Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 72
go crazy LÝKUR Í DAG aföllumvörum * 25% Sparadu- *Gildir ekki af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. s: 522 4500 - www.ILVA.is ILVA Korputorgi Lau og sun 12-20 Virkir dagar 11-20 Aðfangadagur lokað ILVA Akureyri Alla daga fram að jólum er opið 11-22 Aðfangadagur 10-13 FRÍ HEIMSENDING Þegar keyptar eru smávörur fyrir 9.900 kr. eða meira. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerð- armaður með meiru, hefur notað sund sem helstu hugleiðslu sína frá barnsaldri. Á líðandi ári bættist prjónaskapur við með þeim árangri að hún hefur prjónað yfir 20 hárbönd og 15 peysur frá því í febrúar. „Ég reyni að fara í sund að minnsta kosti einu sinni á dag og syndi þá einn kílómetra en fer svo gjarnan aftur síðdegis með dæt- urnar,“ segir Vera um líkamsrækt- ina. Hún lærði að prjóna í barnaskóla og þar við sat. „Þegar maður kann ekki að prjóna byrja treflarnir mjóir og verða svo mjög breiðir,“ útskýrir hún. Vitrunina fékk hún svo fyrir um ári, um 30 árum síðar, þegar hún var að vafra á Facebook og sá þar stelpu sem hafði prjónað hárband. Hún hafði samband við hana og spurði hvar hún hefði lært að prjóna. Á You- tube, var svarið. „Þannig að ég lærði að prjóna á Youtube og síðan í febr- úar hef ég verið síprjónandi í frítím- anum.“ Frá því Vera útskrifaðist með MA- gráðu í kvikmyndagerð frá Sorbonne í Frakklandi 2006 hefur hún verið með ýmislegt annað en garn á prjón- unum, einkum í dagskrár- og hand- ritagerð, en einnig í kennslu, farar- stjórn og öðru. „Ég hélt að ég hefði engan tíma fyrir prjónaskapinn og fannst í raun fráleitt að hugsa um hann, en svo fann ég að hann gerði mér svo gott á kvöldin og veitti mér hvíld frá samfélags- miðlum, sem tók áður mestan frítíma minn. Það er mikið merki um heilbrigði að vera ekki á samfélagsmiðlum.“ Til nánari útskýringar segir hún að það að vera stöðugt á þess- um miðlum sé eins konar fíkn og prjónaskapurinn sé það líka. „Prjóna- skapurinn er mjög góð fíkn og það er frábært að hafa ánetjast henni. Sund- ið er líka ágæt fíkn.“ Í djúpu lauginni Til að byrja með prjónaði Vera ein- ungis hárbönd. „Ég elska peysur en hætti mér ekki í peysuna fyrr en mér var sagt að það væri auðveldara en ég hélt,“ segir hún. „Það reyndist rétt og því hef ég haldið áfram að prjóna peysur.“ Hún segist eingöngu hafa prjónað eftir uppskriftum til að byrja með og fylgt þeim nákvæmlega eftir á netinu, þar sem hún kaupi þær, en nú sé hún farin að hætta sér út í djúpu laugina og farin að hanna sjálf. „Lengi vel þorði ég ekki annað en að fylgja uppskriftinni út í ystu æsar og hringdi í mömmu þegar ég þurfti aðstoð, en nú hringir hún í mig,“ segir stolt prjóna- konan. Vera grípur í prjónana þegar færi gefst og getur því verið nokkuð lengi með hverja peysu. „Ef ég gæti setið við prjóna- skapinn væri ég svona tvo til þrjá daga með eina peysu.“ Undanfarin misseri hafa Vera og Linda Vilhjálmsdóttir, rithöfundur og móðursystir hennar, unnið við að skrifa kvikmyndahandrit og fimm þátta sjónvarpsseríu. „Við erum að sækja um fyrsta styrk fyrir kvik- myndina og erum á öðrum handrits- styrk í þáttaröðinni,“ segir hún um gang mála. En ekkert vinnist án sér- stakrar uppbyggingar fyrir líf og sál og Vera leggur áherslu á mikilvægi helstu áhugamála sinna. „Að prjóna og synda er lífið. Prjónaskapur og sund eru góð hugleiðsla, því ástund- unin gerir manni kleift að hægja á heilanum og fá þá bestu hugmynd- irnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Peysudagur Saga, Gríma og Vera Sölvadóttir eru vel klæddar í peysum sem Vera prjónaði og hlakka til jólanna. Hugleiðsla og hugmyndir - Vera tók up á því að prjóna peysur með góðum árangri Kór Íslensku óperunnar heldur árlega jólatónleika sína í Hörpuhorni í Hörpu í dag, Þorláksmessudag, klukkan 16. Flutt verða vel þekkt jólalög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, undir stjórn Magnúsar Ragnars- sonar. Gestir fæddir 2015 eða fyrr verða að sýna nei- kvæða niðurstöðu úr hraðprófi eða vottorð um fyrri Covid-sýkingu. Kór Íslensku óperunnar hefur komið fram á jóla- tónleikum sem þessum á undanförnum árum og hafa tónleikarnir jafnan verið vel sóttir. Kór Íslensku óperunnar kemur fram á jólatónleikum í Hörpu í dag FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Ég veit hvað ég get í handbolta og vissi það þegar ég kom en líkaminn var kannski ekki alveg í takt við haus- inn ef svo má segja. Ágúst Jóhannsson og félagið hafa hjálpað mér mikið og það var engin pressa á mér að bera liðið á herðum mér í fyrstu leikjunum eftir að ég kom,“ segir handknattleikskonan Thea Imani Sturlu- dóttir hjá Val sem hefur verið besti leikmaður Olísdeild- ar kvenna í vetur. »62 Engin pressa á mér þegar ég kom ÍÞRÓTTIR MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.