Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
✝
Þráinn Þór
Þórarinsson
sjómaður fæddist 6.
nóvember 1965 á
Akranesi. Hann lést
14. desember 2021
á Landspítalanum.
Hann var sonur
Þórarins Guð-
mundssonar, d. 6.
júlí 2006, og Huldu
Óskarsdóttur.
Þráinn var
yngstur fjögurra systkina, þau
eru Kolbrún Ósk, Sigríður og
Magný Guðmunda.
Sambýliskona Þráins var
Berglind Guðmundsdóttir. Dæt-
ur þeirra eru: 1) Kolbrún Hrund,
f. 27.4. 1986, maki
Jökull Harðarson,
synir Ísak Orri Al-
freðsson, Aron Örn
Guðmundsson og
Hilmir Hrafn Jök-
ulsson. 2) Þórdís
Þöll, f. 8.2. 1991,
maki Árni Snær
Ólafsson, sonur
þeirra Emil Snær.
3) Særós Ýr, f. 21.8.
1994, dóttir hennar
Katrín Efemía Barkardóttir.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 23. desember
2021, klukkan 11.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Oft er snögglega sköpum skipt,
skuggarnir sólu hylja …
Elsku besti Þráinn minn. Það
er ótrúlega óraunverulegt og
þyngra en tárum taki að sitja hér
og skrifa minningargrein um þig,
það er allt svo öfugt við það.
Þú varst yngsta barnið mitt og
áttir þrjár eldri systur. Það var
sannarlega mikil gleði í fjölskyld-
unni þegar þú fæddist, þú varðst
strax augasteinninn okkar allra og
loksins kom strákur.
Þú varst glaðvært og tápmikið
barn og á bernskuárum voru
áhugamálin mörg, það komu alls
konar tímabil, það voru auðvitað
fótbolti, dúfnarækt, mótorhjóla-
tímabil, bryggjuveiðar og fleira.
Þú heillaðist mjög ungur af haf-
inu og sjómennskan varð þitt ævi-
starf. Þú varst harðduglegur, elju-
samur og fylginn þér alla tíð.
Sannkölluð aflakló varstu.
Margs er að minnast og allar
mínar minningar um þig eru dýr-
mætar. Þakka þér elsku vinur fyr-
ir að vera alltaf til staðar fyrir mig
í blíðu og stríðu. Þakka þér fyrir
að vera besti vinur minn. Þakka
þér fyrir alla hjartagæskuna og
þína ríku réttlætiskennd og fyrir
að standa alltaf með þeim sem
minna máttu sín. Takk fyrir að
vera svona mikill dýravinur. Þú
elskaðir lífið og náttúruna. Veiði-
vötn voru þér einkar kær staður
ásamt Eyktarási og nýbyggða fal-
lega heimilinu ykkar Beggu sem
reis á ótrúlega skömmum tíma.
Það dýrmætasta af öllu sem þú
áttir var fjölskyldan þín sem þú
elskaðir mest af öllu og gerðir allt
sem þú gast fyrir.
Elsku hugrakka Begga mín,
Kolla, Þórdís, Særós og litlu afa-
börnin. Harmur ykkar er svo sár
að engin orð geta huggað. Ég bið
þess og óska að aftur birti og sorg-
arskýjum létti. Allt er svo litlaust
án hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka þér
fyrir lífið þitt og öll þín gengnu
spor, elsku Þráinn minn. Þú verð-
ur alltaf í hjarta mínu.
Ég horfi út á hafið
það hylur þokan grá
og aldrei, aldrei framar
þig aftur fæ að sjá.
Sigldu heill í höfn, kæri sonur
minn.
Þín
mamma.
Ég trúi því ekki að ég sitji hér
og skrifi minningarorð um þig
elsku Þráinn minn. Þú varst svo
hraustur og fullur af lífi fyrir fáum
dögum. Hvernig gat þetta gerst?
Allt í einu farinn frá okkur. Lífið
er oft svo ósanngjarnt og mis-
kunnarlaust. Ég var 10 ára þegar
þú fæddist. Þvílík spenna fyrir
þrjár systur að fá lítinn bróður. Þú
varst skapgott og þægilegt barn,
komst vel frá unglingsárunum og
fórst snemma að hjálpa við verk-
efni sem þér voru falin, ekki hár í
loftinu þegar þú vildir fara með
pabba á sjóinn og ljóst að þangað
stefndi hugurinn. Sjómannslífið
heillaði enda varstu farsæll og
fiskinn skipstjóri, útskrifaður frá
pabba á Skipaskaga. Þú varst ein-
staklega vinnusamur og ósérhlíf-
inn og ávallt tilbúinn að hjálpa öll-
um þótt þú hefðir nóg að gera. Þú
varst sannarlega vinur vina þinna.
