Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 57
æskuástin mín, hún er mamma
barnanna okkar og amma barna-
barnanna okkar en hún er mér
svo miklu, miklu meira en það.
Hún er sálufélagi minn og besti
vinur minn.
Ég kveð þig elsku Þráinn minn,
þú ert og verður alltaf bróðir
minn.
Ástvinum öllum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hafið bláa hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur;
bíða mín þar æsku draumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Brunaðu nú bátur minn,
svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Þín
Magný (Magga) systir.
Elsku besti frændi minn í öll-
um heiminum.
Mig langar að minnast þín og
þakka þér allt það sem þú hefur
verið mér í gegnum tíðina. Það er
svo erfitt því orðin eru svo fátæk-
leg og þau ná ekki utan um það
sem ég vil segja.
Þú varst svo mikið meira en
„bara“ frændi minn. Ég var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að alast
að miklu leyti upp í kringum þig,
bæði hjá ömmu og afa en líka hjá
þér, Beggu og stelpunum sem
mér hefur alltaf fundist ég eiga
svo mikið í. Þetta er svo ósann-
gjarnt og sárt, að maður sem elsk-
aði lífið og fólkið sitt eins og þú
gerðir sé hrifsaður burt á besta
aldri. Sumt fær maður aldrei skil-
ið.
Ég stend í eilífri þakkarskuld
við þig þegar kemur að ýmiss
konar ráðgjöf í gegnum tíðina,
sérstaklega hvað snertir skrítin
ljós í mælaborðinu eða furðuleg
hljóð í bílunum. Þá var það fyrsta
að heyra í þér yfir hafið og alltaf
var greiningin rétt: „Þetta er al-
ternatorinn, Kristín.“ Eða: „Það
er greinilega kominn tími á
bremsuborðana, bílaböðull.“ Þú
kenndir mér í gegnum símann að
gera waldorfsalat og sósu frá
grunni og einhverra hluta vegna
tókstu óumbeðinn (ok, grátum-
beðinn) að þér að fara með mér í
æfingaakstur! Stóri, sterki frændi
minn sem fram að því hló framan í
hætturnar þeystist náfölur um
borg og bæ með mig við stýrið, oft
í viku í marga mánuði. Þrautseigj-
an í einum manni. Eftir á að
hyggja hefur þú örugglega gert
þetta fyrir ömmu (til að forða
henni sjálfri frá þessu hlutverki)
en þó örugglega vegna þess að
hún hefur beðið þig og aldrei
sagðir þú nei við hana. Þið voruð
svo náin, stóðuð saman í lífsins
ólgusjó og alla tíð einkenndist
samband ykkar af svo miklum
kærleik og vináttu. Missir ömmu
er mikill. Missir allra sem þekktu
þig er mikill.
Frá því að ég man eftir mér
hefur þú alltaf verið mesti töffari í
heimi. Þú sendir mig eitt sinn
fimm ára gamla út í Skaganesti að
kaupa fyrir þig Camel. Ég fékk
seðil í hendur og mátti kaupa
nammi fyrir afganginn. Ég
gleymi ekki svipnum á þér þegar
ég sneri heim með kanilstauk
(camel/kanil … poteito potato) og
fullan poka af nammi. Besti
frændi í heimi.
Ég var bara lítil skotta þegar
þið Begga leyfðuð mér að passa
Kolbrúnu, fara með hana einn
Sandabrautarhring í vagninum.
Ég sveif hringinn af monti og
stolti og frá þeirri stundu var ég
sjálfkjörin barnapía allra stelpn-
anna ykkar.
Þú baðst mig eitt sinn um að
passa upp á stelpurnar þínar og
vera til staðar fyrir þær þegar
þær voru að sigla inn á unglings-
árin. Ég vona að ég hafi staðið
mig í því og ég vona að þið Begga
hafið vitað hversu dýrmæt þið tvö
og fjölskyldan ykkar hefur alltaf
verið mér. Ég vildi að ég gæti
deyft þessa óbærilegu sorg sem
fólkið þitt er að ganga í gegnum,
að missa þig – sem ert ómissandi.
Takk fyrir allt og allt elsku Þrá-
inn.
Elsku amma, Begga, Kolbrún,
Þórdís og Særós. Elsku Katrín
afastelpa og elsku afastrákarnir.
