Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 44
44
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Faxafeni 14, 108 Reykjavík
www.z.is
Nú liggja fjárlög
frammi á Alþingi til
umræðu og sam-
þykktar. Í lögum nr.
100/2007, 69. gr., er
tekið fram að hækkun
bóta almannatrygg-
inga skuli vera tiltekin
í fjárlögum og skuli
vera samkvæmt
launaþróun en aldrei
lægri en verð-
lagsþróun. Allt frá 2009 hefur sú
hækkun sem hefur verið tiltekin í
fjárlögum verið án skýringa á
hvernig hún er fengin og yfirleitt
verið lægri en launaþróun, einkum
hin síðari ár. Eins og komið hefur
fram í fyrri greinum mínum um
þetta hef ég frá lokum mars 2021
verið að leita eftir því hvernig
hækkun á fjárlögum fyrir árið 2021,
3,6%, var fengin, en í raun getur sú
leit átt við allar hækkanir frá 2010.
TR var spurð, úrskurðarnefnd vel-
ferðarmála var spurð. Þessir aðilar
vísuðu á stjórnvöld. Félagsmálaráð-
herra, sem var ráðherra mála-
flokksins en kallaði sig barna-
málaráðherra, virtist ekki hafa
hugmynd um þetta þrátt fyrir að
hann gæfi út reglugerð um hækk-
unina og vísaði á efnahags- og fjár-
málaráðuneytið. Spurningin fór
þangað. Ekkert svar er enn komið
en beðið hefur verið um frest. Í
grein minni 24.10. benti ég á að um-
boðsmaður Alþingis hefði sent bréf
til Alþingis eftir skoðun máls nr.
9818/2018 að beiðni Öryrkjabanda-
lagsins, bréfið dagsett 1. okt. 2019.
Ekki er að sjá annað en umboðs-
maður sé að vanda um við Alþingi
og fara þess á leit að það bæti
vinnubrögðin í sambandi við með-
ferð þess á 69. gr. laga nr. 100/2007.
Ráðherrar fengu líka bréfið, en ekki
er að sjá nein viðbrögð við því,
hvorki frá Alþingi né ráðherrum.
Þingmenn og ráðherrar
spurðir
Eftir að fyrirliggjandi fjárlaga-
frumvarp var lagt fram og umræð-
ur hófust um hækkun bóta al-
mannatrygginga blöskraði mér að
heyra að þingmenn teldu að rík-
isstjórnin hefði heim-
ild til að ákveða að
nánast hvaða aðferð-
um sem er væri beitt
við að finna út hver
hækkunin ætti að
verða vegna ársins
2022.
Greip ég nú til þess
ráðs að senda tölvu-
póst á nokkra þing-
menn úr bæði stjórn
og stjórnarandstöðu
og ráðherra og biðja
þá að spyrja um þetta
fyrir mig vegna áranna 2021 og
2020. Ekki reiknaði ég með við-
brögðum, því mér sýndist þing-
menn hvorki hafa skilning á málinu
né áhuga. En þar skjöplaðist mér.
Einn maður stendur vaktina greini-
lega þegar kemur að málum aldr-
aðra og öryrkja. Enginn ráðherra.
Þessi eini sem svaraði mér brá
hratt við, það tók hann ekki nema
einn til tvo daga að draga þetta
fram. Hann heitir Björn Leví Gunn-
arsson og er þingmaður Pírata.
Hafðu miklar þakkir fyrir, Björn,
og ég vona að mér fyrirgefist að
birta svar þitt án leyfis.
Svar Björns Levís
„Ég spurði um þetta. 1% hækk-
unin er sérstök ákvörðun rík-
isstjórnarinnar, 0,8 viðbótin út af
vanmati á verðlagsþróun síðasta árs
er ný túlkun, sem er mjög jákvæð.
Vandinn er að launaþróun hefur
verið hærri, rúmlega 7% á síðasta
ári.
