Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Fallinn er frá lit-
ríkur persónuleiki,
Fjölnir Geir Bragason.
Við erum bræðrasynir og þar
sem töluverður samgangur var á
milli feðra okkar, Braga Ásgeirs-
sonar og föður míns Guðmundar
Ásgeirssonar, lágu leiðir okkar
Fjölnis oft saman. En einnig eftir
að feður okkar létust héldum við
áfram að hittast, nú síðast fyrir
nokkrum vikum þar sem við
snæddum hádegismat saman og
fórum síðan upp í vinnustofu föð-
ur Fjölnis í Austurbrún og fórum
yfir stórkostlegt málverkasafn
Braga sem þar er.
Skammt er stórra högga á
milli því ekki er langt síðan ég
bar Braga föður hans til grafar.
Nú er það Fjölnir, borinn til graf-
ar hinn 21. desember, vetrarsól-
stöðudaginn.
Fjölnir var afskaplega vel gef-
Fjölnir Geir
Bragason
✝
Fjölnir Geir
Bragason
húðflúrlistamaður,
Fjölnir tattú, fædd-
ist 5. febrúar 1965.
Fjölnir lést 11. des-
ember 2021.
Útför Fjölnis fór
fram 21. desember
2021.
inn og reyndar vel
gerður á allan hátt.
Hann vissulega lit-
aði líf samferðafólks
síns, bæði hvað
varðaði útlit og
framkomu, en einn-
ig liggur eftir hann
fjöldinn allur af lit-
ríkum listaverkum í
formi húðflúrs á
fjölda manns, hér-
lendis sem erlendis.
Það er sárara en tárum taki að
barnsmóðir Fjölnis að yngsta
syninum lést á síðasta ári og nú
þegar hann Fjölnir hefur einnig
kvatt situr eftir kornungur
drengur sem hefur misst báða
foreldra sína með skömmu milli-
bili.
Fjölnir átti tvo aðra uppkomna
syni sem syrgja hann sárt sem og
systkini hans og móðir.
Fjölnir var einstaklega vin-
margur og eftir því er tekið að
um er að ræða fólk úr öllum þjóð-
félagshópum. Sem dæmi má
nefna að fjöldi þjóðþekktra Ís-
lendinga minnist Fjölnis Geirs í
fjölmiðlum þessa dagana.
Fjölnir hafði mikil samskipti
við föður sinn alla tíð. Fjölnir
lýsti honum þannig af sinni al-
kunnu snilld og orðfæri þegar
blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við feðgana um listina, lífið
og fleira árið 2009:
„Pabbi er mjög sérstakur.
Hann er mjög góðhjartaður, góð-
ur karl, en þungur og íbygginn.
Er alltaf í eigin hugarheimi, al-
varlegur.“
Bragi lýsti syni sínum svona í
þessu sama viðtali: „Eins og
margur veit er Fjölnir Geir reffi-
legur maður, sem hefur komið
víða við. Hann er þekktur fyrir að
láta sér ekki allt fyrir brjósti
brenna og hefur frá unga aldri
haft yfirmáta mikið aðdráttarafl
á hitt kynið. Hvað föðurætt hans
snertir er hann kominn af Snæ-
fellingum og Hnappdælum ásamt
smásneið af Húnvetningum.“
Fjölnir lifði hratt, sumir
myndu segja að hann hefði
brennt kertið í báða enda og
vissulega gerði hann glappaskot
þegar verst lét. En hans verður
engu að síður minnst sem góð-
hjartaðs, lífsglaðs einstaklings
sem vildi öllum vel og litaði líf
okkar hinna í öllum regnbogans
litum. Hann var ljúfur og
skemmtilegur höfðingi.
Það er mikil eftirsjá að mönn-
um eins og Fjölni.
Votta fjölskyldu Fjölnis Geirs
Bragasonar mína dýpstu samúð.
Sigurður Bragi
Guðmundsson.
Ég hafði heyrt hjá bróður mín-
um sögu af manni sem gengi um
bæinn með sítt hár, í leðurbuxum
og hlýrabol á tímum sem allir
menn gengu um í bleikum skyrt-
um með uppbrettar ermar og
með Wham í vasadiskóinu. Þetta
voru fyrstu kynnin af Fjölni töff-
ara. Söguna góðu bar ég upp á
hann nokkrum árum síðar þegar
ég kynntist honum fyrir alvöru
og hann hló þessum djúpa smit-
andi hlátri enda sagan góð.
Elskulegi kallinn minn, það er
leitt að missa þig svona snemma.
Ég hef hugsað mikið til þín og
fundið fyrir tómleika en best er
að rifja upp tímana sem við náð-
um og gerðu okkur að vinum að
eilífu.
Manstu þegar við fórum til
Færeyja til að skreyta Færey-
inga með bleki en gleymdum
tattúbyssunum? Hver fer til
Færeyja að húðflúra án þess að
taka húðflúrsgræjurnar með! Við
gerðum það. Við þurftum að fá
tattúbyssurnar með næsta flugi
en þá voru flugsamgöngur ekkert
sérstakar þannig að við vöppuð-
um um bæinn í nokkra daga að
skoða landann. Það var mikið
gónt á okkur. Tveir dökkhærðir
og síðhærðir menn í sérsaumuð-
um fötum; Fjölnir glæsimenni og
Helgi hinn fagri eins og þú kall-
aðir mig nokkrum sinnum, mér
þótti vænt um þá nafngift. Þessi
ferð var upphafið að Fo Tatt
Fest. Vörumerki sem þú byggðir
upp og varst stoltur af.
Manstu þegar þú sagðir mér
að þú hefðir heyrt að ungar stúlk-
ur færu sérferð í bæinn til að
skoða sætu tattúbræðurna! Ég
kunni ekkert að húðflúra en
kannski leit ég út fyrir að kunna
það.
