Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 V öld vesalingsins er vestræn dramamynd frá árinu 2021, skrifuð og leikstýrt af Jane Campion. Kvik- myndin er byggð á samnefndri skáldsögu frá 1967 eftir Thomas Savage. Sagan hefst árið 1925 í Montana þar sem áhorfendur fylgja auðugum bræðrum, Phil (Benedict Cumberbatch) og George (Jesse Plemon), sem eru sameiginlegir eig- endur búgarðs í Burbank. Á ferða- lagi með nautgripi gista þeir hjá ekkjunni og gistihúsaeigandanum, Rose Gorden (Kirsten Dunst), og verður hinn ljúfi maður, George, fljótt heltekinn af henni. Skömmu síðar giftast þau og Rose flytur, ásamt syni sínum, Peter (Kodi Smit- McPhee), á búgarð bræðranna. Phil líkar ekki við Rose og trúir því að hún hafi einungis gift sig til fjár og kemur illa fram við bæði hana og son hennar. Peter er mjög kven- legur, sem er ekki vinsælt þar sem ráðandi karlmennska er ríkjandi, og gera Phil og vinnumenn hans reglu- lega grín að Peter fyrir hans kven- legu hlið. Þeir, rétt eins og áhorf- endur, vanmeta mátt hans sem verður þeim síðar að falli. Kvikmyndin er tekin upp í Nýja- Sjálandi og hin harða en jafnframt áhrifamikla náttúra passar vel inn í hinn karllæga vestræna heim. Þessi vindblásna náttúra getur átt að tákna flótta Phils frá forréttinda- lífinu sem hann tilheyrir en vill ekki taka þátt í. Náttúran og umhverfið er hins vegar áminning til Peters um þá tegund karlmennsku sem hann tilheyrir ekki. Peter lítur þó ekki á karlmennskuna sem ógn heldur áskorun, eitthvað sem hann þarf að sigrast á og gerir. Phil er fullkomið dæmi um það sem hefur oft verið kallað eitruð eða neikvæð karlmennska. Hann reynir í sífellu að sanna að hann sé harðasti og um leið grófasti leiðtoginn í úlfaflokki kúrekanna. Hann drottnar yfir goggunarröðinni hvert sem hann fer, með hroka og grimmum um- mælum, meira að segja gagnvart yfirvaldinu. Þessi ruddalega fram- koma hans líkist helst hegðun krakka sem er hræddur um að fólk sjái í gegnum hann og efist um karl- mennsku hans. Mæðginin, Rose og Peter, eru tákn fyrir hið kvenlega á þessum mjög karllæga stað og ögra því ríkjandi valdi. Í myndum sínum hefur Campion iðulega skoðað vald sem fyrirbæri og þá ekki síst hver hefur valdið hverju sinni. Phil tekur því ekki vel þegar hann missir bróður sinni til fátækrar konu og Rose ógnar Phil af því að hann getur ekki haft stjórn á henni auk þess sem kyn hennar höfðar ekki til hans. Peter táknar innri ótta Phils þar sem Phil sér sig í Peter. Munurinn á Phil og Peter er sá að Phil leitar allra leiða til að ná sem bestri frammistöðu í karlmennsku- hlutverkinu á meðan Peter leitar annarra ráða til að fella niður þessa hugmynd um karlmennsku, þ.e. hann reynir að afvopna karlmennsk- una með öðrum, oft kvenlegum leiðum. Einn ljúfan sumarmorgun finnur Peter geymslu með klámtímaritum af berum karlmönnum. Tímaritin eru öll merkt Bronco Henry, sem var lærifaðir Phils. Stuttu síðar sér Peter Phil í læk skammt frá þar sem hann er nakinn ef frá er talinn klútur sem hann ber um hálsinn og áður tilheyrði Bronco Henry. Phil verður Peters var og byrjar eftir þetta að sýna stráknum vinaþel. Áhorfendur vita ekki hvort hin nýja vinsemd Phils stafar af því að hann óttast að Peter muni koma upp um hann eða af því að hann vonast til þess að geta átt sambærilegt sam- band við Peter eins og hann átti áð- ur með Bronco Henry. Phil býðst til að flétta Peter snöru úr kýrhúð og kenna honum að ríða á hesti og fljótt verða þeir mestu mátar. Bæði áhorfendur og móðir Peters, Rose, hafa áhyggjur af þessum nýja vin- skap. Hvað ætlar Phil að gera? Ætl- ar hann að lokka drenginn í burtu og drepa hann? Eða eru áhorfendur að verða vitni að gagnkvæmri ást sem myndast á milli þeirra? Allt í lausu lofti og áhorfendur bíða í of- væni eftir að hryllingurinn eða gleðin eigi sér stað. Hvað ætlar Phil að gera? Áhorfendur og Rose hafa hins vegar verið að spyrja rangra spurninga. Áhorfendur, rétt eins og allar aðrar persónur kvikmyndar- innar, vanmeta Peter. Rétta spurn- ingin er því; hvað er Peter að plotta? Karlmennskan afvopnuð Efi „Áhorfendur vita ekki hvort hin nýja vinsemd Phils stafar af því að hann óttast að Peter muni koma upp um hann eða af því að hann vonast til þess að geta átt sambærilegt samband við Peter eins og hann átti áður með Bronco Henry,“ segir um The Power of the Dog. Kodi Smit-McPhee og Benedict Cumberbatch leika Peter og Phil. Netflix The Power of the Dog / Völd vesalingsins bbbbn Leikstjórn: Jane Campion. Handrit: Jane Campion. Aðalleikarar: Benedict Cumberbatch, Kirsten Dunst, Jesse Plemons og Kodi Smit-McPhee. Nýja- Sjáland, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada, 2021. 126 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Kvikmynd Valdimars Jóhanns- sonar, Dýrið, sem var framlag Ís- lands í ár til keppni um bestu er- lendu kvikmyndina í Óskars- verðlaununum, hefur verið valin á 15 mynda langan lista keppninnar. Hátt í eitt hundrað þjóðir lögðu kvikmynd fram í keppnina. Athygli vekur að meðal þeirra mynda sem ekki hlutu náð fyrir augum valnefndar er hin franska Titane sem hreppti Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Sam- kvæmt bandarískum kvikmynda- fagritum þykja hin japanska Drive My Car eftir Ryusuke Hamaguchi, Flee eftir hinn danska Jonas Poher Rasmussen og The Hand of God eft- ir Ítalann Paolo Sorrentino líklegar til að hreppa Óskarinn. Á flugi Noomi Rapace í Dýrinu. Myndin hefur verið sýnd víða við mikið lof. Dýrið á 15 mynda lista Óskarsins Athygli vakti fyrr á árinu þeg- ar gamalt mál- verk sem til stóð að selja á upp- boði á Spáni fyrir um 200 þúsund krónur, og var talið málað af lærisveini mál- arans Josés de Ribera, var dreg- ið til baka vegna sterks gruns um að það væri eftir ítalska meistarann Caravaggio. Ef það reynist rétt er verkið að minnsta kosti sjö millj- arða króna virði. Spænsk stjórn- völd hafa nú sett sérstaka vernd á málverkið, þar sem það kunni að vera afar mikilvægt fyrir spænska menningu. Fyrir vikið þarf leyfi standi til að selja verkið úr landi. Vernd á mögu- legan Caravaggio Hluti málverksins umtalaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.