Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 56 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Gufuá er landnámsjörð Rauða- Björns, sem kom til landsins með Skallagrími Kveldúlfssyni sem nam land í Borgarfirði í upp- hafi landnáms. Jörðin var nefnd Rauðabjarnarstaðir eftir honum en hefur í gegnum tíðina skipt nokkrum sinnum um nöfn en heitir nú eftir ánni sem rennur í gegnum landið. Nokkrum sinn- um hefur hún verið í eyði og nú síðustu hálfa öld hafði ekki verið stundaður búskapur þar. Ábúendurnir Sigríður Ævars­ dóttir og Benedikt Líndal ákváðu að kaupa hana fyrir þremur árum, setjast að og hefja búskap. Að Gufuá var áður stundaður hefðbundinn blandaður búskapur með kýr, kindur og hross og hér var rjómabú í upp­ hafi 20. aldarinnar. Býli: Gufuá. Staðsett í sveit: Gufuá er staðsett í Borgarfirði, stutt fyrir norðan Borgarnes. Ábúendur: Ábúendur eru hjónin Sigríður Ævarsdóttir jarðarmóðir og Benedikt Líndal, reiðkennari og tamningameistari, ásamt Sigurjóni Líndal, 17 ára myndlistarnema, yngsta barni okkar af fjórum, Hin eru Ævar Þór, leikari og rithöfundur, Guðni Líndal, leikstjóri og handrits­ höfundur og Ingibjörg Ólöf, nátt­ úru­ og umhverfisfræðingur. Einn hundur er á bænum, tveir kettir og nokkrar hænur auk framantalins bústofns. Stærð jarðar? Landstærð er um 280 ha allt óræktað land því þau tún sem eitt sinn voru á jörðinni eru löngu orðin eins og hver annar úthagi. Hluta jarðarinnar höfum við tekið undir skógrækt og annar hluti er nýttur í verkefnið Landbúnaður og náttúruvernd í samvinnu við RML. Restin nýtist okkur til beitar. Gerð bús? Við búum með hross og stundum tamningar og þjálfun ásamt ý.k. þjónustu við hestafólk, s.s. reiðtygjaframleiðslu. Einnig eru á bænum geitur og forystu­ fé, sem nýtist fyrst og fremst í afþreyingarferðaþjónustu sem rekin er á bænum, þar sem boðið er upp á upplifanir í anda hæglætis. Þar er um að ræða göngutúra með geit­ um, heimsókn í forystufjárhús og vörðugöngur með sagnaþul og hægt að skoða betur á www.gufua.com. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er allt búið að vera mjög óhefð­ bundið hjá okkur síðan við flutt­ um að Gufuá og ekkert sem heitir hefðbundinn vinnudagur. Síðan við fluttum höfum við verið á fullu við að koma okkur hér fyrir, jafn­ framt því að skapa okkur lifibrauð og það eru alls konar verkefni sem þarf að leysa. Hér var ekkert þegar við komum svo það er drjúgur tími búinn að fara í ýmislegt sem fólki finnst eðlilegt að sé til staðar þegar það flytur í sveit. Yfirleitt er farið á fætur milli 7 og 8 og það eru endalaus verkefni. Tek bara daginn í dag sem dæmi: Hrossin tekin og sett á beit í 1 klst. Geiturnar fóru út á beit líka og geitaaðstað­ an var þrifin á meðan. Kl.11 komu gestir í geitalabb. Benni hélt áfram að innrétta hnakkageymslu á meðan hrossin voru á beit. Svo voru þau rekin að aftur og hann fór að þjálfa þau. E.h. þurfti að fara í Borgarnes í útréttingar og eftir það fórum við í að stækka bílaplan fyrir vörðugöngurn­ ar okkar svo þar kæmust fyrir rútur og stærri bílar. Country walkers hópur á vegum Iceland Encounter kemur í vörðugöngu á morgun og þá er þetta klárt. Elsti sonurinn kom í heimsókn með sína fjölskyldu í kvöldmat og eftir það var gengið frá skepnum fyrir nóttina. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Yfirleitt finnst okkur allt sem snýr að vinnunni okkar skemmtilegt og erfitt að taka þar eitt fram yfir annað. Það er ánægju­ legt að sjá árangur af því sem verið er að vinna að, hvort sem það heitir að rækta hross, temja hesta, græða upp land, planta skógi, varðveita vistgerðir eða annað. Leiðinlegast er ef skepnur misfarast, veikjast eða slasast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum fyrir okkur að við munum áfram vera í því sem við þegar erum að gera, þ.e. þjálfa hross, þjónusta hestafólk, búa til kennsluefni og stunda afþreyingar­ þjónustu, en að hugsanlega verði eitthvað af börnunum komið inn í það með okkur eftir fimm ár. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum tækifærin raunverulega vera alls staðar hvað varðar alla búvöruframleiðslu á Íslandi. Við erum með svo hreinar vörur m.v. aðra framleiðendur og eigum að gera út á þá sérstöðu, hvort sem er kjöt, mjólk, grænmeti eða ávextir. Við teljum að það séu mikil ónýtt sóknarfæri í garð­ yrkju og ylrækt á Íslandi. Það er hægt að rækta nánast allt sem okkur dettur í hug hér – ekki bara gúrkur, tómata og paprikur í gróðurhúsum. Það þarf að fara að skoða þau mál vel og athuga hvað er hægt að gera varðandi samrækt með fiskeldi á landi. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, heimatilbúin kindakæfa, AB­mjólk, lýsi og mjólk er alltaf í ísskápnum. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælasti maturinn er lambalæri steikt að hætti hússins. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?Eftirminnilegasta atvik­ ið var þegar við fluttum íbúðarhús­ ið hingað að Gufuá, eftir að vera búin að gera veg að bæjarstæðinu og gerðumst landnemar 2017 hér á þessari eyðijörð mitt í blómlegum Borgarfirðinum. Sumarlegur grillréttur og súkkulaði-fondue Chutney er upprunnið úr indversku matargerðinni og er oft borið fram sem meðlæti við kryddaða rétti. Chutney er oft búið til úr forsoðnum ávöxtum, sykri og kryddi. Þessi uppskrift af chutney inniheldur ekki soðna ávexti, heldur margar ljúffengar og bragðgóðar ferskar kryddjurtir. Chutney er auðvelt að búa til og má bera fram sem meðlæti með krydduðum réttum eða sem dressingu fyrir salöt. Chutney með kóríander og myntulaufum úr garðinum › 2 búnt af ferskum kóríander › 1 búnt af ferskum myntulaufum › 1 tsk. cumin › 2 tsk. grænt chili › 2 hvítlauksrif › 3 cm engifer › 2 msk. af lime-safa › 1 tsk. salt › 1 tsk. flórsykur › 1 msk. af vatni Aðferð Fjarlægið stilkana af ferskri myntu og kóríander. Blandið kóríander, myntulaufum, muldu kúmeni, hvítlauk, lime­safa, flórsykri, engifer og salti saman. Bætið smá vatni út í. Chutney ætti að vera þykkt, svo ekki bæta við of miklu vatni. Kryddið chutneyið með smá auka salti og sykri. Best að nota matvinnsluvél eða mortel. Ef þú þarft innblástur fyrir bragðgóða hversdagsrétti geturðu prófað að breyta kryddjurtum og nota það sem er í garðinum. Tyrknesk lambaspjót á grillið Grillkjötið er gott með grísku jógúrti, sætu tómatmauki og ilmandi íslenskri papriku. Viðkvæmasti hluti lambakjötsins – lundin – maríneruð í jógúrt og tómatmauki, framreidd með papriku og salati og jafnvel grilluðu flatbrauði eða vefjum. Þú getur keypt þennan mjúka vöðva í mörgum matvöruverslunum. Hægt er að útbúa þennan rétt líka með lambakótelettum, lambalæri eða