Stofan var oft full af ungum
stúlkum að skoða tattúteikning-
ar, græjurnar í botni og þú
söngst með Tom waits „… I hope
that I don’t fall in love with
you …“ eða Thin Lizzy
„… whack for my daddy-o the-
re’s whiskey in the jar-o…“. Ég
var DJ og þú þrykktir blekinu í
liðið eða eins og þú orðaðir það:
„Ég stappa í þau stálinu á meðan
ég stappa í þau stálinu.“
Héldum við ekki fyrstu tattú-
sýninguna á Íslandi á árshátið í
Gym80? Þar gengum við fatalitlir
á sviði fyrir framan bólgið vaxt-
arræktarfólk. Þetta var
skemmtilegt augnablik. Tattú-
sýningar eru eitthvað öðruvísi í
dag.
Góða ferð, vinur minn, ég á eft-
ir að sakna þín og mun þá hugsa
hlýlega til þín.
Læt eitt af þínum ljóðum, þau
eru víst til í hundraðatali, fylgja
með:
Sigurinn svo sætur
Að gleðin grætur
Fjarlægar vonarglætur
Eru grímulausar
Fyrir allar aldir
Fara á fætur
Í nóttinni færast nær
Og það var í gær næringin æðir
Um fornar rætur vindurinn blæðir
Um hæstu hæðir laufin taka á loft
Og svífa á
Úr norðri hann næðir
Fingurkossinn kalinn kvalinn
Sárin græðir
Enda afbragðs
Vel upp alinn
Þéttir þræðir
Yljandi ull
Hjartarót hnuggin snót
Áhyggjufull
Af von
Sem borin var út
Á vorin
Vafin um lítinn mallakút
Í frosnum vaðmálsklút
Móðurmálið þagnað
Lífið fjarað út
Um græna grundu
Upp á sig undu
Slæmar minningar
Lifa í skömminni
Hvar þær fundu
Sér farveg
Og árásum öllum
Að orðanna höllum
Frá sér hrundu
Hendingin ein því réði
Og máls því réði
Að orðið var lagt á borðið
Sem barið var í
Á líðandi stundu
Tilfinningarnar það umsvifalaust
Á sér fundu
Og létu sér fátt um finnast
Léttar í lundu
Helgi Örn Jacobsen.
Útför í kirkju
Allt um
útfarir
utforikirkju.is
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUNDAR KJARTANS
OTTÓSSONAR.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir hlýja og góða umönnun
og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu í framtíðinni.
Guðríður Þorvalds Jónsdóttir
Ottó Guðmundsson Inga Jónsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir Jóhannes Stefánsson
Lárus Guðmundsson María Jóhanna Sigurðardóttir
Örn Guðmundsson Ingunn Þorvarðardóttir
Sigurður Guðmundsson
afabörn og langafabörn
Bestu þakkir til allra þeirra sem vottuðu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJARGAR JÚLÍÖNU ÁRNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heima-
hlynningar Heru og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, fyrir
hlýja og góða umönnun í hennar erfiðu veikindum.
Kristján Ólafsson
Sigrún Hildur Kristjánsdóttir Örnólfur Jónsson
Ólafur Þór Kristjánsson
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir
Aldís Lilja, Jón Kristinn, Kristján Ágúst, Styrmir,
Ragnar Freyr og Gylfi Örn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐMUNDU JÓHÖNNU
DAGBJARTSDÓTTUR,
Sörlaskjóli 9.
Jóhanna Pétursdóttir Ingimar Þorkelsson
Magnús Pétursson Kristín Guðmundsdóttir
Ólöf Pétursdóttir Þorsteinn Njálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför
elskulegrar frænku okkar,
JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR
frá Eyjólfsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á HSN
Blönduósi fyrir einstaka umönnun og góðvild.
Aðalheiður Ingvarsdóttir Jenný Th. Ingvarsdóttir
Steingrímur Ingvarsson Bjarni Ingvarsson
Lárus B. Jónsson Bjarni J. Jónsson
Jakob J. Jónsson Sveinn E. Jónsson
Jón Baldvin Jónsson
og fjölskyldur
Okkar innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð
vegna andláts okkar ástkæra eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
ÍSLEIFS ÞORBJÖRNSSONAR
bifvélavirkja,
Gnoðarvogi 56.
Fjölskyldan vill færa þakkir til allra sem komu að útför Ísleifs
og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar.
Hafdís Sigurðardóttir
Sveinlaug Ísleifsdóttir Magnús Daníel Karlsson
Hrefna Dröfn Ísleifsdóttir Kári Skúlason
Dagbjört, Lovísa og Ísey Káradætur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elsku eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
AUÐAR ÓLAFSDÓTTUR
ritara,
sem lést 11. nóvember og verður jarðsett
í dag, 23. desember.
Sérstakar þakkir fær HERA líknarheimaþjónusta Landspítalans
og taugadeild Landspítalans fyrir aðhlynningu og vináttu.
Stefán Bjarnason
Ólafur Stefánsson Guðlaug Eiríksdóttir
Helga Stefánsdóttir Jóhann Ingi V. Magnússon
ömmubörn og langömmubörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEIR ÁGÚSTSSON
húsasmíðameistari
frá Raufarhöfn,
áður til heimilis í Goðheimum 22,
Reykjavík,
lést mánudaginn 13. desember á Hrafnistu Laugarási.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn
29. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu
verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina.
Streymt verður á laef.is/geir-agustsson.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Ágúst Geirsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingi Örn Geirsson Soffía St. Sigurðardóttir
Guðmundur Geirsson Ásta Snorradóttir
Magni Þór Geirsson Fjóla Kristín Halldórsdóttir
afa- og langafabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar