Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 62

Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Ítalía Venezia – Lazio........................................ 1:3 - Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Venezia á 75. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason var ekki með. C-deild: Vis Pesaro – Siena................................... 2:1 - Óttar Magnús Karlson var ekki með hjá Siena. Grikkland Bikarinn 16-liða, seinni leikir: PAOK – Larissa ....................................... 3:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. _ PAOK áfram, 4:2 samanlagt. Olympiacos – Levadiakos....................... 2:0 - Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiacos. _ Olympiacos áfram, 4:3 samanlagt. England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Brentford – Chelsea .............................. (0:0) Liverpool – Leicester ............................ (1:3) Tottenham – West Ham........................ (2:1) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. 0-'**5746-' Þýskaland Erlangen – RN Löwen ........................ 36:26 - Ýmir Örn Gíslason lék í vörninni hjá Lö- wen. Flensburg – Melsungen ...................... 27:24 - Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Flensburg. - Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson 2 en Alexander Petersson skoraði ekki. Hannover-Burgdorf – Göppingen..... 32:34 - Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. - Janus Daði Smárason skoraði 1 mark fyrir Göppingen. Kiel – Stuttgart.................................... 35:31 - Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Stuttgart en Andri Már Rúnarsson skoraði ekki. _ Efstu lið: Magdeburg 30, Kiel 28, Flens- burg 25, Füchse Berlín 24. B-deild: Gummersbach – Ferndorf.................. 42:25 - Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars- son 5 en Hákon Daði Styrmisson er úr leik vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem er efst í deildinni. Austurríki Barnbach – Alpla Hard....................... 24:31 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. $'-39,/*" Belgía/Holland Phoenix Brussels – Antwerp Giants65:103 - Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig fyrir Antwerp, gaf 8 stoðsendingar og stal boltanum tvisvar. Hague Royals – Den Bosch ................ 54:97 - Snorri Vignisson skoraði 5 stig fyrir Hague og tók 4 fráköst, gaf eina stoðsend- ingu og stal boltanum einu sinni. NBA-deildin Miami – Indiana.................................. 125:96 New York – Detroit............................ 105:91 New Orleans – Portland .................... 111:97 Dallas – Minnesota........................... 114:102 LA Lakers – Phoenix ......................... 90:108 086&(9,/*" Hallur Hansson, landsliðsfyrirliði Færeyinga í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR-inga og hefur samið við þá til tveggja ára. Hallur hefur lengst af leikið í Danmörku, síðast með Vejle, en einnig með Horsens, Vendsyssel og AaB, ennfremur með Víkingi og HB í Færeyjum, og þá var hann í röðum Aberdeen í Skotlandi í þrjú ár fyrir tvítugt. Hallur, sem er 29 ára miðjumaður, hefur leikið 66 landsleiki fyrir Færeyjar og skorað í þeim fimm mörk. Sigurður Bjartur Hallsson, Stef- án Ljubicic, Aron Kristófer Lárus- son og Aron Snær Friðriksson hafa einnig gengið í raðir KR-inga og þá hefur liðið endurheimt Alex Frey Hilmarsson og Odd Inga Bjarnason úr láni. Fyrirliði Fær- eyinga í KR Hallur Hansson HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Handknattleikskonan Thea Imani Sturludóttir hefur farið fyrir liði Vals sem hefur verið nánast óstöðvandi í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, á tímabilinu. Valskonur hafa tapað einum leik í vetur, gegn KA/Þór á Hlíðarenda hinn 13. nóvember, en liðið er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar og á leik til góða á topplið Fram sem er með 17 stig. Thea, sem er 24 ára gömul, gekk til liðs við Val í janúar á þessu ári eftir þrjú ár í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð en hún er uppalin hjá Fylki í Árbænum. