Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 48 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Það var á níunda áratug síðustu aldar sem gamall frændi minn stóð upp í pontu á fundi búnaðarfélaga á Austurlandi og lagði til að bændur myndu huga betur að vöruþróun og framsetningu. Hann ásamt öðrum góðum mönnum sat í fyrstu stjórn samtaka sauðfjárbænda undir formennsku Jóhannesar á Höfðabrekku. Höfðu þeir félagar miklar hugmyndir um breytt viðhorf og framsýn bænda. Þeir sögðu að horfa þyrfti meira til þarfa neytandans og mæta þeim svo vel yrði. Það er skemmst frá því að segja að hann frændi minn ágætur hrökklaðist niður úr téðri pontu og lá við að hann yrði kaghýddur á staðnum. Lokaorð umræðunnar var frá ónefndum bónda sem faðir minn, sem sat téðan fund, gleymir seint. Þau voru þessi: ,,Held að þetta sé fullgott í kjaftinn á fólki.“ Því miður var viðhorfið þannig þá. Því miður var viðhorfið þannig ansi lengi eftir það. Ekki af því bændur vildu ekki gera betur. Heldur vegna þess að þeim voru of þröngar skorður settar og í stað þess að horfast í augu við það, var þægilegra að láta eins og menn vildu raunverulega hafa hlutina svona. Svona var venjan að hafa þá. Flokkurinn sem þeir kusu sagði þeim að hafa þetta svona. En nú er öldin sannarlega önnur. Ekki bara í bókstaflegri merkingu. Nú er nefnilega innan bændastéttarinnar fjöldinn allur af gríðarlega flottu fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið okkar að merkilegri matarkistu. Fólki sem er ekki tilbúið að láta setja sér afarkosti þegar það veit sjálft betur. Mikilvæg skref hafa verið tekin í átt að betri framsetningu og aukinni vöruþróun en betur má ef duga skal og þar stendur ekki á bændum. Mikilvægi þess að tryggja bændum sjálfbærni er margþætt. Þegar kemur að dýravelferð, náttúruvernd, vöruþróun og nýtingu er engum betur treystandi til að vinna af heilindum en bændunum sjálfum. Í fyrra var gerð tilraun meðal bænda um heimaslátrun sem sýndi gífurlega góða niðurstöðu. Í ljós kom að slík slátrun var ekki bara þrifalegri og mannúðlegri heldur kom öll vinnsla miklu betur út. Kemur þá í ljós að það er ekki svo galið að treysta bændum. Þeir eru ekki molbúar með sorgarneglur. Heldur fagfólk. Fagfólk sem skilur hvað þarf að gera. En hvað tók við? Í framhaldi slíkra prófana var náttúrlega réttast að búa til reglur. Setja mörk. Hafa allan vara á. Í þágu neytenda. En hvað gera bitlausar stofnanir sem aldrei heyra í mikilvægum mannauð sem bændur eru? Þeir finna til ástæður til þess að skapa íslenskum bændum það almesta og flóknasta regluverk sem þekkist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta, þrátt fyrir flotta niðurstöðu úr öðrum tilraunum, og þrátt fyrir miklu hreinni afurðir en þekkist í heiminum, gerir það að verkum að við munum aldrei una íslenskum bændum samkeppnisstöðu. Þá spyr maður sig, hverjir meta hlutina? Það ku koma mörgum undarlega fyrir sjónir að félagasamtök og samtök algerlega óháð ríkisrekstri fá að hafa skoðun á framleiðslu bænda. En það er samt staðreynd. Samtök verslunar og þjónustu og önnur samtök fá að skipta sér af landbúnaðarstefnu bænda og hafa úrslitavald. Þá skiptir engu vitneskja ríkisstjórnar að það hefur engin erlend vara verið ódýrari en íslensk þegar í verslun er komið nema þá í einstaka prósentum. Samt treystum við á að SVÞ sé að passa upp á neytandann. Ástæðan fyrir því að Samtökum verslunar og þjónustu er svo umhugað um afkomu íslensks landbúnaðar er einföld. Þeir græða meira á innfluttri vöru. Sé bændum gerður sá möguleiki að þreifa sig áfram í nafni nýsköpunar og þróunar en engin spurning hver útkoman yrði. Fólkið sem ræktar landið, elur skepnunar og færir okkur matinn gerir það af einskærri hugsjón. Fólk sem lifir í takt við náttúruna og skilur best hvað þarf að gera til að mæta áskorunum á borð við loftslagsvanda og breytt neyslumynstur. Sé því gert kleift