Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 55

Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 ✝ Kristjana fædd- ist í Haust- húsum á Hellissandi 13. desember 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu Skóg- arbæ 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Krist- jönu voru þau Sig- ríður Kristinsdóttir, fædd 20. desember 1900 í Bröttuhlíð á Rauðasandi, dáin í Hafnarfirði 14. október 1986 og Finnbogi Kristjánsson, fæddur í Nýjubúð á Hellissandi 1. desember 1896, dáinn í Stykk- ishólmi 18. desember 1942. Systkini Kristjönu eru Krist- ján Guðbjörn, fæddur 7. sept- ember 1929, dáinn 6. apríl 1937 og Petrea Gróa Finnbogadóttir, fædd 10. júní 1931. Kristjana giftist Einari G. Guðlaugssyni 30. desember 1950. Einar var fæddur að Búð- um í Hlöðuvík 3. október 1916, eru a) Einar Páll, maki Heiðrún Erika Guðmundsdóttir og eiga þau 2 börn. b) Arnar, maki Karit- as Eiðsdóttir og eiga þau 2 börn. c) Valur, maki Helga Hilm- arsdóttir og eiga þau 1 barn. 5) Margrét Bára, fædd 3. febrúar 1956, gift Stefáni Þ Ingólfssyni, f. 1951. Börn þeirra eru a) Kol- brún, maki Arnar Agnarsson og eiga þau 3 börn. b) Lára Kristín, maki Hjalti Óskarsson og eiga þau 2 börn. c) Stefán Einar. Kristjana ólst upp á Hellis- sandi til 17 ára aldurs og vann frá ungum aldri við bæði fisk- vinnslu og heimilisaðstoð. Hún flutti þá til Reykjavíkur og vann hin ýmsu störf, en var lengst af heimavinnandi eftir að þau Ein- ar hófu búskap og á meðan börn- in uxu úr grasi. Vann þá við heimilishjálp í Reykjavík í nokk- ur ár, síðan á Elliheimilinu Grund og Hrafnistu, þar til hún varð að láta af störfum vegna veikinda. Kristjana og Einar fluttu oft á milli staða í gegnum árin, en síðustu 6 árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Skógarbæ í Árskógum Reykja- vík. Útför hennar fór fram frá Grafarvogskirkju 9. desember 2021. dáinn í Reykjavík 3. október 2000. Börn þeirra: 1) Finnbogi Þórsson, sonur Kristjönu, f. 10.8. 1947, kvæntur Unni Rós Jóhann- esdóttur, f. 1953. Barn þeirra er Kristjana Margrét og á hún 3 börn. 2) Ingibjörg, fædd 13. mars 1950, gift Tom Granerud, þau eru búsett í Nor- egi. Börn þeirra eru a) Leif Ein- ar, maki Jeanine Granerud og eiga þau 2 börn. b) Thomas Kristján, maki Pia Skogheim. 3) Grímur Thomsen, f. 1951, kvæntur Önnu Rós Jóhann- esdóttur, f. 1954. Börn þeirra eru a) Fanný Ósk, maki Ágúst Ágústsson og eiga þau 3 börn. b) Sigurður Helgi, hann á 2 börn. c) Grímur Ingi. 4) Guðlaugur, fæddur 6. nóvember 1953, kvæntur Jakobínu Hrund Ein- arsdóttur, f. 1955. Börn þeirra Við systur kveðjum nú móður okkar sem lést á 94. aldursári. Hún fæddist á Hellissandi, Snæ- fellsnesi og var elst þriggja systkina. Það má með sanni segja að hún hafi lifað tímana tvenna og breytingar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Mamma kom til Reykjavíkur aðeins 17 ára gömul og var svo heppin að fá inni hjá móðursystur sinni Önnu Kristinsdóttur. Mamma vann hin ýmsu störf eins og á matsölustaðnum Heitt og Kalt í Hafnarstræti og við heim- ilisaðstoð. Hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 1947 og í fram- haldinu var hún í vist á hinum ýmsu heimilum þar sem hún mátti hafa barnið með sér. Hún fékk sem dæmi starf á bæ í Mos- fellssveit þar sem hún þurfti að þvo allan þvott í höndunum í bæj- arlæknum, sem ekki hefur verið auðveld vinna. Hún var svo hepp- in að fá seinna vist hjá góðum hjónum á Njarðargötunni, þar sem hún hitti