Bændablaðið - 26.08.2021, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
LESENDARÝNI
Kröfur fjármálaráðherra í land á Vestfjörðum – 2. hluti
Landamerkjalýsingar skv. landamerkjalögum 1882 og „merki
þar er fjöll þau eru, er vatnföll deilast“ skv. Jónsbók 1282
Í landbúnaðarsamfélagi 19. aldar
var land undirstaða lífsafkomu
og samfélagsstöðu og hafði verið
svo frá landnámi. Fyrir þjóð
sem er að vakna til sjálfstæðis
er skýr afmörkun eignarhalds á
landi mikilvæg fyrir landnýtingu
og efnahag, enda eignarréttur-
inn undirstaða atvinnufrelsis og
drifkraftur framtakssemi og vel-
megunar.
Eignarrétturinn er friðhelgur
samkvæmt stjórnarskránni, þar sem
þessum grundvallarmannréttindum
er veitt mikilvæg vernd fyrir yfir
gangi valdhafa. Mikilvægi þessar
ar friðhelgi og verndar fyrir land
eigendur hefur aldrei verið meira en
í þjóðlendukröfum ríkisins.
Kröfur um þjóðlendur
að húsabaki
Þjóðlendukröfur ríkisins í Ísafjarðar
sýslum ná yfir um 40% lands sýsln
anna. Í 200 blaðsíðna kröfulýsingu
ríkisins eru 150 síður texti úr
sóknarlýsingum og landamerkjalýs
ingum. Kröfugerðin er lína dregin
eftir fjallsbrún á korti með óljósum
hæðarlínum, og skilgreinir ríkið
„frambrún fjalls þar sem skörp skil
eru oft í hæðarlínum s.s. frambrún
kletta eða önnur skil, nema annað
sé tekið fram.“
Ríkið telur mörk jarðar inn til
landsins fjallsbrún ef landamerki
aðliggjandi jarða við ströndina er
sagt í fjallshlíð eða fjall í landa
merkjalýsingu. Sé landamerki ekki
lýst lengra, landamerkjalýsing óskýr,
land lítt aðgengilegt, lítt gróið, og í
töluverðri hæð gerir ríkið kröfu um
að landið sé þjóðlenda. Ríkið vísar
ekki kröfum sínum til stuðnings til
gagna um að land sé lítt aðgengilegt
eða lítt gróið. Skiptir ekki máli þó
í landamerkjalýsingu (Stapadalur)
segi: „Til fjalla ræður vatnahalli
merkjum.“
Af kröfugerð ríkisins að dæma
mætti helst halda að Vestfirðingar
hafi aldrei komið upp á fjalllendi
sitt og að það væru fjarlæg ónumin
víðerni sem biði þess enn í dag að
vera uppgötvuð. Svo er ekki.
Eftir að Gísli Súrsson skaut
Þórodd til bana fór Gísli upp á fjallið
vestan Haukdals eða að húsabaki líkt
og sögur segja um þá dramatísku
atburði. Að fara að húsabaki er ekki
að fara yfir ónumið og óþekkt land.
Skjalaskoðun við skrifborð í
Reykjavík gæti gefið þá hugmynd
að allt ósagt í skjölum um land ofan
fjallsbrúnar sé ónumið land. Svo er
ekki og hefur aldrei verið. Það sem
er ósagt í skjölum er oft sagt í lögum
og landamerkjalýsingar verður að
skoða í ljósi þeirra laga er menn
höfðu í huga og voru í gildi á ritun
artíma þeirra.
Landnám – eignarland
og almenningar
Landnáma er elsta heimildin um
landnám Íslands 874930 og veitir
upplýsingar um numið land og
landnámsmenn og ættir þeirra.
Samkvæmt Landnámu byggðist
Ísland af Norðmönnum, einstak
lingum tóku á sig fyrstu þekktu út
hafssiglingar sögunnar til að flýja
ofríki konungs. Landnámsmenn
þáðu ekki land sitt úr hendi konungs
líkt og venja var í Evrópu, heldur
með því að marka sér land gagnvart
öðrum landnámsmönnum. Hér er um
grundvallarmun að ræða.