að slíta sig úr klöfum og kagstaur Samtakanna, er engin spurning að það verði neytendum raunverulega til heilla. Þá skal líka spurt. Hvers vegna fá afurðastöðvar öll völd um kaupverð? Hvers vegna fá afurðastöðvar að búa til átta flokka inn til kaups en aðeins 2 flokka til sölu? Hver ætlar loksins að svara því og hvernig verða þau svör? Þegar öllu er á botninn hvolft, þegar við spyrjum okkur hver hefur raunverulega hagsmuni okkar, sem samfélags og neytenda, að leiðarljósi. Er það verslunin, er það pólitíkin eða eru það bændurnir? Sá sem trúir því og treystir að svarið sé bændurnir mun uppskera mun betur en við gerum í dag. Uppskeran verður raunveruleg framtíðarsýn með dýra- og náttúruvernd að leiðarljósi. Með hag neytandans í forgrunni því það er fólkið sem vill vera upplýst, gera vel og fá heilnæma og góða vöru á borðið. Hún verður líka ódýrari. Það er staðreynd. Eina sem þarf er þor til að standa með bændum og góðri landbúnaðarstefnu óháð skoðunum samtaka sem stjórna verði út í búð. Óháð afurðastöðvum sem hafa fyrir löngu tekið yfir valdi bænda til að gera vel í skugga regluverks stjórnvalda og stofnananna sem eru bitlausar og engum til gagns. Stofnana sem kosta ríkið hundruð milljóna á ári en hafa aldrei beðið um eða kallað eftir þekkingu þess mannauðs sem bændur eru. Regluverk til handa trausti til bænda mun skila sér í bestum hagnaði til neytenda, dýravelferðar og kolefnisfótspors samfélagsins. Hlustum á bændur. Treystum þeim. Þannig sækjum við best fram og gerum breytingar. Til að það geti orðið þurfa bændur að geta orðið samkeppnishæfir. Hlusta þarf á þá og treysta þeirri þekkingu sem þar er til staðar. Einföldum regluverk og treystum fólkinu þegar kemur að framleiðslu. Sjálfbærni felst nefnilega líka í að gefa bændum frelsi til að framleiða alla leið eftir bestu mögulega þekkingu. Færum bændum fleiri tækifæri til nýsköpunar og athafna og tryggjum afkomu þeirra. Flott landbúnaðarstefna er til lítils án samráðs við bændur. Án þeirra erum við matarlítil kista á betlimiða annarra þjóða. Hrafndís Bára Einarsdóttir. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi og er harðsvíraður bóndi á hliðarkanti hjá öldruðum föðurbróður. Landbúnaðarháskóli Íslands setti sér nýja stefnu til fimm ára í júní 2019 og skipti skólastarfinu upp í þrjár fagdeildir, Ræktun & fæðu, Náttúru & skóg og Skipulag & hönnun. Allar fagdeildir bjóða upp á starfsmenntanám á fram- haldsskólastigi, grunnnám (BSc) og framhaldsnám (MSc og PhD). Í stefnunni er lögð áhersla á að efla nýsköpun, rannsóknir og kennslu á öllum námsstigum, styrkja innviði, fjölga nemendum og samstarfsver- kefnum og auka kynningarstarf. Sett voru fram mælanleg markmið, aðgerðir og mælikvarðar fyrir hvern undirkafla stefnunnar til ársins 2024. Nú þegar tímabilið er bráðum hálfnað er rétt að fara yfir og meta árangur síðustu missera. Stöðug aukning verkefna Rannsókna- og þróunarstarf skól- ans hefur eflst mjög á undan- förnum misserum. Fjöldi umsókna í samkeppnissjóði hefur aukist og þar með hefur umtalsverð aukning orðið á umfangi fenginna samstarfs- verkefna og styrkja. Nemendum hefur fjölgað á öllum námsstigum og í öllum fagdeildum skólans, og er sérlega ánægjulegt að sjá hversu jöfn aukningin er á öllum sviðum. Með auknu fjármagni úr samkeppn- issjóðum hefur verið unnt að ráða nýja sérfræðinga og doktorsnem- endur til starfa sem styður við aðra framþróun í alþjóðlegu samstarfi, rannsóknum, nýsköpun og kennslu, samhliða því sem fjöldi birtinga í ritrýnd tímarit og önnur miðlun niðurstaðna eykst. Innviðauppbygging á sviði rann- sókna, kennslu og stoðþjónustu hefur einnig gengið vel og verð- ur sókninni haldið áfram á þeirri braut, enda er það forsenda öflugs rannsókna- og kennslustarfs að hafa góða grunninnviði. Í nýjum lögum um opinberan stuðning við nýsköp- un er lögð áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni í sterkum tengsl- um við háskólasamfélag, atvinnu- líf og hagaðila og styður stefna Landbúnaðarháskóla Íslands beint við þau markmið stjórnvalda. Skólinn leggur áherslu á að miðla upplýsingum um þau verkefni sem unnið er að hverju sinni og verður hér að neðan stuttlega gerð grein fyrir þremur af þeim fjölmörgu ver- kefnum sem Landbúnaðarháskólinn vinnur að. Jarðræktarmiðstöð Á undanförnum misserum hefur orðið mikil endurnýjun á tækja búnaði Jarðræktarmiðstöðvar Land bún aðar- háskólans, m.a. með myndarlegum styrkjum frá Innviðasjóði Rannís og velunnurum skólans. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum grundvallar- þætti í íslenskum landbúnaði, sem er undirstaðan undir annað ræktun- arstarf. Áfram verður unnið að upp- byggingu á þessu sviði í samstarfi við stjórnvöld og aðra hagaðila og er undirbúningur að byggingu nýrrar Jarðræktarmiðstöðvar kominn vel á veg. Hér er grunnurinn lagður til þess að hægt verði að efla tilraunir og rannsóknastarf í kornrækt, úti- ræktun grænmetis og ylrækt, og um leið tryggja að tækifærin sem liggja þar verði nýtt öllum til hagsbóta. Orkídea – samstarfsverkefni Fyrir rétt rúmu ári síðan var formlega stofnað til samstarfs- verkefnisins Orkídeu á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsvirkjunar, Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga og sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Megin markmið Orkídeu er að efla nýsköp un og uppbyggingu orku- tengdra tækifæra, sérlega á sviði matvælaframleiðslu og líftækni. Íslendingar eiga mikil tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar með nýtingu hreinnar orku og annarra náttúruauðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi. Verkefnið hefur farið vel af stað undir stjórn Sveins Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra og Helgu Gunnlaugsdóttur, rann- sókna- og þróunarstjóra, m.a. með viðskiptahraðlinum Startup Orkídea í samstarfi við Icelandic Startups sem fram fór í vor þar sem einstakur vettvangur gafst fyrir þróun viðskiptahug- mynda og nýsköpunar- verkefna á sviði hátækni- matvælaframleiðslu og líftækni. Efling nýsköpunar og fræðslu Landbúnaðarháskól i Íslands hefur á undan- förnum mánuðum unnið að nýju samstarfsverkefni á Vesturlandi ásamt Háskólanum á Bifröst og fleiri hagaðilum sem snýr að eflingu nýsköpunar, rannsókna og fræðslu á landsbyggðinni. Stefnt er að því að efla samstarf milli há- skólanna tveggja í Borgarfirði enn frekar og skapa umhverfi fyrir aukna samvinnu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðla- starf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menn ingartengdri starfsemi. Áhersla verður lögð á að stuðla að öflugu samstarfi hagaðila innanlands og erlendis og fræðsla verður efld til að mæta þörfum bænda, frumkvöðla og atvinnulífs á landsbyggðinni. Björt framtíð Tillaga að nýrri Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland hefur nú verið kynnt um allt land og hefur hlotið góðan hljómgrunn og í undirbúningi er vinna við nýja fæðuöryggisstefnu. Mikil gróska er í frumkvöðla- starfsemi víða um land og ástæða til að fyllast bjartsýni nú þegar skólinn fyllist af framsýnum og áhugasömum nemendum. Með öfl- ugum hópi starfsfólks og farsælu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir innanlands og erlendis eru sóknartækifærin fjölmörg og spennandi tímar framundan í starf- semi skólans. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. LÍF&STARF LESENDAGSRÝNI Molbúar eða matarkistufólkið? Landbúnaðarháskóli Íslands í sókn Jarðræktartilraunir við Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / Rósa Björk Jónsdóttir. Aukning í nemendafjölda við Landbúnaðarháskóla Íslands 2016-2021 Hrafndís Bára Einarsdóttir. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Jarðrækt til framtíðar rædd á Hvanneyri í maí 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.