Ég samhryggist ykkur af öllu
hjarta.
Þú, sem eldinn átt í hjarta,
yljar, lýsir, þó þú deyir.
Vald þitt eykst og vonir skarta,
verk þín tala, þótt þú þegir.
Alltaf sjá menn bjarmann bjarta
blika gegnum húmsins tjöld.
(Davíð Stefánsson)
Kristín Edda.
Elsku fallegi og frábæri frændi
minn. Það er svo sárt að sitja hér
og reyna að finna einhver fátæk-
leg orð til að kveðja þig. Ég leit
alltaf upp til þín. Fannst þú svo
mikill töffari. Þegar ég var í heim-
sókn hjá ömmu og afa á Skaga-
brautinni stalst ég stundum inn í
herbergið þitt til að skoða öll flottu
Kiss-plakötin á veggjunum.
Seinna flissaði ég að því þegar þið
Begga voruð að byrja saman, allt-
af að kyssast, passaði Kollu á
Sandabrautinni á meðan þið voruð
í vinnunni. Þið eigið það sameig-
inlegt að hafa alltaf verið óskap-
lega dugleg til vinnu.
Þú naust þín í mannfögnuðum
og varst mikill partígaur. Minnis-
stæðast af einu slíku hjá mér var á
ættarmóti á Hólmavík, þú að taka
lag með Pöpum eins og þér einum
var lagið. Ég hugsa alltaf til þín
þegar ég heyri þetta lag og það
hefur glumið í höfðinu á mér síð-
ustu daga.
Við hringdumst stundum á og
spjölluðum þá lengi um allt milli
himins og jarðar. Síðasta símtal
okkar var í sumar, þá var ég alltaf
á leiðinni að skoða allt það sem þú
varst búinn að vera að gera og
græja í Eyktarásnum. Tilefni sím-
talsins var eitthvert snappið sem
ég hafði séð frá þér úti á Þing-
vallavatni að mokveiða með Aroni,
afastráknum þínum.
Ég veit að þú varst óendanlega
stoltur af dætrum þínum og
barnabörnum og yfir þig ástfang-
inn af Beggu þinni og þú skilur
eftir stórt skarð en einnig mikið
ríkidæmi í afkomendum þínum.
Mamma sendi mér skilaboð um
snögg veikindi þín á mánudags-
morgun. Á þriðjudaginn varstu
farinn. Síðustu dagar hafa verið
daprir. Þinn tími var ekki kominn
en þú ert samt farinn í síðustu
siglinguna. Góða ferð elsku Þrá-
inn minn.
Elsku Begga, Kolla, Þórdís,
Særós og fjölskyldur. Elsku
amma mín. Megið þið öðlast styrk
til að takast á við ykkar missi.
Þín frænka,
Harpa Björg Sævarsdóttir.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Elsku Þráinn, orð mín eru fá-
tækleg á svona stundu en ég vil fá
að kveðja þig á prenti. Þakka þér
fyrir viðkynnin og það sem þú lit-
aðir líf mitt.
Mér finnst ég heyra þig segja
við mig „þú passar Beggu“, heyri
tóntegundina og áhersluna sem
þú setur í orðin.
Þú veist að það er fullt af fólki
sem heldur utan um Beggu þína,
stelpurnar og elsku barnabörnin
þín. Missir þeirra er mikill.
Elsku Begga mín, Kolbrún,
Þórdís, Særós, Ísak, Aron, Katrín,
Hilmir, Emil, Jökull, Árni, Hulda
og aðrir ástvinir. Guð gefi ykkur
styrk í sorginni. Allar fallegu
minningarnar lifi með ykkur.
Elsku Þráinn, góða ferð.
Kveðja
Sonja.
Í dag kveðjum við hjartkæran
mág, svila og vin sem þurfti að
lúta í lægra haldi í baráttu við afar
snörp veikindi. Við sem elskuðum
hann sitjum eftir ráðvillt með
dapran hug og hjarta og reynum
að meðtaka þessa nýju heimssýn
okkar.
Þráinn var góður maður og ein-
staklega skemmtilegur, hann var
ósérhlífinn, harðduglegur, var
alltaf boðinn og búinn til aðstoðar
ef hennar var einhvers staðar þörf
en var ekki eins duglegur að
þiggja aðstoð sjálfur. Þráinn var
töffari af allra bestu gerð, með
harða skel en mjúkur sem sykurp-
úði hið innra.