Við lok landnámsaldar var Ísland
albyggt eins og segir í Landnámu.
Ónumdu landi var ekki lengur til að
dreifa. Land á Íslandi var numið sem
eignarland í nútíma eignarréttarleg
um skilningi. Enginn valdhafi gat
takmarkað réttindin yfir hinu numda
landi. Um afnotanám var ekki að
ræða enda það seinni tíma hugtak.
Landnáma minnist á almenninga
og bæði Grágás, lagasafn þjóðveldis
ins (9301262), og Jónsbók, lögbók
Íslendinga í árhundruð, hafa ákvæði
um almenninga. Með lögtöku
Jónsbókar 1282 varð engin breytng
á meginreglunni um almenninga en
þar segir: „Svá skulu almenningar
vera sem at fornu hafa verit, bæði
hit efra ok hit ytra.“ (Sjá umfjöllun
í fyrri grein frá 11. mars sl. á bbl.is.)
Tilvitnuð orð Jónsbókar fela í sér
að heimildir þurfi að finnast fyrir því
almenningar hafi verið til að fornu.
Ef land er ekki almenningur er það
numið land og eignarland.
Í dag verða eigendur fasteigna
að sýna fram á þinglýstar eignar
heimildir fyrir eign sinni, t.d.
þinglýsta kaupsaminga eða afsöl.
Landamerkjalýsingar jarða lýsa
mörkum þeirra og eru í landamerkja
skrám sem gerðar eru samkvæmt
landamerkjalögum. Landeigandi
skráir landamerki jarðar sinnar og
skal geta þar ítaka og hlunninda
hennar, einnig þeirra er henni fylgja
í lönd annarra. Landamerkjalýsingu
þessa skal landeigandi sýna hverjum
þeim sem á land til móts við hann og
þurfa báðir aðilar að samþykkja hana.
Tilgangur landamerkjalaga
hefur frá öndverðu verið að koma
í veg fyrir landamerkjadeilur á
milli landeigenda. Hann var ekki
að tryggja rétt landeigenda gagn
vart ásælni ríkisvaldsins enda rétti
landeiganda veitt sérstök vernd fyrir
henni í eignaréttarákvæði stjórnar
skrárinnar.
Afmörkun jarða samkvæmt
Jónsbók til sjávar og fjalla
– netlög og vatnaskil
Lög um land eru jafngömul byggð
í landinu. Segja má að slík lög
séu tvenns konar, annars vegar
málsmeðferðarreglur við afmörkun
lands og hins vegar efnisreglur um
afmörkun lands.
Í Grágás eru ákvæði um landa
merkjamál. Almennt var manni
skylt að leggja löggarð eða merkja
garð um land sitt ásamt þeim er
átti land að því, ef sá krafðist þess.
Skyldi garði haldið við. Menn
þurftu ekki að girða, ef landeigend
ur samliggjandi jarða voru sammála
um að gera það ekki. Milli margra
jarða hafa því engir löggarðar verið
lagðir. Menn hafa þar sett einhver
merki eða miðað við örnefni sem
er mun algengara.
Í Jónsbók eru fyrirmæli um
merkjamál en sömu meginreglur
eru þar um garðlagsskyldu og í
Grágás. Engin önnur trygging en
hagsmunir landeigenda voru fyrir
því að gerð væru glögg landamerki
eða þeim væri vel haldið við.
Í bæði Grágás og Jónsbók eru
ákvæði um að þegar land var selt,
var seljanda skylt að greina merki
og ganga á merki ef kaupandi kraf
ist þess. Ekki var þó skylt að ganga
merki á fjöllum þar sem vatnaskil
eru á milli héraða. Ákvæði um
merkjagöngur eru bæði í land
brigðaþætti Grágásar og land
brigðabálki Jónsbókar frá 1282,
og segir þar eftirfarandi:
„Eigi er skylt að ganga á merki
þar er fjöll þau eru, er vatnföll deil
ast millum heraða, ok eigi er skylt
að ganga úr búfjárgangi á fjöll upp,
kveða skal þar á merki.“
Efnisreglur Jónsbókar um mörk
jarða til fjalla (vatnaskil) og sjávar
(netlög) eru grundvallarreglur um
mörk jarða og hafa verið það öldum
saman. Þjóðlendulög breyttu því
ekki.
