Bændablaðið - 07.10.2021, Side 28

Bændablaðið - 07.10.2021, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202128 LÍF&STARF Starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal hefur skapað 34 störf í plássinu og verður starfsmönnum fjölgað um fimm vegna stækkunar verksmiðjunnar. Mynd / Hörður Kristjánsson Framkvæmdir hafa staðið yfir við stækkun verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. á Bíldudal á annað ár. Þar með hefur afkastageta verksmiðj- unnar verið aukin um 40%. Verksmiðjan var með heimild upp á 85.000 tonna framleiðslu á ári, en sótt var um aukna heim- ild til stækkunar árið 2019 upp í 120.000 tonna framleiðslu. Halldór Halldórsson forstjóri segir að með stækkuninni sé verið að bæta við afkastameiri þurrkara. „Gamli þurrkarinn keyrir í gegnum vothreinsikerfi en nýi þurrkarinn keyrir í gegnum síu­ kerfi. Þetta eru kerfin sem sjá til þess að ekki fari fínt ryk út í and­ rúmsloftið en starfsleyfi heimilar ekki meira en 20 mg/m3 í útblæstri. Við höfum staðist það undanfarin ár. Með nýja þurrkaranum keypt­ um við hitaendurnýjunarkerfi og þannig náum við að endurnýta 300 kw með því að keyra útblásturinn frá þurrkaranum í gegnum þetta kerfi. Það virkar í raun eins og öfugur vatnskassi í bíl og nýtir heita loftið inn í þurrkarann aftur,“ segir Halldór. Þá er líka verið að auka full­ vinnslu hráefnisins á Bíldudal og taka í notkun kornunarverksmiðju, eða það sem kallað er „G­Plant“ (granulation plant). „Við erum að fjárfesta þarna fyrir um 700 milljónir króna í nýjum þurrkara og nýrri korn­ unarverksmiðju til að auka afköst og fullvinnslu. Við erum búin að taka stækkunina í notkun en ætlum okkur að nýta tímann út þetta ár við að fínstilla vinnsluferlið í þurrkun og kornun.“ Halldór segir að Íslenska kalk­ þörungafélagið hafi áður verið að fullvinna fóður. „Við vorum með kornunarverk­ smiðju sem gat framleitt 6.000 tonn ári, en þessi nýja verksmiðja á að geta afkastað 20 þúsund tonnum. Þá sjáum við fyrir okkur að í nýrri verk­ smiðju í Súðavík við Ísafjarðardjúp verði hægt að framleiða 60 þúsund tonn af tilbúnu kornuðu kalþörunga­ fóðri á ári.“ Fullvinna kalkfóður á Bíldudal Sagði Halldór að fullvinnslan byggðist á því að flutt er inn matar­ lím sem blandað er saman við full­ unnið, þurrkað og malað kalkþör­ ungaduft ásamt vatni. Í þennan lög er bætt örlitlu magnesíum þar sem innihald þess í náttúrulegum kalk­ þörungunum er 2,5% en kaupendur vilja hafa 5% magnesíuminnihald. „Við blöndum þessu saman í vélum og þurrkum og kornum síðan í örsmáar kúlur sem eru minni en áburðarkúlurnar sem bændur þekkja vel. Þessi framleiðsla er mjög vinsæl meðal bænda úti um allan heim, því í svona kornaformi myndast ekki eins mikið ryk og þegar skepnum eru gefnir hefðbundnir kalkþörungarnir í duftformi. Þetta er auðvitað dýrara fóður, en að sama skapi þægilegra við að eiga. Við köllum þetta fóður Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. Mynd / ÍK Kalkþörungar sem dælt hefur verið upp af botni Arnarfjarðar. Mynd / HH Afkastageta aukin um 40% Grænu byggingarnar á hafnarsvæðinu eru verksmiðjuhús Íslenska kalkþörungafélagsins. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.