Það sem er að gerast er: Spá um
verðlagsþróun 2021 var 3,6%, raun-
in varð 4,4. Þarna vantar semsagt
0,8.
Spá um launaþróun 2022 er 3,8
(verðlagsþróun er 3,3) þegar búið er
að bæta við því sem vantar frá síð-
asta ári, þá er hækkunin 4,6%. Svo
bætir ríkisstjórnin 1% við aukalega
umfram skyldu skv. 69. gr. Þetta
væri allt gott og blessað og rétt gert
ef launaþróun 2021 væri lægri en
verðbólga ársins 2021.“
Ég er ekki sammála því hjá Birni
að þarna sé allt rétt gert samkvæmt
69. gr., hvað þá að verið sé að greiða
umfram skyldu 69. gr., heldur lít ég
svo á að Tryggingastofnun skuldi
samkvæmt 69. gr. þar sem skýrt er
kveðið á um að greiða skuli sam-
kvæmt launaþróun ef hún er meiri
en verðlagsþróun, eins og verið hef-
ur í það minnsta í þrjú ár. Maðurinn
sem ræður hefur að mínum dómi
náð að plata þig, Björn, eins og
hann er búinn að gera í mörg ár
gagnvart þinginu. Hvergi er minnst
á í 69. gr. að hægt sé að blanda sam-
an verðlagsþróun og launaþróun til
að fá út einhverja tölu.
Líka stangast þessi túlkun á við
það sem fjármálaráðherra sagði
varðandi fjárlög fyrir árið 2021:
„Það er mat hverju sinni í fjár-
lagagerðinni hvernig taka skuli mið
af launaþróun, en almennt má segja
að gengið sé út frá meðalhækk-
unum í kjarasamningum á almenn-
um vinnumarkaði að teknu tilliti til
þess hvenær hækkanirnar taka
gildi á árinu.“ Þarna er hvergi
minnst á verðlagsþróun eins og gert
er nú, þótt lögum um hækkun bóta
almannatrygginga hafi ekki verið
breytt. Þetta sýnir að gert er nán-
ast það sem mönnum dettur í hug.
Ég lít svo á að TR skuldi mér
þann mismun sem er á launaþróun
sem Hagstofan gefur út eftir ára-
mót hvers árs vegna ársins á undan
og á þeirri ágiskun sem kemur fram
í fjárlagafumvarpi fyrir það ár. Um-
boðsmaður hefur bent á, eins og
fyrr er sagt, að Alþingi þurfi að
bæta vinnubrögðin hvað viðkemur
69. gr. Ekki vantar lögfræðinga á
Alþingi sem ættu að geta undið sér í
þetta, með fjölda aðstoðarmanna að
auki. Líka spurning hvort sá félags-
málaráðherra sem nú situr geti ekki
sett í reglugerð að TR sé gert að
greiða þennan mismun. Reglugerð
hefur verið sett af minna tilefni.
En svo vikið sé að manninum sem
ræður. Ég held að hann sé hvorki
þingmaður né ráðherra.
Hafðu aftur þakkir Björn Leví.
Hver ræður?
Eftir Sigurgeir
Jónsson »Maðurinn sem ræður
hefur verið að plata
þig, Björn, eins og hann
er búinn að gera
gagnvart Alþingi og
jafnvel ráðherrum und-
anfarin ár.
Sigurgeir Jónsson
Höfundur er sjómaður í Suð-
urnesjabæ.
Árið 2009 urðu
landsmenn þeirrar
gæfu aðnjótandi að Al-
þingi samþykkti að
koma á veiðikerfi sem
heimilar hand-
færaveiðar í atvinnu-
skyni án þess að eiga
kvóta. Þeim útgerðum
sem mestar höfðu afla-
heimildirnar mislíkaði
ákvörðunin og bentu á
að verið væri að rýra
þeirra hlut. Í dag er þetta viðhorf
vart að finna nema hjá örfáum að-
ilum. Flestum sem starfa við sjávar-
útveginn er löngu ljóst hversu
strandveiðar hafa auðgað mannlíf,
tilveru og þjónustu hinna dreifðu
byggða. Fjölmargar hafnir fyllast af
smábátum yfir sumarið, þaðan sem
þeir streyma á miðin árla morguns
og landa árangri dagsins síðar sama
dag. Líf og fjör við höfnina. Smábát-
arnir koma inn til löndunar, gestir
og gangandi forvitnast um afla-
brögðin, þar sem sjá má nýveiddan
þorsk baðaðan ís og oftar en ekki
ánægða sjómenn með dagsverkið.
