Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 22 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 UTAN ÚR HEIMI Bandarísk yfirvöld reyna allt til að koma í veg fyrir að svínapestarsmit berist til landsins – Strangt eftirlit með innflutningi ferðamanna á svínakjöti og líka með innflutningi á hundum Ekkert lát er á útbreiðslu afrísku svínapestarinnar (AFS) í Afríku. Dauðatíðni meðal dýra sem sýkjast er 100% og engin lyf eða bóluefni eru til gegn veirunni. Erfiðlega hefur gengið að vinna bug á veirunni sem hefur líka verið að slá niður í Evrópuríkjum á undanförnum misserum. Þá eru bandarískir bændur nú komnir í viðbragðsstöðu vegna veikinnar. Í Cameroon í Afríku hefur svína- pestin verið viðvarandi síðan 1982 en náð mismikilli útbreiðslu. Það ár olli svínapestin dauða 40% af svínastofni landsins. Aftur gaus upp faraldur í landinu árið 2014 og undir lok júní síðastliðins voru staðfest ný tilfelli svínapestarinnar. Fjallað var um málið á Cameroon Radio Television (CRTV) þann 1. ágúst. Að sögn landbúnaðarráðherra Cameroon eru sjö af tíu héruðum landsins nú sýkt af veirunni. Svínapestin nálgast landamæri Bandaríkjanna Þann 17. ágúst síðastliðinn gat að líta frétt á vefriti Farm Progress um að afríska svínapestin væri stöðugt að færast nær landamærum Bandaríkjanna. Í kjölfar frétta af útbreiðslu veikinnar í Kína síðsumars 2018 hafi bandarískir svínabændur farið að gera varnarráðstafanir til að sporna gegn því að veikin bærist til þeirra sem og aðrir dýrasjúkdómar. Öll viðleitni virðist virka og tolla- yfirvöld reyndu að þefa uppi allar ólöglegar svínakjötsafurðir í höfnum og á flugvöllum. Svínapestin hefur því enn ekki náð að smita svína- hjarðir í Bandaríkjunum, en menn óttast að það fari að gerast. Svínapestin komin í fimm heimsálfur Í lok júlí var tilkynnt um smit í Dóminíska lýðveldinu. Er það í fyrsta skipti í um 40 ár sem sjúk- dómurinn hefur greinst í Ameríku. Samkvæmt skýrslu frá heilbrigð- isupplýsingamiðstöð svína (Swine Health Information Center – SHIC), er svínapestina nú að finna í fimm heimsálfum. SHIC og háskólinn í Minnesota kynntu skýrslu SHIC-UMN þar sem fram kemur að ráðuneyti Dóminíska lýðveldisins hafi þann 28. júlí staðfest tilvist ASF. Var það í kjölfar niður- staðna prófana á 389 sýnum sem safnað var frá svínum sem ræktuð voru á sveitabæjum og í bakgörð- um hjá fólki. Fimm dögum síðar tilkynntu stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu um greiningu ASF í 11 héruðum landsins. Fyrstu jákvæðu sýnin voru úr hjörð í bakgarði í Sanchez Ramirez héraði, þar sem hjörðin hafði verið fóðruð. Þrátt fyrir að framleiðsla á dóminískum svínum fölni í samanburði við Bandaríkin, þá þarf aðeins eitt sýkt svín eða eina sýkta svínakjötsafurð til að sá snjó- bolti verði að snjóflóði. Samkvæmt USDA er bannað að flytja svínakjöt og svínakjötsafurðir frá Dóminíska lýðveldinu til Bandaríkjanna vegna núverandi takmarkana. Það er líka bent á að bannað er að fara yfir leyfi- legan hámarkshraða, en venjulegt fólk brýtur samt þau lög. USDA skuldbindur sig til að aðstoða Dóminíska lýðveldið við að takast á við ASF, býður áframhaldandi prófunarstuðning og mun hafa samráð við þjóðina um frekari skref eða aðgerðir til að styðja við viðbrögðum og mótvægisaðgerðum. Landbúnaðarráðuneyti Bandarík j- anna segir að það muni einnig bjóða upp á sambærilega aðstoð við Haítí, sem liggur að Dóminíska lýðveldinu og er í mikilli hættu vegna svínapestarinnar. Samkvæmt grein í Bloomberg verður hugsanlega að slátra meira en 500.000 svínum, eða um helmingi svínastofnsins í Dóminíska lýðveldinu, til að stemma stigu við faraldrinum. Þar segir: „Ríkisstjórnin þarf að drepa 100% svína í 11 af 33 héruðum Dóminíska lýðveldisins þar sem sjúkdómurinn hefur greinst. Það eru bæði heilbrigð og sýkt dýr. Ef það tekst ekki, mun mjög smitandi sjúkdómurinn líklega valda endurtekningu á því sem gerðist árið 1978, þegar nauðsynlegt reyndist að slátra öllum svínum í landinu. Í þessum 11 héruðum – þar á meðal höfuðborginni Santo Domingo – eru um 50% til 60% af 1,35 milljónum svína í landinu, að sögn Dóminíska svínabúasambandsins.