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tímabil hingað til en það er auðvitað mikið eftir af þessu,“ sagði Thea í samtali við Morgunblaðið þegar hún var spurð út í stöðu Vals- kvenna í deildinni. „Það eru margir mikilvægir leikir eftir á tímabilinu en við erum sáttar með uppskeruna hingað til. Við höfum aðeins verið óheppnar með meiðsli, sérstaklega undanfarnar vikur, en heilt yfir þá er ekki hægt að kvarta yf- ir úrslitunum í það minnsta. Við erum á réttri leið og núna er markmiðið fyrst og fremst að byggja ofan á þetta góða gengi á seinni hluta tímabilsins. Við höfum hins vegar líka lagt ákveðna áherslu á það að taka einn leik fyrir í einu og við höfum reynt að fara ekki fram úr okkur hvað það varðar. Liðið er enn þá að slípa sig saman ef svo má segja og við erum líka að reyna byggja upp ákveðna liðsheild og lið. Það voru ákveðin von- brigði að komast ekki áfram í Evr- ópubikarnum en á sama tíma þjapp- aði það hópnum vel saman og eftir á að hyggja var það kannski bara smá lán í óláni að fara ekki lengra í Evr- ópukeppninni,“ sagði Thea. Áfall að missa Lovísu Valskonur hafa unnið átta leiki á tímabilinu til þessa. „Hver sigur er gríðarlega mik- ilvægur og það er líka mikilvægt draga ákveðinn lærdóm af hverjum einasta leik sem við spilum. Við feng- um nokkra nýja leikmenn inn fyrir tímabilið, þótt þeir hafi ekki verið margir, og það tekur alltaf tíma að koma sér inn í hlutina hjá nýju félagi. Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur komið mjög vel inn í þetta en á sama tíma misstum við líka Lovísu Thomp- son frekar óvænt út. Mér finnst liðið hafa tæklað brott- hvarf Lovísu mjög vel og þeir leik- menn sem hafa kannski verið í auka- hlutverkum undanfarin ár hafa algjörlega stigið upp og sýnt sig og sannað það sem af er tímabilinu. Morgan hefur líka staðið sig frábær- lega þrátt fyrir að vera að koma inn aftur eftir hlé þannig að okkur hefur tekist að leysa vel úr þeim skakkaföll- um sem við höfum orðið fyrir.“ Deildin sterkari en áður Deildin í ár er jafnari en oft áður þó Valur og Fram séu vissulega í efstu sætunum. „Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst og fremst að einbeita okkur að næsta leik enda er deildin þannig í ár að það er hægt að misstíga sig gegn hvaða liði sem er. Það má ekki van- meta neinn andstæðing og öll liðin í deildinni geta í raun tekið stig hvort af öðru, þegar að þau eru á deginum sínum. Ég kom heim fyrir ári síðan eftir þrjú ár í atvinnumennsku en deildin er allavega mun sterkari núna en þegar ég spilaði í henni síðast. Ég hef ekki náð að mynda mér al- mennilega skoðun á því hvort það sé sniðugt að breyta fyrirkomulaginu á deildarkeppninni en ef við myndum fjölga liðum í efstu deild þá myndi það allavega gefa fleiri íslenskum leikmönnum tækifæri á því að spila í hæsta gæðaflokki, svo mikið er víst.“ Fékk nauðsynlegan tíma Thea sneri heim úr atvinnu- mennsku eftir langvarandi meiðsli en hún hefur leikið með Volda og Oppsal í Noregi, ásamt Aarhus í Danmörku á atvinnuferli sínum. „Ég var búin að vera meidd frekar lengi þegar ég ákvað að koma heim aftur. Ég náði ekki að jafna mig á þeim meiðslum sem voru að hrjá mig og það var hárrétt ákvörðun að koma heim á þessum tímapunkti. Ég vissi um leið og ég kom að ég myndi ekki bara detta strax í mitt besta form heldur var ég mjög meðvituð um það að þetta myndi taka tíma. Ég veit hvað ég get í handbolta og vissi það þegar ég kom en líkaminn var kannski ekki alveg í takt við haus- inn ef svo má segja. Ágúst Jóhanns- son [þjálfari Vals] og félagið hafa hjálpað mér mikið og það var engin pressa á mér að bera liðið á herðum mér í fyrstu leikjunum eftir að ég kom. Þetta hefur smollið betur saman á yfirstandandi tímabili enda fékk ég góðan tíma til þess að komast aftur í mitt besta form.“ Vill ná upp stöðugleika Thea er reynslunni ríkari eftir þrjú ár í atvinnumennsku en hún útilokar þó ekki að spila aftur erlendis á ferl- inum. „Þetta er klárlega stærra og meira um sig í til dæmis Noregi og Dan- mörku þar sem ég spilaði, heldur en hérna heima. Á sama tíma er líka erf- itt að ætla bera Ísland saman við þessi tvö lönd þar sem leikstíllinn er einfaldlega allt annar. Deildirnar í Noregi og Danmörku eru mjög sterk- ar og ég er auðvitað mjög þakklát fyr- ir tækifærið að hafa fengið að spila í þessum deildum. Sjálf tek ég einn dag fyrir í einu og ég er fyrst og fremst að einbeita mér að því að klára mitt nám í Háskól- anum í Reykjavík og svo standa mig vel með Valsliðinu. Ég hef ekki úti- lokað það að fara aftur í atvinnu- mennsku einn daginn en við verðum bara að bíða og sjá. Eftir langvarandi meiðsli er mikilvægt að ná upp stöð- ugleika og ég er fyrst og fremst að einblína á það í mínum leik.