Landamerkjalýsingar og ákvæði
Jónsbókar um vatnaskil
Allir sem hafa gengið á fjöll á
Íslandi hafa líklega velt fyrir sér
hver sé eigandi fjalllendisins og
hvar mörk aðliggjandi jarða séu,
t.d. þegar gengið er yfir fjöll á milli
fjarða. Landamerkjalög 1882 nefna
að oft séu glögg landamerki sem
náttúran hefur sett, svo sem fjöll,
gil, ár eða lækir. En hver eru mörk
aðliggjandi jarða til fjalla þegar
þessi glöggu landamerki frá nátt
úrunnar hendi eru ekki til staðar?
Þegar gengið er yfir fjalllendið
á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
er farið yfir mörk aðliggjandi jarða í
sitthvorum firðinum. Landamerkjum
þessara jarða til fjalla, sem skilja að
firðina, er ekki lýst í landamerkja
lýsingum. Sama á reyndar einnig við
um mörk jarða til sjávar (netlög).
Þegar Lokinhamraheiðin er gengin á
milli Lokinhamradals og Haukadals
er gengin er farið yfir mörk aðliggj
andi jarða. Þessum landamerkjum
er ekki lýst í landamerkjabréfi,
sem hefði verið auðvelt með vísan
til fjallstopps því ekki er flatlendi
á heiðinni Hver er skýringin á að
þessum mikilvægu landamerkjum
jarða er ekki lýst í landamerkjalýs
ingum?
„Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar“
í Gísla sögu Súrssonar er ein fræg
asta setning Íslendingasagna. Hún
er um vatnaskil og margræð, líkt
og kennt hefur verið í efri bekkjum
grunnskóla. Reglan um að vatnaskil
skilji að jarðir til fjalla er lifandi í
réttarvitund almennings og hefur
verið um aldir. Bæði Grágás og
Jónsbók frá 1282 hafa ákvæði sem
fjalla um landamerki jarða til fjalla
þar sem „vatnföll deilast“. Að land
á fjalli tilheyri jörð sem vatn renn
ur til eða vötn halla að felur í sér
náttúruleg mörk bújarðar. Það eru
landmerki sem náttúran hefur sett
þó þau teljist ekki glögg líkt og gil,
á eða lækur.
Ef lög líkt og Jónsbók gerir
kveða á um mörk jarða til fjalla og
menn treysta lögunum er óþarfi að
endurtaka þau í landamerkjalýs
ingu. Landamerkjalýsingar sam
kvæmt fyrstu landamerkjalögum
nútímans frá 1882, þar sem í fyrsta
sinn er kveðið á um gerð landa
merkjalýsinga og skráningu þeirra
hjá stjórnvöldum (sýslumönnum)
verður að lesa með hliðsjón af
ákvæðum Jónsbókar til að fá full
nægjandi mynd af mörkum jarða.
Landamerkjalýsing sem þannig er
lesin er ekki óskýr þó hún lýsi ekki
landamerkjum til fjalla.
Gildi ákvæða Jónsbókar 1282 –
aldagömul réttaróvissa
Ákvæði Jónsbókar um „merki þar
er fjöll þau eru, er vatnföll deilast“
er ekki í lagasafninu sem birt er
á vef Alþingis. Kaflar úr Jónsbók
eru í lagasafninu en óljóst er hvaða
kaflar hafa verið formlega felldir
úr gildi og hverjir ekki. Rannsókn
hefur ekki farið fram á því.
Reglur Norsku Laga Kristjáns V.