pabba. Pabbi var frændi húsmóðurinnar og hann og bræður hans komu oft í heim- sókn þangað. Þau giftu sig árið 1950. Það var mikill húsnæðis- skortur í Reykjavík á þessum tíma og erfitt að fá hentugt hús- næði. Þau bjuggu t.d. í lélegum sumarbústað í nágrenni við Rauðavatn með 2 lítil börn í smá tíma, mamma sagði að músa- gangurinn hefði verið verstur. Mamma var hörkudugleg kona, hún bakaði allt til heimilis- ins og saumaði mikið af þeim föt- um sem við klæddumst og þurfti yfirleitt að þvo þau í eldhúsvask- inum á kvöldin og hengja þau upp á snúru yfir kolaofninum. Þegar við áttum heima í Höfðaborginni minnist eldri systirin þess að mamma þurfti að fara með þvott- inn í þvottahúsið sem var sameig- inlegt fyrir mörg hús í Höfða- borginni og var niður við Borgartún. Þar voru stórir suðu- pottar á kolaofnum, þar sem tauið var sett ofan í vatn og látið sjóða. Konurnar þurftu að standa á stólum og hræra í með stórum spaða. Svo var tauið sett í bala, skolað með köldu vatni og síðan undið í höndunum. Mamma tók balann með blautum þvotti og arkaði af stað heim með balann á annarri mjöðminni og leiddi dótt- ur sína í hinni komin átta mánuði á leið, í frosti og snjó. Við systkinin þekktum alls ekki hugtakið „lyklabörn“ því mamma var alltaf heima sem var ljúft. Þegar við vorum eldri fór mamma að vinna á Elliheimilinu Grund og seinna á Hrafnistu þar til hún þurfti að láta af störfum vegna heilsubrests. Mamma elsk- aði að ferðast um landið og sunnudagsbíltúrinn gat þess vegna endað á Kirkjubæjar- klaustri. En í þessum ferðum var líka fræðst um hitt og þetta sem hafði skeð á svæðinu allt frá vík- ingum til nútímaatburða. Mamma var líka óspör á að segja okkur frá hinum þessum draug- um og skottum sem gerðu alls- konar hluti af sér. Þegar elsta dóttirin flutti til Noregs fór mamma oft að heim- sækja hana og fékk tækifæri til að ferðast og fræðast um landið. Síðustu ár sín dvaldi hún á Skóg- arbæ en hafði ekki heilsu til að ferðast meira og það var helst það sem hún saknaði að geta ekki. Að leiðarlokum biðjum við Guð að varðveita og blessa minn- inguna um góða móður. Ingibjörg og Margrét Bára. Kristjana Margrét Finnbogadóttir Elsku pabbi minn, það er skrýt- ið til þess að hugsa að þú sért farinn í þína hinstu för. Þessa síðustu daga þegar vitað var í hvað stefndi kallaði hugurinn stanslaust fram minn- ingarbrot tengdum þér sem var í senn angurvært og hugljúft. Minningar tengdar þér eru óneitanlega margar tengdar fót- boltanum því hann var þitt líf og yndi. Þú varst alltaf með teikn- ingar af fótboltavelli innan seil- ingar þar sem þú varst stöðugt að skipuleggja næstu skref fyrir liðin þín og ég fylgdist oft með þér í þessum pælingum. Þessi elja, ástríða og kappsemi varð til þess að þú náðir frábærum árangri á þínu sviði sem þú fékkst síðar viðurkenningu á og varst gerður að heiðursfélaga hjá þínum uppeldisfélagi Vík- ingi. Ég smitaðist aldrei af boltabakteríunni en þegar ég kom að öðrum íþróttum varst þú alltaf með góð ráð á taktein- um bæði fyrir mig og svo seinna fyrir barnabörnin og þú fylgdist alltaf vel með iðkun þeirra og framförum. Það klikkaði svo ekki að þegar ég hélt veislur fyrir stærri atburðina í lífi okk- ar fjölskyldunnar gerðir þú þér alltaf far um að standa upp og flytja tölu um hvað þú varst stoltur af okkur, það þótti mér undurvænt um. Þú hafðir mikla persónutöfra, varst viðkunnan- legur og ræðinn og alltaf stutt í húmorinn. „Ert þú í boltanum?