“ Hungur í landsliðshópnum Íslenska kvennalandsliðið vann af- ar mikilvægan sigur gegn Serbíu í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í október en liðið er með 2 stig í 6. riðli undankeppninnar þar sem tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppnina sem fram fer í Slóveníu, Norður- Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er alltaf gaman þegar lands- liðið kemur saman enda er andinn í hópnum frábær. Það eru margir nýjir leikmenn að koma inn í þetta og við erum því ekki eingöngu að einblína á úrslitin þegar við spilum heldur erum við líka að byggja upp og þróa nýtt lið sem skiptir miklu máli. Við töpuðum vissulega stórt gegn Svíþjóð en unn- um svo Serbíu sem var mjög góður sigur. Það er klárt mál að það er mikið hungur í hópnum að fara á stórmót og sjálf þá væri ég mjög til í það, ég ætla ekki að ljúga neinu um það. Það er klárlega stefnan á einhverjum tíma- punkti enda orðið of langt síðan að Ís- lands komst síðast á stórmót í hand- bolta,“ bætti Thea við í samtali við Morgunblaðið. Hárrétt ákvörðun að koma heim til Íslands - Thea Imani Sturludóttir er að finna sitt besta form eftir langvarandi meiðsli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon. Landsliðskona Thea Imani Sturludóttir hefur fundið sig vel með Val í vetur. Markahæstar Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 68 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 65 JóhannaMargrét Sigurðardóttir,HK 65 Sara Odden, Haukum 64 Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 54 Thea Imani Sturludóttir, Val 52 Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 48 Ásta Björg Júlíusdóttir, Haukum 43 Katrín Helga Davíðsdóttir, Aftureldingu 43 Karen Knútsdóttir, Fram 41 Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór 41 Mariam Eradze, Val 41 Ólöf Marín Hlynsdóttir,Aftureldingu 40 Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór 40 Emma Olsson, Fram 39 Flest mörk að meðaltali í leik Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 6,8 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 6,5 JóhannaMargrét Sigurðardóttir,HK 6,5 Thea Imani Sturludóttir, Val 6,5 Sara Odden, Haukum 6,4 Flestar stoðsendingar Hildur Þorgeirsdóttir, Fram 42 Karen Knútsdóttir, Fram 40 Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjörnunni 38 Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór 35 Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum 32 Sara Odden, Haukum 31 Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 30 Thea Imani Sturludóttir, Val 30 JóhannaMargrét Sigurðardóttir,HK 29 Karolina Olszowa, ÍBV 28 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 24 Flest varin skot Annika Friðheim Petersen, Haukum 114 Darija Zecevic, Stjörnunni 106 Hafdís Renötudóttir, Fram 90 MartaWawrzykowska, ÍBV 80 Margrét Ýr Björnsdóttir, HK 79 Matea Lonac, KA/Þór 73 Sara Sif Helgadóttir, Val 69 Eva Dís Sigurðardóttir,Aftureldingu 69 Besta hlutfallsmarkvarsla Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, Stjörnunni 41,1% Saga Sif Gísladóttir, Val 40,1% Sara Sif Helgadóttir, Val 39,2% MartaWawrzykowska, ÍBV 37,6% Darija Zecevic, Stjörnunni 36,1% Margrét Einarsdóttir, Haukum 35,5% Annika FriðheimPetersen,Haukum 34,8% Írena Björk Ómarsdóttir, Fram 34,5% Flest varin vítaköst Írena Björk Ómarsdóttir, Fram 7 Margrét Ýr Björnsdóttir, HK 7 MartaWawrzykowska, ÍBV 6 Bestu leikmenn samkvæmt einkunnagjöf HBstatz Thea Imani Sturludóttir, Val 8,39 Sara Odden, Haukum 7,65 Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 7,65 Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 7,62 Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK 7,58 Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum 7,38 MartaWawrzykowska, ÍBV 7,38 Karen Knútsdóttir, Fram 7,28 Hildur Þorgeirsdóttir, Fram 7,09 Rut Jónsdóttir, KA/Þór 7,09 Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór 7,06 Sunna Jónsdóttir, ÍBV 6,97 Annika Friðheim Petersen, Haukum 6,90 Darija Zecevic, Stjörnunni 6,90 Hildigunnur Einarsdóttir, Val 6,89 Tölfræðin í Olísdeild kvenna 2021-22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.