Bændablaðið - 26.08.2021, Side 39

Bændablaðið - 26.08.2021, Side 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 39Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Þann 30. júní sl. kvað yfirskatta­ nefnd upp úrskurð nr. 125/2021 þess efnis að hollenskur pitsuostur sem fluttur var hingað til lands og ætlaður til sölu á stóreldhúsa­ markaði skyldi flokkast sem ostur og af honum þyrfti að greiða toll. Innflytjandinn hélt því fram að pitsuosturinn ætti að flokkast sem jurtaostur og þar af leiðandi væri innflutningurinn tollfrjáls. Um var að ræða mjólkurost en 80% af honum voru gerð úr hefð bundnum mozzarellaosti en 20% úr ostlíki, að því er fram kemur í úrskurðinum. Þar segir að tollskrárnúmerið sem innflytjandi vildi notast við væri ætlað fyrir staðgönguvörur osts sem innihéldu ekki mjólkurafurðir, til dæmis vegan osta. Tollgæslustjóri hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að varan teldist vera unninn ostur (e. processed cheese). Í úrskurðinum segir m.a.: „Framleiðslu vörunnar væri ekki ætlað að breyta megineinkennum mozzarellaostsins heldur þvert á móti viðhalda einkennum hans og breyta hitunareiginleikum hans.“ Kröfu kæranda (innflytjandans) um breytingar á bindandi áliti tollgæslustjóra var hafnað. Þá var kröfu kæranda um að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði enn fremur hafnað. Misræmi í magntölum um innflutning Þetta mál er angi af því máli sem hófst snemma árs 2020 þegar það uppgötvaðist að mun meira var flutt út af osti frá sumum löndum ESB til Íslands. Síðar kom í ljós að þetta misræmi á við margar fleiri búvörur, þar á meðal kjöt og kjötvörur, sem og grænmeti. Sem dæmi þá voru 1.045 tonn flutt út af unnum kjötvörum frá ESB- löndum til Íslands árið 2019 en inn til landsins voru skráð 399 tonn. Yfirvöldum s.s. fjármála ráðu- neyti og tollyfirvöldum, var bent á þetta með ítarlegum gögnum og rökstuðningi. Þetta varð til þess að misræmið var tekið til sérstakrar umræðu á Alþingi þann 22. október að beiðni þingmanna Miðflokksins. Þá óskuðu þingmenn Miðflokksins eftir að Ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á þessari fram- kvæmd. Sú vinna stendur enn yfir en verður vonandi lokið nú á haust- dögum. Fjármálaráðherra skipaði sérstakan starfshóp um málið í janúar en ekkert hefur spurst til niðurstöðu þeirrar vinnu. Var þessi starfshópur skipaður til að vinna í málinu eða sópa því undir teppi stjórnarráðsins? Í ljós hefur einnig komið að Skatturinn hefur lengi vitað af því að skýrslur innflytjenda eru gloppóttar og há villutíðni hjá sumum innflutningsfyrirtækja. Um það vitna skýrslur hjá Skattinum sjálfum. Lög skulu standa Íslenska tollskráin er lögfest sem viðauki við tollalög og öllum ber að fara eftir henni. Mikilvægt er að henni sé fylgt og rétt skráð bæði tollflokkur vöru og upprunaland þar sem þessir þættir ráða álagningu tolla. Stórefla þarf eftirlit með inn- flutningi landbúnaðarvara og framfylgni með tollskrá. Þetta ætti að vera forgangsmál áður en nýir samningar um viðskipti með landbúnaðarvörur eru gerðir. Þrátt fyrir þetta var enn bætt í tollfrjálsa kvóta landbúnaðarvara í viðskiptasamningi við Bretland sem utanríkisráðherra kynnti í júníbyrjun. Það er lágmarks krafa að atvinnuvegaráðuneytið haldi uppi vinnu til að fylgjast með þessu samræmi innflutningstalna til Íslands og útflutningstalna frá t.d. stærstu viðskiptalöndum okkar í ESB. Þetta er grundvallarforsenda þess að milliríkjasamningar séu rétt framkvæmdir. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám LESENDARÝNI Ostur er og verður ostur Erna Bjarnadóttir. Reiðkennari við Háskólann á Hólum Auglýst er til umsóknar staða reiðkennara við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli. Starfssvið • Reiðkennsla og tengd verkefni. • Þjálfun á hestakosti háskólans og sýningar. Menntunar- og hæfnikröfur • Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur um starfið er til 9. september 2021 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun á netfangið umsoknir@holar.is merkt reiðkennari. Nánari upplýsingar um starfið veita Elisabeth Jansen deildarstjóri (jansen@ holar.is) og í síma 8623788 og Mette Mannseth (mette@holar.is) og í síma 8338876. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um 50 manns tóku þátt í fyrsta almenna gróðursetningardegi Loftslagsskóga Reykjavíkur 14. ágúst, þar sem ríflega 1.000 trjáplöntur voru gróðursettar í hlíðum Úlfarsfells. Loftslagsskógunum er ætlað að kolefnisjafna starfsemi Reykja- víkurborgar og verða um leið að fallegum útivistarskógum. Á vef Skógræktarfélags Reykja- víkur (heidmork.is) kemur fram að með verkefninu sé reynt að virkja almenning til þátttöku í skógræktinni, vekja áhuga og auka þekkingu. Á gróðursetningardeginum var bæði vant fólk og nýgræðingar sem tóku sín fyrstu skref í skógræktinni. „Gríðarleg tækifæri felast í að auka skógrækt til að hamla gegn loftslagsbreytingum og búa um leið til fallegt, gróskumikið og verðmætt umhverfi. Skógræktar- félag Reykjavíkur, sem ræktar upp skóginn fyrir hönd Reykjavíkurborgar, stefnir að því að halda fleiri gróðursetningardaga í Loftslags skógunum – bæði fyrir almenning og afmarkaða hópa,“ segir á vefnum um verkefnið. Hver hektari bindur um sjö tonn að meðaltali á ári Á vef Skógræktarfélagsins er haft eftir Gústafi Jarli Viðarssyni, skóg- fræðingi og starfsmanni félagsins, að á hverjum hektara skóglendis bindist 7 tonn á ári af CO2, að meðaltali næstu 50 árin. „Trjáplöntur binda nær ekkert kolefni fyrstu árin meðan þær eru að koma sér fyrir í jarðveginum. En þegar vöxtur þeirra er kominn vel af stað er bindingin mikil og nær þessu meðaltali yfir 50 ár. Hve mikið kolefni trén binda veltur meðal annars á aðstæðum og trjátegundum. Á Íslandi bindur birki oft um þrjú og hálft tonn á hektara, sitkagreni um sjö en ösp getur bundið um 20 tonn af kolefni, vaxi trén í frjósömu landi.“ /smh SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Gróðursetningardagur haldinn í Loftslagsskógum Reykjavíkur – Um 50 manns gróðursettu ríflega 1.000 trjáplöntur Frá gróðursetningardeginum í Úlfars­ felli. Myndir / Skógræktarfélag Reykjavíkur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.