“ Líka strangar ráðstafanir gagnvart innflutningi á hundum Bandarísk tollayfirvöld, landa- mæraverðir og bandaríski svína- iðnaðurinn gera nú allt til að koma í veg fyrir að svínapestin komist inn í Bandaríkin. Til viðbótar við ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ólöglegar svínakjötsafurðir berist inn í landið með ferðamönnum, gaf dýra- og plöntuheilbrigðiseftirlit Bandaríkjanna út skipun í byrjun ágúst. Þar voru settar fram frekari kröfur sem taka strax gildi fyrir hunda sem fluttir eru til Bandaríkjanna til endursölu frá löndum þar sem svínapestin hefur geisað. Svínaframleiðsluráðið fagnaði þessum aðgerðum og fyrr á þessu ári hefur einnig verið vakin athygli á hugsanlegri hættu af innfluttum björgunarhundum sem geta borið smit úr rúmfötum, grindum eða yfirhöfnum. Smitefni sem berst með einum hundi gæti valdið stórskaða Á hverju ári eru fluttir inn til Bandaríkjanna nokkur þúsund hundar til endursölu eða ættleiðingar. Ef aðeins einn af þessum hundum ber með sér svínapestarsmit gæti það sett bandaríska svínastofninn og önnur búfjárkyn í hættu. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir landbúnaðinn í Bandaríkjunum, að mati Liz Wagstrom yfirdýralæknis NPPC. /HKr. FJÓSAINNRÉTTINGAR DSD fjósainnréttingar sem framleiddar eru í Hollandi eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar kýr og hafa þegar sannað gildi sitt í íslenskum fjósum. Innréttingarnar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga nánast öllum þörfum nútímafjósa. Hafðu samband: bondi@byko.is Til á lager Bandarísk tollayfirvöld, landa mæraverðir og bandaríski svína iðnaðurinn gera nú allt til að koma í veg fyrir að svínapestin komist inn í Bandaríkin. Mynd / Farm Progress Dauð svín í Voronezh Oblast í Rússlandi 2011. Mynd / Sputnik Science photo library Aukin eftirspurn eftir bresku svínakjöti Aukin eftirspurn frá Kína og Bandaríkjunum hefur hjálpað til við að efla útflutning á svínakjöti í Bretlandi þrátt fyrir að heildarsendingum hafi fækkað miðað við tölur síðasta árs vegna Covid-19 og útgöngunnar úr Brexit. Þessi aukna eftirspurn hefur hjálpað til við að auka útflutning á bresku svínakjöti til ríkja utan ESB-og voru 122.850 tonn flutt á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt frétt Farming UK. Um 304 milljóna punda í auknar útflutningstekjur Að sögn HMRC hafa alls 177.638 tonn af svínakjöti verið flutt út um allan heim það sem af er ári, sem skilar 304 milljóna punda aukningu til greinarinnar. Þó að heildarsendingum hafi lítillega fækkað miðað við tölur síðasta árs, jukust sendingar til landa utan ESB um 30% miðað við sama tímabil í fyrra. Var verðmæti þeirra um 220 milljónir punda. Um 83.000 tonn voru flutt út til Kína á milli janúar og júní, að verðmæti tæplega 150 milljónir punda. Aukning var einnig á aðra markaði í Asíu eins og Filippseyjar með útflutningi úr 2.800 tonnum í meira en 14.300 tonn að verðmæti 22 milljónir punda. Útflutningur á svínakjöti hefur einnig aukist til Suður – Kóreu og nemur hann 1.924 tonnum á þessu ári. Aukin eftirspurn frá löndum eins og Bandaríkjunum og Ástralíu hefur einnig hjálpað til við að auka útflutning á svínakjöti frá Bretlandi. Sendingar til Ameríku jukust um 27% í 3.348 tonn, að verðmæti tæplega 10 milljónir punda og til Ástralíu voru seld 1.613 tonn af bresku svínakjöti. /HKr. Markaðsstarf Breta við sölu á svínakjöti um allan heim eftir útgöngu úr ESB virðist ganga mjög vel. Mynd / Farming UK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.