Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Í Bændablaðinu hinn 22. júlí sl.
birtist eftir mig grein undir fyrir
sögninni „Að nefna snöru í hengds
manns húsi“. Greinin fjallaði um
þann látbragðsleik sem viðgengst
í kringum „besta fiskveiðikerfi í
heimi“ – íslenska fiskveiðistjórn
unarkerfið.
Frá því greinin birtist hef ég
fengið fjölmörg símtöl og tölvupósta
frá einstaklingum sem eru eða voru
starfandi í sjávarútveginum, ásamt
fólki sem þekkir til en hefur lítið eða
ekkert komið þar nálægt.
Ekki einn einasti stjórnmála
maður eða starfsmaður innan stjórn
sýslunnar hefur séð ástæðu til að
hafa samband. Hvað þá forystu
menn eða fulltrúar annarra samtaka
í sjávarútvegi. Þá hafa fjölmiðlar, að
undanskildum 200 Mílum Mbl.is,
ekki raskað næturró minni.
Þessi staðreynd er birtingarmynd
þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur
verið hingað til þegar brottkast
kemst í umræðuna:
1. Skjóta sendiboðann
2. Þegja þunnu hljóði
3. Loka augunum
Hingað til hefur þetta gefist prýði
lega. Brottkastið hverfur á svip
stundu og leikritið heldur áfram
eftir hlé.
Það er vert að rifja upp tvö dæmi
af mörgum, annað gamalt en hitt
nýlegt.
Árið 1989 fékki Kristinn Péturs
son, fv. þingmaður og fisk verkandi,
Skáís til að framkvæma skoðana
könnun um þessi mál. Niður staðan
var sláandi: u.þ.b. 53 þúsund tonn
færu í hafið árlega, þ.a. 28 þúsund
tonn af þorski. Kristinn fékk að
sjálfsögðu bágt fyrir. Þáverandi for
stjóri Hafrannsókna stofnunarinnar
fullyrti að talan væri um 4 þúsund
tonn – án þess að leggja fram nokkur
einustu gögn því til stuðnings. Þá
fékk Kristinn gusuna yfir sig frá stór
útgerðinni um að vafasamar hvatir
byggju að baki.
Á árabilinu 20082016 komst
frystitogarinn Kleifaberg í frétt
irnar þegar sýnd voru í frétta
skýringaþættinum Kveik fjögur
myndskeið af brottkasti. Fiskistofa
endaði með því að svipta skipið veiði
leyfi í ársbyrjun 2019. Það stóð stutt.
Sjávarútvegsráðuneytið ógilti svipt
inguna. Glósurnar sem „uppljóstrar
arnir“ fengu voru af sama meiði og
Kristinn Pétursson fékk á sínum tíma.
Nú er hins vegar komin upp
gjörólík staða. Í þetta skipti heitir
sendiboðinn Fiskistofa, opinber
stjórnsýslustofnun. Miðað við við
brögðin sem ég rek hér að framan
er aðferðafræðin því orðin tvö síðari
stigin, þegja og sjá ekki neitt.
Sjálfur hef ég ekki leynt þeirri
skoðun minni að vinnubrögð
Fiskistofu séu, svo ekki sé fastara
að orði kveðið, á dökkgráu svæði
þar sem hún beitir drónum án þess
að láta vita fyrirfram að slíkt eftirlit
sé í gangi. Á sama tíma verður ekki
fram hjá því litið að það myndefni
sem stofnunin hefur undir höndum er
þess eðlis að komið er að vatnaskil
um. Það er einungis tímaspursmál
hvenær fleiri en Fiskistofa fara að
senda dróna á loft.
Nú finnst sjálfsagt einhverjum
liggja beinast við að stjórnvöld setji
saman starfshóp þar sem hlutaðeig
andi aðilar yrðu dregnir að borðinu og
skikkaðir til að ræða málin af hrein
skilni og leita allra leiða til að þessi
ósómi heyri sögunni til.
Ég er ekki viss um að það skili
miklu. Eftir að Skáís gerði könnun
ina 1989 voru þrjár nefndir skipaðar
af þáverandi sjávarútvegsráðherra og
niðurstaðan engin. Innantómt blað
ur um „hert eftirlit“ og „lögreglu
rannsóknir“.