jafnvel lambafile (hryggvöðva) með sama hætti. Til að ná sem bestum árangri skaltu nota gríska jógúrt – sem er þykkari – og gott tómatmauk. › 3 matskeiðar grísk jógúrt › 2 msk. tómatmauk › 1 matskeið ferskur sítrónusafi › 3 hvítlauksrif, marin með hlið hnífs › 2 tsk. sterkur chili-pipar, eða 1 tsk. rauðar þurrkaðar piparflögur (má sleppa) › 1 tsk. þurrkað oregano › ½ tsk. nýmalaður svartur pipar › 1/3 bolli jómfrúar ólífuolía › 1½ pund lambalund eða bógur (beinlaus) › Sætt eða heitt paprikuduft, helst tyrkneskt ef fólk er á ferðalögum eða fer í framandi kryddbúðir › flögusalt Aðferð Setjið jógúrt, tómatmauk, sítrónusafa, hvítlauk, chili­pipar, oreganó og svartan pipar í stóra blöndunarskál og blandið saman. Þeytið ólífuolíunni smám saman út í. Ef þið notið lambalund, skerið hana þversum í 3 cm bita. Ef þið notið frampart, skerið hann í jafna bita. Bætið lambinu í skálina með marineringunni og látið marínerast í kæli, lokað í 4 klukkustundir eða yfir nótt; því lengur sem það marínerast, því ríkara verður bragðið. Takið lambakjötið úr marineringunni og hendið henni. Þræðið síðan lamba­ kjötið upp á spjót, þversum ef þið notið lambalund. Stráið mjög ríku­ lega með papriku og salti á spjótin á allar hliðar. Kjötið ætti að vera þakið kryddi. Þegar þið eruð tilbúin til að elda, penslið og smyrjið vel ef þið notið grillrist. Raðið spjót­ unum á heitt grillið og grillið þar til lambið er fallega brúnt og eldað í gegn, í 4 til 6 mínútur á hlið, 8 til 12 mínútur samtals, fyrir miðlungs steikt kjöt. Flytjið grillaða lambakjötið á fat eða diska, framreiðið lambakjötið með bökuðum lauk og steinselju og grilluðu flatbrauði til að pakka þessu öllu saman. S’MORES ávaxta- og súkkulaði-fondue › 1 pakki Graham-kex › 1 súkkulaðikex › 1 poki sykurpúðar › 1 krukka hnetusmjör (valfrjálst) Fondue-dýfa › 1 poki mjólkursúkkulaðibitar › Eða af hvítum súkkulaðibitum › 6-8 msk. mjólk Kruðerí: › 12 súkkulaðikökur, muldar › 1 ½ bolli nammi að eigin vali › 1 bolli rifinn kókos, (mjöl) › 3/4 bolli ávextir Aðferð Búið til fat með ýmsum kextegund­ um og sykurpúðum. Skerið ávexti og íslensk jarðarber og setjið á disk. Geymið í kæli þar til það er tilbúið til að bera fram. Í örbylgjuofni í skál (eða yfir eldi í steypujárni), blandið saman mjólk­ ursúkkulaðispæni með þremur matskeiðum af mjólk. Örbylgjuofn í 60­90 sekúndur þar til súkkulaði byrjar að bráðna. Hrærið þar til það er alveg slétt. Ef súkkulaðið er enn of þykkt til að dýfa, haldið áfram að bæta við mjólk, eina matskeið í einu þar til það er þynnra. Setjið 12 súkkulaðikökur í lokaðan plastpoka. Myljið smákökur með kökukefli eða tréskeið. Berið fram skál til að auðvelda dýfingu. Útbúið nammibar og skerið í passlega bita, á stærð við krónu. Berið fram í skál til að auðvelda dýfingu. Mælið út einn bolla af kókos í skál. Setjið svo á spjót og látið gesti dýfa ávöxtum og sykurpúðum í fondue sósu og dýft aftur í nammi, kex og kruðerí. Eða grillið sykurpúðana og gerið frægu sykurpúðasamlokurnar með Gramkexinu. Athugið: Ef boðið er upp á súkkulaðisósu í steypujárnspönnu, vinsamlegast farið varlega þar sem pannan verður mjög heit. Ég legg til að flytja yfir í annað ílát ef börn eru til staðar. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Gufuá Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.