Ungur hittir þú Beggu þína og
fóruð þið fljótt að búa á Sand-
abraut, ykkar fyrsta heimili.
Seinna festuð þið kaup á stærri
eign enda stækkandi fjölskylda.
Á árinu keyptuð þið ykkur fok-
helt hús og hafið unnið sleitulaust í
sumar að því að koma ykkur inn í
fallega húsið ykkar þar sem þið
ætluðuð að vera um ókomin ár. Þú
fékkst ekki langan tíma til að
njóta þess. Sumarbústaðurinn
Eyktarás var líka eitt af áhuga-
málum þínum. Búinn að byggja
fallegan sólskála og varst með
miklar væntingar þar. Fjölskyld-
an var þér mjög mikilvæg enda
stoltur af fallegu dætrum þínum
og barnabörnum sem eru nú orðin
fimm.
Áhugamál þín voru mörg sem
þú stundaðir hvenær sem færi
gafst. Stangveiði, skotveiði og það
nýjasta garðrækt. Veiðivötn voru í
uppáhaldi og ár hvert fóruð þið
Begga þangað, oft með dætur og
fjölskyldur. Þú varst að gera ýms-
ar tilraunir með ræktun berja-
trjáa og afklippur sem þú ætlaðir
að planta í Eyktarási þaðan sem
við öll fjölskyldan eigum svo góðar
minningar. Nú líður senn að ára-
mótum sem var þinn uppáhalds-
tími. Þau hélstu alltaf á sérstakan
hátt; bauðst í villibráðarveislu, til-
reidda og verkaða af þér og þín-
um, ásamt mörgum öðrum kræs-
ingum. Þá var árið kvatt með
þvílíkum stæl og ekkert til sparað.
Ég man þegar ég kom í fyrsta
skiptið til að fagna með ykkur.
Mér stóð ekki á sama. Dæturnar
og Begga gáfu þér ekkert eftir í
skotgleðinni. Það verður erfitt fyr-
ir litlu fjölskylduna að hafa þig
ekki með.
Þú varst töffari að eðlisfari
þrátt fyrir að vita það ekki. Mér
fannst svo gaman að fylgjast með
þér á feisinu þar sem þú hafðir
einstaka kímnigáfu og gerðir grín
að sjálfum þér og lést gullkornin
flakka. Síðasta færslan þín þar var
þegar þú varst að koma með bát-
inn upp á Skaga. Þar skrifaðir þú
heim og kvaddir Siglufjörð með
þökkum. Það var erfitt að lesa og
hugsa að þú værir farinn. Þú varst
límið á milli okkar, þú sem hringd-
ir í mig og sagðir: síminn virkar í
báðar áttir og kvaddir með orð-
unum: þú veist að ég elska þig.
Með þeim orðum vil ég kveðja þig.
Ég elska þig elsku Þráinn minn.
Takk fyrir allt.
Elsku Begga, Kolbrún, Þórdís,
Særós, barnabörn, mamma mín
og aðrir fjölskyldumeðlimir. Orð
mega sín lítils á svona stundu.
Megi allar góðir vættir umvefja
ykkur, styrkja og styðja.
Þín systir,
Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir.
Elsku Þráinn minn. Mig langar
að skrifa til þín nokkur orð. Mér
eru efst í huga fallegu orðin þín
sem þú sagðir við mig um hana
Beggu þína. Þú sagðir: Begga er
Þráinn Þór
Þórarinsson
Elsku amma er
fallin frá. Stoð okk-
ar og stytta í óút-
reiknanlegu lífi. Hún var alltaf
„stranga amma“ í augum mín-
um sem barn og unglingur en
síðar meir áttaði ég mig á því
hve stóran þátt hennar lífsregl-
ur og ráð áttu í mínu uppeldi –
og það á við um fleiri en mig.
Amma hætti aldrei að vera
kennari þótt hún hafi látið af
störfum í Ölduselsskóla árið
1997. Amma kenndi okkur
barnabörnunum alla ævi – ekki
bara þegar kom að heimavinn-
unni heldur líka þegar kom að
því að kenna okkur að vera al-
mennilegar manneskjur. Hún
sat yfir kennslubókunum í ís-
lensku með mér þegar ég flutti
til landsins 15 ára gömul og
kunni varla að beygja orðið
hestur. Hún sat yfir mér á með-
an ég reyndi að ná hinum nem-
endunum í dönsku. Og það var
amma sem hélt utan um okkur
Ninnu systur þegar við bjugg-
um saman tvær, 19 og 15 ára, á
Íslandi þegar fjölskyldan flutti
út. Hún lagði okkur lífsregl-
urnar en studdi okkur líka.
