Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 5

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 5
ATTUNDA ÞINGIÐ Áttunda þing Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, var haldið í Skíðahótelinu, Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 4.—6. júní 1966. Formaður Akureyrarfélagsins, frú Heið- rún Steingrímsdóttir, bauð fulltrúa vel- komna og formaður landsambandsins, Theodór Á. Jónsson, setti þingið með stuttri ræðu. Þingforsetar voru kosnir Sigursveinn D. Kristinsson og Heiðrún Steingríms- dóttir, og þingritarar Árni Sveinsson, Reykjavík, Sveinn Þorsteinsson, Akur- eyri, Þórður Ögm. Jóhannsson, Hvera- gerði, og Þorgerður Þórðardóttir, Húsa- vík. Fulltrúar mættu frá öllum 10 félögun- um, alls 41. Mun það vera í fyrsta sinn sem öll félögin hafa getað sent fulltrúa á sama þing. Fluttar voru skýrslur um störf stjórnar og framkvæmdastjóra, og ennfremur skýrslur allra félaganna, en þau eru 10, með um 790 aðalfélaga og full 600 styrkt- arfélaga. Skrifstofa Sjálfsbjargar á Bræðraborg- arstíg 9 var rekin með sama sniði og áður. Þar vinna, eins og áður, Trausti Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri og Elsa Stef- ánsdóttir ritari. Til skrifstofunnar leituðu á starfsárinu 1189 einstaklingar (846 árið áður) og fengu margs konar fyrirgreiðslu. Einnig var félögunum veitt mikilsverð og margs háttar aðstoð. Unnið var að framgangi þeirra tillagna, sem samþykktar voru á síðasta landssam- bandsþingi. Má þar meðal annars nefna, að unnið var að því að fá Húsnæðismála- stofnun ríkisins til að viðurkenna sérstöðu öryrkja í húsnæðismálum, og að þeir nyti betri lánakjara en almennt gerist, til að eignast íbúðir. Að ósk Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, skrifaði félags- málaráðherra form. húsnæðismálastjórnar og mælti með því að þetta atriði yrði tekið Starfsmenn þingsins. SIÁLFSBJÖRG 5

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.