Það er eiginlega ekki hægt að
sitja og skrifa minningarorð um
Þráin, það er svo langt því frá að
vera tímabært. En minningarnar
streyma samt fram, minningar
um ferðalög innanlands og utan
sem voru alltof fá og áttu eftir að
verða svo miklu fleiri. Minnis-
stæðar eru stórfjölskylduferðirn-
ar til Tenerife – sem urðu þó ekki
nema tvær. Þar lék Þráinn á als
oddi, var hrókur alls fagnaðar og
það er nokkuð ljóst að sölumenn-
irnir á Tene munu gráta Þráin
með okkur.
Þráinn sýndi á sér nýjar hliðar
síðustu misserin, ekki bara að
hann hafi riggað upp húsi fyrir
elsku Beggu sína heldur var hann
á góðri leið með að verða vinsæl-
asti snapparinn í fjölskyldunni og
þó víðar væri leitað. Hann átti ein-
staklega auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar á tilverunni og
var sögumaður af guðs náð þegar
hann tók sig til.
Þráinn var mikill náttúrumað-
ur, hann undi sér best við veiðar
hvort sem var sem aflasæll skip-
stjóri á línubát, sem fengsæll
veiðimaður með stöng í hönd, ekki
hvað síst í Veiðivötnum og á Þing-
vallavatni, eða á skytteríi. Þráinn
var eins og fjallageit hlaupandi
upp og niður heiðar, Viktor reyndi
stundum að fylgja honum eftir en
varð alltaf að játa sig sigraðan –
Þráinn átti þá til að staldra við og
gala: Viktor, ertu nokkuð að drep-
ast? Svo hélt hann áfram að eltast
við gæs eða rjúpu án þess að blása
úr nös.
Fyrst og fremst var hann Þrá-
inn samt fjölskyldumaður, hann
elskaði Beggu sína og lífið sem
þau voru búin að skapa sér saman.
Þráinn var stelpunum sínum alla
tíð ómetanleg stoð og stuðningur,
hann var góður tengdafaðir og
einstakur afi allra barnabarnanna.
Móður sinni reyndist hann vel og
var natinn sonur. Þeirra er sorgin
og söknuðurinn allra mestur.
Við Viktor þökkum samfylgd-
ina og vináttuna sem aldrei hefur
brugðið skugga á. Farðu í friði,
kæri Þráinn, minning þín lifir í
hugum okkar og við munum passa
upp á fólkið þitt.
Þangað til næst, elsku Þráinn.
Íris og Viktor.
Í dag kveð ég minn æsku- og
besta vin, hann Þráin Þór Þórar-
insson. Við höfum verið vinir síðan
ég var fimm ára eða síðan 1971.
Við eigum margar góðar minning-
ar saman, eins og þegar Dúdó
heitinn (Þórarinn, faðir Þráins)
fór með okkur í mörg ævintýrin.
Það var farið í Svínadalinn á sleða
með segli á Svínadalsvatn á vetr-
artímum, veiðiferðir á ýmsa staði
og svo var verið að leika sér dag-
inn út og inn; smíða dúfnakofa og
rækta dúfur. Allt svo skemmtilegt
með honum Þráni. Svo þegar
Dúdó fór í siglingar til útlanda að
selja fisk þá kom hann alltaf heim
með gjafir og fengum við vinirnir
alltaf eins frá honum. Ég fékk oft
að gista heima hjá Þráni – við átt-
um að fara snemma að sofa, en
þegar góð mynd var í sjónvarpinu
þá skriðum við fram úr og reynd-
um að horfa á myndina, en vorum
alltaf reknir aftur upp í rúm. Það
er líka ógleymanlegt þegar Hulda
(móðir Þráins) kom með
skemmdu bananana úr Haraldar-
búð þar sem hún vann og við vin-
irnir átum þá með bestu lyst.
Þráinn fór á sjó með pabba sín-
um á Krossvíkinni og eitt sumarið
var ég boðinn með og varð ég sjó-
veikur fyrstu þrjá dagana. En
Þráinn, aldrei fann hann fyrir sjó-
veiki. Hann var sjómaður í húð og
hár og áttum við það sameiginlegt
að laðast að sjómennskunni. Þrá-
inn og Begga keyptu sér fokhelt
hús í sumar og unnu að því af mik-
illi natni að gera það að sínu heim-
ili. Þráinn var alltaf jákvæður,
ósérhlífinn og duglegur maður og
var svo sannarlega vinur vina
sinna. Þráinn hugsaði vel um
Beggu og fjölskyldu sína. Hann
var mikill afi og hugsaði mikið um
afabörnin sín.