Ég ætla engu að síður að skora á
sjávarútvegsráðherra að gera það eitt
af sínum síðustu embættisverkum að
stofna slíkan starfshóp. Það má lengi
lifa í voninni.
Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun
minni að stærstur hluti vandans
liggur í fyrirkomulagi fiskveið
anna: veiðirétti úthlutað í kílóum.
Lái mönnum hver sem vill að þeir
losi sig við kíló sem lítið fæst fyrir
eða þeir eiga ekki veiðiheimildir
fyrir. Eftir því sem veiðiheimildir eru
skornar meira niður eykst vandinn.
Óttinn við þá umræðu á sér þá
birtingarmynd að stjórnvöld, jafnt
sem hagsmunaaðilar, setja lepp
fyrir augað sem ætti að fylgjast
með þessu.
Öðru máli gegnir þegar strand
veiðar smábáta eiga í hlut. Þar er
vakað yfir hverju einasta kílói sem
þeir draga úr sjó og hverri einustu
mínútu sem þeir eru við veiðar. Þar
er smásjánni beitt af vísindalegri
nákvæmni.
Strandveiðar
Strandveiðitímabili ársins 2021
lauk miðvikudaginn 18. ágúst sl.
Öll fyrirheit um 48 daga til veiða
fóru því fyrir ekki neitt. Til þess
að svo hefði mátt vera þurfti að
bæta við nokkur hundruð tonnum
af þorski, einhverju sem engu
skiptir í stofnstærðarmælingum
né neinu öðru. Allt sem þurfti var
pólitískur vilji.
Fyrir stuttu kynnti Hafró niður
stöður úr sínum stofnstærðar
mælingum, m.a. þá niðurstöðu
sína að vísitala þorsks hefði
lækkað um heil 22% milli ára.
Einhverjum kynni að koma til
hugar að þessi mikla niðursveifla
myndi ekki hvað síst endurspegl
ast í aflabrögðum smábáta, þeirra
sem nota handfæri, veigaminnsta
veiðarfærið í atvinnuveiðum
Íslendinga.
Því er ekki að heilsa. Veiði
strandveiðibáta jókst frá fyrra ári,
þótt sú aukning sjáist ekki á öllum
svæðum.
En svo ég gerist spámaður
í eigin föðurlandi um það sem
þessi greinarstúfur fjallar, þá mun
tilveran lítið breytast við þessar
ábendingar.
Leppurinn verður áfram fyrir
öðru auganu og hinu troðið ofan
í smásjána.
Arthur Bogason
formaður Landssambands
smábátaeigenda
Laukar og hnúðar eru forða
rætur sem safna í sig næringu
og geyma hana yfir veturinn.
Laukjurtir eru því vel undir
það búnar að hefja vöxt
snemma á vorin, jafnvel áður
en snjóa leysir.
Best er að setja haustlauka
niður fyrir fyrstu frost, í
september eða október, en ekkert
mælir gegn því að setja þá niður
síðar, eða svo lengi sem tíðin
leyfir. Margar laukjurtir þurfa
að standa í freðnum jarðvegi
í nokkrar vikur til þess að
undirbúa sig fyrir vöxt að vori.
Laukar þrífast best á þurrum stað
í vel framræstum og sendnum
jarðvegi. Flestar tegundir kjósa
skjól og birtu en hátíðarliljur þola
nokkurn raka og skugga.
Einföld þumalfingursregla
segir að setja skuli laukana
niður sem nemur tvö til þrefaldri
hæð þeirra, og heldur dýpra í
lausum jarðvegi. Hentugt bil á
milli lauka er tvisvar sinnum
þvermálið. Fallegast er að planta
laukum þétt, milli 50 og 100 á
fermetra, eða 10 til 15 saman
í hnapp eftir stærð laukanna,
þannig að þeir komi upp eins
og stór blómvöndur. Best er að
grafa holu í rétta dýpt með lítilli
skóflu eða stinga fyrir laukunum
með laukajárni og losa um
jarðveginn. Gott er að setja mold
sem blönduð er með lífrænum
áburði, þangmjöli eða hænsnaskít
í botninn og yfir laukana. Einnig
má blanda eilitlu af tilbúnum
áburði við moldina áður en hún
er sett yfir þá. Þegar búið er að
hylja laukana með góðri mold
skal þjappa jarðveginn varlega
og hylja hann með laufi eða
trjákurli og vökva.