Danakonungs frá 15. apríl 1687 um
landamerkjamál og skyld mál voru
notaðar hér samkvæmt konungs
bréfi 1732 og síðari lagaboðum um
sama efni, en þær voru einungis
um dómsmeðferð. Norsku lögin
voru felld úr gildi með núgildandi
lögum nr. 41/1919 um landamerki
o.fl. Einnig, líkt og þar segir; „svo
og öll önnur ákvæði í lögum, sem
koma í bága við lög þessi.“
Við einveldið 1662 hurfu leifar
löggjafarvalds Alþingis. Lögbækur
fyrir Danmörk og Noreg komu
fljótlega en sú fyrir Ísland kom
aldrei. Á átjándu öld komu óljósar
konungstilskipanir um gildi Norsku
laga á Íslandi. Leiddi það til réttaró
vissu og voru dómar oft byggðir á
dönskum og norskum lögum, sem
ekki höfðu verið sett fyrir Ísland
eða birt hér. Réttaróvissa var um
gildi ákvæða Jónsbókar.
Í Jónsbókarútgáfu 1858
reyna t.d. amtmaður Norður og
austur amtsins og sýslumaður
Eyjafjarðarsýslu að gera grein fyrir
hvað úr Jónsbók sé gildandi réttur
í landinu. Ákvörðun um hvað eru
sett lög í landinu eru ekki á hendi
framkvæmdavaldsins, sýslumanna,
ritstjórnar lagasafnsins eða nefndar
um grisjun laga og lagahreinsun
líkt og þeirrar sem skipuð var árið
1985.
Á síðasta Alþingi var lögð fram
þingályktunartillaga um netlög
jarða og að fela sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra að móta
tillögur til úrbóta í ljósi þess að
margt bendir til að réttaróvissa sé
um skilgreiningu netlaga, og ráð
herra kanni hvort færa ætti ákvæði
2. kapítula rekabálks Jónsbókar
um afmörkun netlaga aftur inn í
lagasafnið. Í gildandi jarðalögum
merkja netlög 115 metra sjávarbotn
út frá stórstraumsfjöruborði landar
eignar, og 115 metra vatnsbotn frá
bakka stöðuvatns. Ekkert ákvæði er
í jarðalögum um vatnaskil og mörk
jarða til fjalla.
Ofangreint ákvæði landbrigða
bálks Jónsbókar um merkjagöngur
er ekki í lagasafninu. Efnisreglur
Jónsbókar um merki lands þar sem
vötn deilast hafa ekki verið felld
ar úr gildi með lögum svo vitað
sé. Réttaróvissa um gildi ákvæða
Jónsbókar er aldagömul og var til
staðar þegar landamerkjalýsingar
samkvæmt landamerkjalögum 1882
voru gerðar og er enn til staðar.
Ákvæða Jónsbókar um merkja
göngur og „merki þar er fjöll þau
eru, er vatnföll deilast“ er ekki
getið í frumvarpi því sem varð að
þjóðlendulögum.
Í kröfulýsingu ríkisins á
Vestfjörðum er vísað til landa
merkjalýsinga en þá ekki er jafn
framt getið ákvæða Jónsbókar um
mörk jarða til sjávar (netlög) og
fjalla (vatnaskil), sem hefði verið
eðlilegt því landamerkjalýsingar
þar fjalla um hvorugt. Ríkið getur
ekki byggt á því að landamerkjalýs
ingar séu óskýrar og þær lýsi ekki
merkjum til fjalla, þegar Jónsbók
kveður á um að merki til fjalla séu
þar sem vatnföll deilast.
Landamerkjalög 1882 og
fyrstu landamerkjaskrárnar
Á fyrstu árum hins endurreista
Alþingis – stofnað með konungs
tilskipun 1843 og kom fyrst saman
1845 – komu fram bænaskrár frá
ýmsum héruðum til hins ráðgef
andi Alþingis um að samdar yrðu
glöggar landamerkjalýsingar jarða.
Málið kom fyrst fyrir Alþingi 1847
en var frestað. Árið 1849 var
stjórnin beðin að leggja fram frum
varp en því var ekki sinnt. Málið
lá í þagnargildi 28 ár eða til 1877
er frumvarp til laga um landamerki
og gjörðir í landaþrætumálum kom
fyrir Alþingi. Þá var kosin nefnd um
málið sem samdi nýtt frumvarp, en
stjórnarskráin 1874 hafði þá veitt
Alþingi takmarkað löggjafarvald
með synjunarvaldi konungs sem
hann beitti nokkrum sinnum. Málið
Eyjólfur Ármannsson.