“ var setning sem þú sagðir ósjaldan í gegnum lífið, en hún var þér líka afar gagnleg hin síðari ár því hún var þín leið til þess að draga fram upplýsingar hjá fólki í aðstæðum þar sem þú varst óöruggur eins og lækn- irinn þinn benti réttilega á. Það var augljóst að þú náðir að snerta hjörtu fólks og koma á tengslum hvar sem þú varst og mörgum þótti greinilega vænt um þig. Það sást hvað skýrast hjá því frábæra fólki sem ann- aðist þig með einstakri alúð og umhyggju síðustu mánuðina á Eggert Kr. Jóhannesson ✝ Eggert Krist- inn Jóhann- esson fæddist 2. mars 1938. Hann lést 5. nóvember 2021. Útför Eggerts fór fram 19. nóv- ember 2021. heimili þínu í Mörk. Þetta síðasta ár fékk ég þó á vissan hátt að kynnast þér upp á nýtt og við áttum dýrmætar stundir saman, stundir sem við átt- um bara tvö ein í næði sem hafði sjaldan gefist und- anfarin ár. Þú veittir mér innsýn í fortíðina og sagðir mér skemmtilegar sögur af þér sem barni og einnig hvernig ýmsir erfiðir atburðir í æsku mótuðu þig. Þú settir auk þess marga atburði og persónur úr okkar sameiginlegu fortíð í samhengi og staðfestir margt sem ég þurfti að vita. Eftir því sem sjúkdómurinn þinn ágerðist fór- um við að flakka meira um í tíma og rúmi og fórum í mörg ævintýraleg ferðalög saman. Síðasta æviárið þitt reyndist þér og okkur sem að þér stóðum afar þungbært fyrir margra hluta sakir. Sjúkdómurinn þinn gerðist æ ágengari sem tók að vissu leyti frá okkur manninn sem við þekktum. Þú upplifðir einnig mikið ranglæti sem hvíldi þungt á þér og þú hafðir þörf fyrir að tjá þig um í hverri heimsókn, en varst þakklátur fyrir hvert skref sem við unnum í þína þágu. Í öllu myrkri er samt alltaf ljós og þú gafst mér þá dýrmætu gjöf að kynnast tveimur af systkinum mínum á dýpri og innilegri hátt en ég hefði gert undir venjulegum kringumstæðum. Ég sé þig og þinn karakter endurspeglast í þeim báðum og þannig lifir þú áfram með okkur og í hjörtum okkar. Ég ætla að enda þetta með broti úr ljóðinu „Tár“ frá vini og ljóðskáldi úr tengdafjölskyld- unni minni, manni sem ég veit að þú hafðir miklar mætur á: Það er svo sárt að sakna en það er svo gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson) Bryndís Erla. Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesaminningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Árið 1992 eignað- ist ég vinkonu sem í gegnum 30 ára vin- skap hefur verið minn helsti stuðningsmaður og gagnrýnandi í lífinu. Svo ólíkar, en samt líkar. Hún þekkti hverja einustu taug í mér, það var allt rætt, hlegið og grátið. Oft langt í burtu hvor frá annarri en samt svo nærri. Vinskapurinn er ómetanlegur. Ég er stútfull af sorg og þakklæti. Elsku perlan mín, takk fyrir samfylgdina, hláturinn, fyrir sam- ræðurnar, gagnrýnina. Takk fyrir væntumþykjuna, kærleikann, fyrir gleðina, húmor- inn. Hallfríður Gunnarsdóttir ✝ Hallfríður Gunnarsdóttir fæddist 23. júní 1972. Hún lést 7. desember 2021. Útför Hallfríðar var gerð 16. desem- ber 2021. Takk fyrir traust- ið, einlægnina, hjálp- semina, fyrir hrósin. Umfram allt, takk fyrir að velja mig sem vinkonu. Ég elska þig. Þú færð aldrei að gleyma þegar ferðu á stjá. Þú átt hvergi heima nema veginum á. Með angur í hjarta og dirfskunnar móð þú ferð þína eigin ótroðnu slóð Vegbúi, sestu mér hjá. Segðu mér sögur já, segðu mér frá. Þú áttir von, nú er vonin farin á brott flogin í veg. (KK) Þín vinkona, Saldís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.