Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 68
Í inngangi áhrifamikillar bókar sinnar um ljósmyndun skrifaði bandaríska fræðikonan Susan Sontag að fagurfræðileg fjar- lægð virðist greypt inn í upplifunina við að horfa á ljósmyndir – og ef það gerist ekki við að skoða nýlegar myndir þá hafi tíminn svo sannarlega þau áhrif: tím- inn upphefji flestar ljós- myndir, og jafnvel þær teknar af ama- törum, upp á listrænan stall. Og það má vel sjá í þessu frá- bæra og einstaklega fjölbreytilega úrvali mynda frá löngum tíma – frá árdögum ljósmyndunar hér á landi og allt til samtímans. Það er sann- kallað ævintýri að fara í gegnum bók- ina Nætur sem daga, þar sem flæði myndanna er úthugsað og spennandi uppgötvanir á flestum opnum, hvort sem myndirnar hafa verið teknar af viðurkenndum stórmeisturum ís- lenskrar ljósmyndasögu eða svoköll- uðum amatörum. Með útgáfu bókarinnar er þess minnst að fyrir 40 árum, 1981, var Ljósmyndasafnið formlega stofnað af Þorsteini Jónssyni, Leifi Þorsteins- syni og Eyjólfi Halldórssyni. Ívar Gissurarson var fyrsti forstöðumaður safnsins. Reykjavíkurborg eignaðist það 1986 og hefur safnið síðan verið kennt við borgina. Eftirmenn Ívars við stjórnvölinn voru fyrrnefndur Eyjólfur, Sigurjón Baldur Hafsteins- son og María Karen Sigurðardóttir. Frá 2014 hefur safnið verið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Ljósmynd frystir augnablik og fjarlægir það úr flæði tímans – hún sýnir því alltaf eitthvað sem var og er farið. Það fyllir áhorfandann trega – hann er að horfa á eitthvað sem er horfið, búið, og verður aldrei aftur. En einn mikilvægasti galdur ljós- myndarinnar er að hún sýnir okkur það sem var og hvað slík augnablik merkt liðnum dauða varðar er þessi bók sem sannkallað veisluborð. Skáldið Kristín Svava Tómasdóttir ritar fyrirtaks inngang, „222 ljós- myndir úr safni“, þar sem hún segir þessi augnablik valin úr sex og hálfrar milljónar mynda safni: „Fjöldinn virkar kannski yfirþyrmandi – en hversu mörg andartak hafa ekki liðið hjá ómynduð?“ Þá hefur það verið snilldar- hugmynd hjá aðstandendum verksins að fá borgarskáldið myndvísa Óskar Árna Óskarsson til að velja texta úr bókum sínum og setja þær hér og hvar – víða myndast óvænt og skemmtilegt samtal. Myndavalið var í höndum starfs- fólks safnsins til margra ára sem gjörþekkir safnkostinn og hefur ef- laust valið mörg eftirlætisaugnablik. Valið er afar vel lukkað en líka sam- stilling myndanna á opnum, en það er algjört lykilatriði við hönnun bókar sem þessarar. Ekki efast ég um að hægt væri að gera margar bækur og ekki síðri með annars konar úrvali úr safneigninni, en þessi er sérdeilis vel lukkuð. Hönnun bókarinnar er líka með miklum ágætum – helst að titill verksins á kápu hefði mátt vera sterkari og gera ríkari kröfu til þess að fólk taki hana upp og skoði. Því þetta er svo sannarlega ein af bókum ársins. Það sem var og kemur aldrei aftur Ljósmynd/Valdís Óskarsdóttir – Ljósmyndasafn Reykjavíkur Eldhúsfundur Svava Árnadóttir, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir og Þorkell Ágúst Guðbjartsson á heimili við Háaleitisbraut, árið 1947. Ljósmyndir Nætur sem daga bbbbb Afmælisrit Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1981-2021. Höfundur greinar: Kristín Svava Tómas- dóttir. Ljóð og örsögur: Óskar Árni Óskarsson. Ritstjóri: Sigrún Kristjáns- dóttir. Myndaval: Sigríður Kristín Birnu- dóttir, Gísli Helgason og Kristín Hauksdóttir. Hönnun og umbrot: Ámundi. Prentun: Prentmiðlun. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 2021. 216 bls., innbundin í stóru broti. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ljósmynd/Eyjólfur Jónsson Bleikjuveiði Bræðurnir Sigurður og Garðar Stefánssynir með veiði sína á Seyðisfirði um 1906. Ljósmynd/Herdís Guðmundsdóttir – Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hversdagsraunsæi Sólskinsdagur um 1960-1970, segir um þessa mynd. Ljósmynd/Peter Kidson - Ljósmyndasafn Reykjavíkur Nýbyggingar Hluti ljósmyndar sem sýnir nýbyggð fjölbýlishús við Æsufell í Efra-Breiðholti árið 1973. Ljósmynd/Sveinn Þormóðsson – Ljósmyndasafn Reykjavíkur Gleðistund Helga Káradóttir og Anna Þórðardóttir við fyrsta sjónvarps- tækið sem kom á Eyrarbakka, en það var árið 1964. 68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 jólakveðja Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.