forysta þess hefur ekki beint athygl- inni að nýjum tækifærum í nokkurn tíma. Alþjóðasamstarf og betri lífskjör Flest stærstu skrefin fram á við fyrir hag- sæld þjóðarinnar, búskap hennar og samkeppn- ishæfni hafa verið stigin á grundvelli alþjóðlegs samstarfs. Aðildin að norræna myntbandalaginu var grundvöllur atvinnubyltingarinnar í byrjun síð- ustu aldar. Útfærsla landhelginnar byggðist á staðfestu og þrautseigju, en þátttaka í alþjóð- legu samstarfi um þróun hafréttarins réð á end- anum úrslitum. Aðildin að NATO jók viðskipti vestur um haf. Þátttaka í alþjóðlega gjaldmiðlasamstarfinu, sem kennt var við Bretton Woods, réð miklu um upphaf erlendrar fjárfestingar í stóriðju. EFTA-aðildin skapaði ný tækifæri fyrir at- vinnulífið. EES-samningurinn réð síðan miklu um gott efnahagslegt gengi í lok síðustu aldar. Í gegnum EES-samninginn erum við aðilar að innri markaði Evrópusambandsins, sem er kjarninn í hugmyndafræði þess. Þrátt fyrir að full aðild að sambandinu yrði minna skref en við tókum með EES-samningnum þá eigum við enn mörg ónýtt tækifæri í Evrópu. Samstarf í gjaldmiðilsmálum gæti haft einna mest jákvæð áhrif til að treysta stöðugleika og auka hagvöxt. En við myndum líka brjóta niður tollahindranir, meðal annars fyrir sjávarútveginn. Kjarni málsins er sá að við myndum auka viðskiptafrelsi ein- staklinga og fyrirtækja. Það er jarðvegur nýrra hugmynda og framfara, nýsköpunar og þekk- ingar. Ekkert að frétta Það er okkar að vera á tánum og kortleggja hvernig og hvar hagsmunum okkar er best borgið. Þess vegna hefur Viðreisn lagt fram til- lögu sem felur í sér úttekt á stöðu Íslands í svæðisbundinni og fjölþjóðlegri samvinnu. Hvernig styrkja megi stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi til framtíðar. Á sviði menningar, stjórnmála, varna og efnahags. En einhverra hluta vegna er utanríkisráðu- neytið ekki á fullu við að kanna þau tækifæri sem við eigum ónýtt í Evrópu og annars staðar. Af hverju er ekkert að frétta? Svarið er þröngsýni. Við þurfum víðtæka um- ræðu til að ryðja henni úr vegi. Það er í þágu al- mannahagsmuna. Viðreisn mun halda því merki á lofti. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Flest stærstu skrefin fram á við fyrir hagsæld þjóð- arinnar, búskap hennar og samkeppnishæfni hafa verið stigin á grundvelli alþjóðlegs samstarfs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Ónýtt tækifæri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.