Amma var kletturinn í tilver-
unni.
Þegar ég var barn kenndi
hún mér að fara með bænir á
hverju kvöldi – og þótt ég hafi
hætt að fara með bænirnar
stendur það eftir að af og til er
gott að telja upp það sem mað-
ur er þakklátur fyrir. Ég vil
nýta tækifærið og skrifa: Ég er
þakklát fyrir ömmu. Fyrir tím-
ann sem við fengum saman,
Guðfinna Kristín
Kristjánsdóttir
✝
Guðfinna
Kristín Krist-
jánsdóttir (Ninna)
fæddist 17. maí
1931. Hún lést 15.
desember 2021.
Útför hennar fór
fram 22. desember
2021.
fjölskylduna sem
hún batt saman,
ástina og umhyggj-
una sem komu ekki
fram bara í orðum
heldur gjörðum.
Hún studdi við
börnin sín, tengda-
dætur og barna-
börnin – og þess
vegna var svo gott
að við gátum stutt
hana bara örlítið til
baka þessi síðustu ár og mán-
uði.
Kvöldið áður en amma lagð-
ist inn á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi gaf hún mér
bók sem hún hafði sjálf fengið
að gjöf, fyrir frammistöðu í
móðurmálinu í Núpsskóla vet-
urinn 1945-’46. Bókin inniheld-
ur ljóðmæli Jónasar Hallgríms-
sonar og hafði hún sjálf merkt
X við eitt kvæði úr Vísum Ís-
lendinga. Amma vissi alltaf best
og því er viðeigandi að birta
kvæðið sem lýsir tilfinningum
síðustu daga og vikna svo vel –
og sem ég held að hún hafi vilj-
að koma áfram til þeirra sem
nú syrgja hana.
Það er svo tæpt að trúa heimsins
glaumi,
því táradaggir falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á tímans
straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt.
Því er oss bezt að forðast raup og
reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
Takk elsku amma fyrir allt
sem þú hefur kennt mér, fyrir
stuðninginn, ástina og um-
hyggjuna sem þú hefur veitt
okkur barnabörnunum og fjöl-
skyldum okkar. Þú hefur sett
svip þinn á líf okkar og margra
annarra, og fyrir þig erum við
ævinlega þakklát.
Ragna Sigurðardóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR,
lést í Svíþjóð þriðjudaginn 23. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðvarður Jakobsson
Sigurður Jakobsson
og fjölskyldur
Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN STEINARSDÓTTIR,
Boðagranda 2,
lést fimmtudaginn 16. desember.
Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 28. desember klukkan 13. Gestir vinsamlegast
framvísi gildu hraðprófi.
Steinar Guðnason Jóhanna Runólfsdóttir
Guðni Steinarsson Hildur Margrét Nielsen
Ægir Steinarsson Ása Þórdís Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Steinunn, Hugrún Anna og Elín Fanney
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓÐINN ERNIS SIGVALDASON,
Hátúni 10b, Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 3. desember.
Útför hefur farið fram.
Samúel Torfinn Óðinsson
Leó Linder Óðinsson Cecilie Linder Óðinsson
Bjarki Ernis Óðinsson Nazima Kristín Tamimi
Ásta Linder Leósdóttir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR
frá Krossum í Staðarsveit,
lést á Hrafnistu við Sléttuveg fimmtudaginn
16. desember. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 30.
desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ástvinir viðstadddir.
Streymt verður frá athöfninni á www.laef.is.
Ástríður Eggertsdóttir Skúli Þórðarson
Ragnheiður Skúladóttir
Þórður Skúlason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR JÓNSSON
vörubílstjóri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
föstudaginn 17. desember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28.
desember klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana verða
aðeins hans nánustu viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá
athöfninni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju.
Helga Eyjólfsdóttir
G. Ómar Pétursson Björk Pálmadóttir
Jón Pétursson Kolbrún Ævarsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EGILL SKÚLI INGIBERGSSON
verkfræðingur,
lést miðvikudaginn 22. desember
á líknardeild Landspítalans.
Útförin auglýst síðar.
Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson
Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson
Inga Margrét Skúladóttir Ólafur Björnsson
Davíð Skúlason Fanney Dóra Hrafnkelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn