Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
LÍF&STARF
Timbur í stoðir var sótt í Tunguskóg á Ísafirði. Margar hendur vinna létt verk eins og sjá má. Myndir / Ingrid Kuhlman
Fornminjafélag Súgandafjarðar:
Byggingu landnámsskála
Hallvarðs súganda miðar vel
Í sumar hefur verið unnið að
byggingu landnámsskálans í botni
Súgandafjarðar í þremur áföngum
en um er að ræða verkefni á vegum
Fornminjafélags Súgandafjarðar.
Landnámsskálinn er tilgátuhús
byggt á fornleifauppgreftri á
Grélutóftum í Arnarfirði.
Skálinn var teiknaður af
arkitektastofunni Argos en
hún teiknaði einnig skálann á
Eiríksstöðum í Haukadal og í
Brattahlíð á Grænlandi.
Í maí fór góður flokkur
áhugasamra norður í land, nánar
tiltekið á Hraun, sem er yst á Skaga.
Steinn bóndi og landeigandi á
þessari miklu rekajörð tók á móti
hópnum og leiðbeindi við val á
góðum drumbum til að byggja grind
í landnámsskála. Þessi heiðursmaður
gaf sér tíma í miðjum sauðburði til
að aðstoða við að sækja drumba og
hlaða á kerrurnar. Drumbarnir voru
fluttir á kerrum til Sauðárkróks og
síðan með skipi til Ísafjarðar og
þaðan yfir í Súgandafjörð.
200 klömbrur í skálanum
„Í júní var svo haldið áfram að hlaða
úr klömbru en Fornminjafélagið
hefur fengið að stinga úr mýri sem
landeigendur í Botni eiga og er
skammt frá mógröf frá fyrri tíð. Í
skálanum eru næstum 200 klömbrur
í hverri umferð eða lagi. Lögin eru
fimm og hver klambra vegur um
30 kíló. Veggirnir voru kláraðir
í þessari umferð og allir nokkuð
sáttir við að þessum kafla skuli vera
lokið enda gríðarlega mikil vinna og
erfiðasti hlutinn af öllu verkefninu,“
segir Eyþór Eðvarðsson, formaður
Fornminjafélagsins, alsæll með
verkefni sumarsins.
Burðargrindin komin
Í ágúst stóð Fornminjafélagið
í samstarfi við Valdimar Elíasson
smið fyrir námskeiði í að smíða
burðargrind og þak á landnámsskál
ann. Valdimar er reyndur smiður og
smíðaði fyrir nokkrum árum vík
ingaskipið Véstein. Burðargrindin er
nú komin upp og búið að rífa stóran
hluta rekaviðsins í rafta sem eiga
að fara á þakið. Fleygur var rekinn
í viðinn til að kljúfa hann og voru
það oft mikil átök. Timbur í stoð
ir var sótt í Tunguskóg á Ísafirði
og aðstoðaði Sighvatur Dýri frá
Höfða í Dýrafirði við að ná í tré en
hann sér um að grisja skógræktina
í Ísafjarðarbæ. En Sighvatur tók
einnig þátt í að hlaða klömbru fyrsta
árið.
„Ef allt gengur eftir verður lögð
lokahönd á þakið á næsta ári og
byrjað að vinna inni í skálanum en
það þarf að smíða hurð, rúmbálka,
þil, hanna langeld og annað. Huga
þarf að því að ljós komist inn í
skálann og að loftræsting verði
fullnægjandi fyrir opinn eld,“ bætir
Eyþór við. /MHH
Burðargrindin er nú komin upp og búið að rífa stóran hluta rekaviðsins í rafta sem eiga að fara á þakið.
Loftmynd af skálanum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sigríður
Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri þegar undirritunin fór fram. Mynd / Aðsend
Friðlandið í Flatey tvöföldað
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
undirritaði nýlega auglýsingu um
stækkun friðlandsins í Flatey en í
Flatey hefur um langt skeið verið
náið samspil manns og náttúru
þar sem nýting náttúruauðlinda
hefur farið fram með sjálfbærni
að leiðarljósi. Þá er eyjan vinsæll
ferðamannastaður.
„Meginmarkmið friðlýsingar
innar er að vernda sérstætt og fjöl
breytt lífríki svæðisins og búsvæði
fugla, einkum varpsvæði fágætra
fuglategunda, s.s. þórshana, kríu og
lunda. Friðlandið hefur hátt vísinda
og fræðslugildi og er vel þekkt á
meðal vísindamanna og fuglaáhuga
fólks. Búsvæði og lífríki í fjörum og
í sjó er afar fjölbreytt og mikilvægt
fæðusvæði margra fuglategunda.
Náttúrufegurð svæðisins er einnig
mikil og þar finnst m.a. marhálmur
sem er sjaldgæfur á landsvísu.
Markmið með friðlýsingunni
er einnig að tryggja rannsókn
ir og vöktun á lífríki svæðisins,
með áherslu á búsvæði og afkomu
varpfugla og að tryggja fræðslu um
fuglalífið í eynni og nágrenni,“ segir
Guðmundur Ingi.
Stærð friðlandsins tvöfölduð
Með viðbótinni nú er stærð
friðlandsins tvöfölduð, í 1,62
km2. Stækkunin er austan marka
verndarsvæðis í byggð og nær
til eyja, hólma og skerja suður af
Flatey. Þar sem friðlandið nær í sjó
fram tekur friðlýsingin til hafsbotns,
lífríkis og vatnsbóls. Friðlandið er
innan verndarsvæðis Breiðafjarðar
sem er verndað með sér lögum.
Perla Breiðafjarðar
Og Guðmundur Ingi bætir við:
„Flatey er óumdeilanlega perla
Breiðafjarðar. Náttúran sjálf segir
sína sögu um það hvað gerði eyna
að ákjósanlegri miðstöð mannlífs
við Breiðafjörð. Þar er merkileg
saga búsetu þar sem samspil manns
og náttúru var og er í jafnvægi.
Líffræðileg fjölbreytni svæðisins
er mikil enda fjölskrúðugt fuglalíf
í eynni sem byggir afkomu sína á
fjölbreyttu fæðuframboði á landi, í
fjörum og í sjó. Það er því mikilvægt
fyrir komandi kynslóðir, okkur sjálf
og gesti okkar að tryggja verndun
perlu eins og Flateyjar.“ /MHH
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
920 nemendur verða
í dagskóla í vetur
Mikil aðsókn er að Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi enda hófu
920 nám þar í síðustu viku, þar af
262 nýnemar. Þá eru 24 nemendur
í kvöldskóla. Starfsmenn skólans
eru um 130.
„Veturinn leggst þokkalega
í mig en auðvitað hefði ég viljað
losna undan þessum stífa ramma
sem þarf að hafa í huga varðandi
sóttvarnir eins og staðan er á smitum
þessar vikurnar. Við vorum að vona
að við gætum lagt þessi mál að
mestu að baki eftir að flestir höfðu
fengið bólusetningu. Það verður
að segjast eins og er að þetta eru
ákveðin vonbrigði. En við gerum
okkar besta, með samstilltu átaki
getum við þetta. Það mikilvægasta
er að nemendur geti stundað sitt
nám og kennarar sinnt kennslunni
sem mest á hefðbundinn hátt. Allt
skólasamfélagið er á tánum um að
láta hlutina ganga upp,“ segir Olga
Lísa Garðarsdóttir skólameistari.
Hún segir mjög ánægjulegt hve
mikil aðsókn er í verknám skólans
enda séu allar deildir fullar þar.
„Já, það er frábært enda hefur sú
umræða, markaðssetning og fræðsla
sem átt hefur sér stað undanfarin ár
loks skilað sér. Við erum í raun komin
út í öll horn í okkar góðu og vel búnu
aðstöðu. Eitthvað sem hefur gerst fyrr
en ég átti von á en er mjög gleðilegt
engu að síður.“ /MHH
Olga Lísa Garðarsdóttir,
skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurlands, er hæstánægð með
góða aðsókn í skólann.
Mynd / MHH