„Takmarkanir“
Veður og fiskgengd á grunnslóð
eru stærstu þættirnir sem takmarka
veiðar með handfærum. Auk þeirra
ákváðu stjórnvöld að stýra því
magni sem veitt yrði með eftirfar-
andi takmörkunum:
. Lengd róðurs að hámarki 14
klukkustundir
. Hámarksafli í hverjum róðri 774
kg af þorski (650 þorskígildi)
. Óheimilt að nota fleiri en fjórar
rúllur við veiðarnar
. Veiðar óheimilar á föstudögum,
laugardögum og sunnudögum
. Róðrafjöldi takmarkaður við 12 í
hverjum mánuði.
Það er ekki á færi allra að stunda
sjómennsku við slíkar takmarkanir
og að sjálfsögðu ekki öllum gefið að
fiska og gera út bát með þeim kostn-
aði sem því fylgir. Það er aftur á
móti greypt í sál fjölmargra þeirra
sem stunda eða stundað hafa fisk-
veiðar að láta drauminn rætast,
kaupa sér smábát og verða sjálf-
stæðir útgerðaraðilar.
„Mikill áhugi og
atvinnusköpun“
672 bátar stunduðu strandveiðar á
liðnu sumri. Alls fóru
þeir í 18 þúsund róðra á
þeim fjórum mánuðum,
maí-ágúst, sem leyfið
til strandveiða nær til.
Hundruð starfa skap-
ast þannig á sjó og hjá
vinnslum og þjón-
ustuaðilum um land
allt.
Áhugi fyrir strand-
veiðum gengur í bylgj-
um eins og í öðrum at-
vinnugreinum. Um
þessar mundir er hann
mikill eins og tölur síðastliðins sum-
ars bera með sér. Karlar og konur á
öllum aldri stunda strandveiðar,
konunum mætti gjarnan fjölga í
stéttinni.
„Tryggja verður 48 daga“
Undanfarin tvö sumur hefur auk
fyrrgreindra takmarkana verið grip-
ið inn í veiðarnar áður en ágúst er
allur. Veiðar voru stöðvaðar 19.
ágúst 2020 og 18. ágúst í ár. Saman
fór góð veiði og gæftir þannig að
heildarafli náði því magni sem ætlað
var til veiðanna. Þessu verður að
breyta svo jafnræðis verði gætt. Öll-
um, hvar á landinu sem þeir gera út,
þarf að tryggja 48 daga á strand-
veiðum, 12 í hverjum mánuði.
„Ímyndin“
Ímynd sjávarútvegs á Íslandi
væri heldur fátækleg ef öflugrar
smábátaútgerðar nyti ekki við. Hér
væru að öðrum kosti örfá skip sem
veiddu allt það sem heimilt væri að
taka úr auðlindinni hverju sinni.
Slíkt umhverfi, sem sumir segja
bestu hagfræðina, hagræðinguna,
má aldrei líta dagsins ljós.
Öflug útgerð smábáta er tákn um
heilbrigðan sjávarútveg.
Strandveiðar
gulls ígildi fyrir
sjávarútveginn
Eftir Örn Pálsson
»… greypt í sál
fjölmargra þeirra
sem stunda eða stundað
hafa fiskveiðar að láta
drauminn rætast,
kaupa sér smábát
og verða sjálfstæðir
útgerðaraðilar.
Örn Pálsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
orn@smabatar.is
SMARTLAND