Nú nýlega var Þráinn farinn að
huga að því að draga aðeins í land
og fara að njóta meira lífsins með
Beggu sinni og fjölskyldu. Hann
var búinn að segja mér að stefnan
væri að fjárfesta í eign á Spáni. En
svona getur lífið verið hverfult og
ósanngjarnt. Lífið verður ekki
eins án þín, kæri vinur. Að geta
hvorki hringt né kíkt í heimsókn
og fengið kaffi og rætt aflabrögð
og sportveiði sem var þér svo kær.
Elsku vinur, þín verður sárt
saknað og það er mikill harmur að
þú skyldir falla frá á besta aldri.
Ég votta Beggu, börnum og
fjölskyldum mína dýpstu samúð.
Ég vona að þú og pabbi þinn
hafið sameinast á ný í sumarland-
inu og stúderið saman veiði og allt
sem ykkur fannst svo skemmti-
legt að gera.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn vinur,
Gísli Geirsson á Sandó.
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Okkar ástkæri
EINAR G. GUÐMUNDSSON,
áður bóndi á Neðri-Mýrum,
lést á HSN Blönduósi föstudaginn
17. desember. Útför hans fer fram frá
Blönduóskirkju þriðjudaginn 28. desember
klukkan 13 en vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir. Hægt verður að nálgast streymi frá
athöfn á facebook-síðu Blönduóskirkju. Blóm eru vinsamlegast
afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök HSN Blönduósi.
Sonja G. Wüum
Sólveig Ruth Bjarni Guðmundur
Björn Páley Sonja
Jófríður Eva Steinunn Agnes
Sigurbjörg Sigríður Guðrún Björg
og fjölskyldur þeirra
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
LEIFUR EIRÍKSSON
bifvélavirkjameistari,
Hlaðbrekku 19, Kópavogi,
lést föstudaginn 17. desember.
Útför hans fer fram frá Hjallakirkju þriðjudaginn 28. desember
klukkan 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur verða viðstaddir en athöfninni verður streymt
og hægt að nálgast streymið á www.promynd.is/leifur
Una Sigurðardóttir
Bára Leifsdóttir
Ásta Leifsdóttir
Sigurður Leifsson Hallfríður Ólafsdóttir
Eiríkur Leifsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, bróðir
og afi,
GUÐBERGUR GUÐNASON
frá Flateyri, Önundarfirði,
lést á Landspítalanum föstudaginn
10. desember. Útförin fer fram
í Fossvogskirkju mánudaginn 10. janúar klukkan 13. Framvísa
þarf neikvæðu gildu covid-prófi við komu í kirkjuna. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir en bendum á Styrktarsjóð
Katrínar Bjarkar kt. 470515-1710, banki 0515-14-410407 ef fólk
vill minnast hans.
Margrét Ósk Guðbergsdóttir
Ásta María Guðbergsdóttir Brynjar Valgeir Steinarsson
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir Ólafur Jakobsson
Alda Sigríður Guðnadóttir Aðalgeir Finnsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN HÁKON JÓNSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 13. desember.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 28. desember klukkan 15.
Gestir eru hjartanlega velkomnir, en eru beðnir að framvísa
neikvæðu Covid-prófi sem er innan við 48 klst. gamalt.
Streymt verður frá athöfninni á streyma.is.
Jón Ingi Gunnsteinsson Parpai Inlert
Kjartan Jónsson Sólveig Jónasdóttir
Hulda Jónsdóttir
Hrannar Jónsson Berglind Ósk Magnúsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Ingibjörg Hjálmfríðardóttir Óskar Björn Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri,
EINAR E. SIGURÐSSON
kjötiðnaðarmaður,
Hvassaleiti 22,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum
13. desember. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur verða
viðstaddir athöfnina.
Þorgrímur E. Sigurðsson
Ingvi Jón Einarsson
Berglind M. Njálsdóttir
Ásta V. Njálsdóttir
Anna V. Ólafsdóttir