Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 7Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 LÍF&STARF Húnvetningurinn Sigrún Haralds­ dóttir átti sviðið í síðustu þáttum. Nú er komið að Skagfirðingnum Þorbergi Þorsteinssyni, fæddum á Ísafirði á árinu 1908, „en Skagfirðingur skýr og hreinn“, sonur Þorsteins Magnússonar frá Gilhaga og Sigríðar Benediktsdóttur frá Syðra-Skörðugili. Undir önnum háarsláttar er viðeigandi að rita hér tvær stökur Þorbergs sem hann nefnir „heystörfin“: Herrans er uppi öldin, þó öll hafi frúin völdin, þau talast við bak við tjöldin, og taka saman á kvöldin. Loftin brumast og blána, blærinn strýkur um hána, þá leggur hann út á lág’na og lánar henni Grána… Ungur að árum orti Þorbergur: Heitan morgun kalda kinn kyssti veðurblíðan, ég er alltaf ástfanginn alla daga síðan. Fjórar samstæðar stökur nefnir Þorbergur Estoríur: Gesta er leið um gluggann minn, gerður er veislustaður, hugar að draugum húsbóndinn og hundurinn geðbilaður. Löggunni vildi hún brugga blandið og bjóða til veislu sæt og hlý, en slík var ástin á eigin hlandi að hún ætlaði varla að tíma því. Með söknuði kvöddu þau sælureit með sængina og tekjur nógar, en erfið mun næsta eftirleit því Adam er horfinn til skógar. Ennþá gróa grösin vís þó gusti og snjói í fjöllin. Upp úr skógar rökkri rís rummungsþjófahöllin. Næst er haldið í Þingeyjarsýslu. Þaðan er runnin þessi vísa Hólmfríðar Indriðadóttur á Hafralæk: Baugalundur bauð mér koss, blíðan eftir vonum. Það var holdi þungur kross að þurfa að neita honum. Eftir Friðjón Ólafsson er þessi lipra vísa: Reyndu að skoða í réttu ljósi Rögnvald, okkar blaðamann, þó að strákar, Stjáni og Rósi stundum yrki gegnum hann. Næst yrkir Gísli Árnason til Jóns Björnssonar loftskeytamanns: Þegar hríð á húsum bylur hentar best, það er mér ljóst, að leiki við þig læraylur, ljúfar varir, fögur brjóst. Helgi Hjörvar orti við lestur ljóðabókar Matthíasar Johannessen: Illt er hlutverk örlaganna að atómskáld með rímlaust fjas og höfuðsmiður hortittanna heita skuli Matthías. Þessa frábæru vísu orti Árni Böðvarsson á Akureyri á afmælisdegi sínum: Þó eftirtekjan oft sé smá, við örðugleika að stríða, þá er einhver eftirsjá í árunum sem líða. Og næstu tvær vísur eru einnig Árna Böðvars sonar. Ortar undir vísnaþætti í útvarpinu: Af því mikið yndi hef ef ég fæ að heyra lítið, fagurt stuðlastef stikla mér við eyra. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 280MÆLT AF MUNNI FRAM Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu. Myndir / Ásdís Helga Bjarnadóttir Sögusvið Valþjófsstaðar á Fljótsdal afhjúpað: Stiklað á sögu höfuðbólsins og kirkjustaðarins frá öndverðu Sögusvið Valþjófsstaðar á Fljótsdal, sem er rétt utan við kirkjuna, var afhjúpað í liðinni viku. Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu. Hjörleifur Guttormsson hafði frumkvæði að þessu verkefni og tók saman sögulegan fróðleik um staðinn. Hann fékk til liðs við sig kirkjugarðaráð og Fljótsdalshrepp sem styrktu verkefnið bæði með ráðgjöf og myndarlegu fjárframlagi. Auk þess styrkti Brunabót verkefnið. Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá kirkjugarðaráði, hannaði svæðið og fylgdi eftir framkvæmdum. Birgir Axelsson hjá Brústeini hlóð upp sviðið. Liður í undirbúningi verksins var könnun með jarðsjá á útlínum hins forna kirkjugarðs. Innan sviðsins hefur verið komið fyrir þremur grafarmörkum frá 19. öld. Valþjófsstaðarhurðin Valþjófsstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður, þar hefur verið kirkja frá því á 13. öld. Þaðan er hin þekkta Valþjófsstaðarhurð sem varðveitt er á Þjóðminjasafni. Hún er einnig frá 13. öld með miklum útskurði í rómönskum stíl þar sem er að finna þekkt miðaldaminni. Hurðin var á kirkjunni á Valþjófsstað til ársins 1851. Núverandi kirkja á Valþjófsstað er frá árinu 1966. Veðrið skartaði sínu fegursta þegar sviðið var formlega opnað. Flutt voru áhugaverð erindi og ávörp við athöfnina og rómað ketil- kaffi og kleinur í boði sóknarnefndar á eftir. /MÞÞ Gestir skoða eitt af skiltunum sem komið hefur verið fyrir á sögusviðinu. Einstök veðurblíða lék við gesti við opnun sögusviðs Valþjófsstaðar. Hjörleifur Guttormsson tók saman sögulegan fróðleik um staðinn. Hér flytur hann ávarp við athöfnina. Þessir komu við sögu við opnun sögusviðs Valþjófsstaðarkirkju, frá vinstri eru Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjumeistari, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Hjörleifur Guttormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.