Laukar fara vel í beðum innan
um tré, runna og fjölæringa og
sumir gefa beðunum lit snemma
á vorin auk þess sem runnar veita
laukstilkunum ágætan stuðning
í hvassviðri. Einnig er fallegt
að setja lágvaxna haustlauka í
grasflötina og gaman að fylgjast
með þeim á vorin þegar þeir
koma upp og blómstra áður en
grasið fer að vaxa.
Þeir sem ekki hafa aðgang að
garði geta sett haustlauka í ker
eða potta með gati á botninum,
og haft á svölum eða tröppum.
Blanda þarf moldina í kerunum
með sandi eða vikri og setja möl
í botninn svo að hún verði ekki
of blaut.
Haustlaukar þurfa litla
umhirðu eftir að þeir eru settir
niður. Ef þeir blómstra illa er
ástæðan líklega sú að þeir standa
í bleytu eða skugga.
Margar tegundir safna ekki
nægum forða yfir sumarið til að
blómstra árið eftir.
Leggháar tegundir geta þurft
stuðning eða uppbindingu.
Laukjurtir þola illa
köfnunarefnisríkan áburð þar
sem hann eykur ofanjarðarvöxt
á kostnað neðanjarðarhlutans.
Kalí og fosfóráburður hentar
laukum betur þar sem hann eykur
blómgun og frostþol.
Eftir blómgun á að klippa
blómstöngulinn burt svo að
plantan eyði ekki orku í að
mynda fræ. Blöðin þurfa aftur
á móti að sölna áður en þau
eru klippt burt. Séu þau klippt
of snemma nær laukurinn ekki
að safna forða fyrir veturinn og
blómgast ekki árið eftir. Mörgum
finnst ljótt að sjá sölnuð blöð
og er þeim oft bent á að klippa
helminginn burt og binda blöðin
saman með teygju en slíkt er
ekki ráðlegt vegna þess að það
skerðir mjög vöxt og eftirþroska
laukanna. Einnig má setja lauka
niður í þar til gerðar körfur og
má þá taka þá upp og flytja annað
eftir blómgun. /VH
STEKKUR NYTJAR HAFSINS
og smásjáin
Strandveiðitímabili ársins 2021 lauk miðvikudaginn 18. ágúst sl. Öll fyrirheit um 48 daga til veiða fóru því fyrir ekki
neitt. Til þess að svo hefði mátt vera þurfti að bæta við nokkur hundruð tonnum af þorski, einhverju sem engu
skiptir í stofnstærðarmælingum né neinu öðru. Allt sem þurfti var pólitískur vilji.
Arthur Bogason.
Haustlaukar
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa
stöðvað veiðar með trolli á stórum
svæðum meðfram strönd landsins
til að vernda þangskóga og að leyfa
þeim að jafna sig eftir margra ára
illa meðferð.
Í dag hefur rúmlega 260 þús
und ferkílómetra hafsvæði utan við
Sussex verið friðað fyrir troll og
snurvoðarveiðum. Vonast er til að
með stöðvun veiðanna muni þang
skógarnir og hrygningarstöðvar
ýmissa lífvera og fisktegunda ná
að jafna sig eftir áratuga slæma
meðferð. Umhverfisverndarsinninn
og fræðarinn David Attenborough
hefur verið ötull stuðningsmaður
verndaraðgerðanna og segir þær
tímamótaskref í átt til verndunar
hafsvæða umhverfis Bretlandseyjar.
Lífríki þangskóganna er gríðar
lega fjölbreytt og vistkerfi þeirra
margbreytilegt þar sem innan um
þangið eru uppeldisstöðvar margra
nytjategunda, auk þess sem á botni
þess lifa krossfiskar, ígulker og
ótalinn fjöldi tegunda af smádýrum
sem eru fæða fyrir stærri dýr.
Auk þess bindur þang mikið
magn koltvísýrings og því öflugur
samherji í baráttunni gegn hlýnun
jarðar. /VH
Umhverfismál:
Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga. Mynd / hakaimagazine.com.