Fréttablaðið - 10.02.2022, Side 6
Þau höfðu mjög góðan
málstað og við erum
bara mjög þakklát fyrir
að þau voru tilbúin í
samkomulag.
Gísli H. Halldórs
son, bæjarstjóri í
Árborg
ninarichter@frettabladid.is
KÍNA Litlar og óætar máltíðir eru
meðal þess sem ólánsamir Ólympíu-
íþróttamenn hafa þurft að upplifa,
smitist þeir af kórónaveirunni á
Ólympíuleikunum í Peking. Þátt-
takendur á leikunum hafa nú hafið
að tjá sig opinberlega um aðstæður
keppenda sem þeir segja óboðlegar,
og segja aðbúnað smitaðra gera
slæmt ástand mun verra.
Farsóttarhótel á Ólympíuleik-
unum í Peking hafa sætt harðri
gagnrýni keppenda og aðstandenda
þeirra á Vetrarólympíuleikunum
sem fara nú fram. Þá hafa smitaðir
íþróttamenn verið settir í sóttkví á
hótel sem keppnislið þeirra hafa ekki
aðgang að, á meðan aðrir keppendur
hafa fengið að einangra sig innan
Ólympíuþorpsins.
Maturinn er sagður óboðlegur, en
hann ku vera sérmerktur þeim sem
eru keppendur, til að starfsfólk geti
aðgreint matinn frá máltíðum ann-
arra Ólympíufara.
Valeria Vasnetsova, fulltrúi Rússa
í gönguskotfimi, sagðist í samtali
við Time hafa verið sárhungruð í
sóttkvínni og hafa grátið á hverjum
degi undan matnum, sem hún sagði
óætan og næringar snauðan.
Vasetsnova hélt því fram að
keppendur fengju síðri mat, og því
til stuðnings reiddi hún fram gögn
sem sýndu matseðil læknis rúss-
neska liðsins, sem einnig lá smitaður
á sama farsóttarhóteli. Læknirinn
fékk ferska ávexti og grænmeti, á
meðan hún fékk þurrt pasta. Stjórn-
endur leikanna hafa að sögn brugðist
við gagnrýninni og eftir að íþrótta-
konan tjáði sig opinberlega fékk hún
betri mat og keppnishjól inn á her-
bergið til að halda sér í formi. n
Sakar stjórnendur Ólympíuleikanna
um að svelta smitaða keppendur
Rússneskur
keppandi í
gönguskot
fimi sakar
stjórnendur
Vetrarólympíu
leikanna um að
svelta smitaða
keppendur sem
dvelja á far
sóttarhótelum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
TIL VERKEFNA Í FERÐAÞJÓNUSTU
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu í
samstarfi landanna þriggja geta sótt um styrk.
Skulu verkefnin fela í sér samstarf milli aðila
í tveimur af löndunum þremur hið minnsta.
Dæmi um verkefni sem NATA styrkir eru:
· Til nýsköpunar- og vöruþróunarverkefna
· Til sameiginlegra markaðssetningarverkefna
· Til þekkingarheimsókna og miðlunar
gagnkvæmrar reynslu milli ferðaþjónustuaðila
· Til gæða- og umhverfismála innan
ferðaþjónustunnar
Hámarksstyrkur til verkefnis er 100 þúsund
danskar krónur, eða að hámarki 50%
kostnaðaráætlunar.
TIL KYNNIS- OG NÁMSFERÐA
Um er að ræða ferðastyrki til þeirra sem vinna
að samstarfsverkefnum sem varða tvö af
löndunum þremur hið minnsta. Hámarksstyrkur
á hvern einstakling er 2.000 danskar krónur
vegna ferða milli Íslands og Grænlands annars
vegar og 1.000 danskar krónur vegna ferða
á milli Íslands og Færeyja hins vegar. Ekki eru
veittir styrkir vegna gistingar og uppihalds.
Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða
eftirtaldra:
· Skóla
· Íþróttahópa
· Tónlistarhópa
· Annars menningarsamstarfs
Styrkir frá NATA
Samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála
Stjórn NATA mun árið 2022 líta sérstaklega til umsókna þar sem áhersla er á endurræsingu
ferðaþjónustunnar eftir Covid-19, sjálfbærni og stafræna væðingu í ferðaþjónustu.
Ítarlegar upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum á ensku og dönsku er að finna á vef NATA
www.nata.is. Frekari upplýsingar veitir Erla Weihe Johannesen hjá NATA – nata@vinnuframi.fo
Lokafrestur til að skila umsókn er 2. mars 2022.
Niðurstaða stjórnar NATA mun liggja fyrir 31. mars 2022.
Athugið að verkefni með áætluð verklok fyrir 31. mars 2022 teljast ekki styrkhæf.
NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og
á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna
ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og
tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar
sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Nýbyggt fjórbýlishús á Selfossi
stangast á við fjölmarga skil-
mála og hefur byggingarleyfi
þess verið fellt úr gildi. Bæjar-
stjórinn segir samkomulag í
augsýn og kveðst þakklátur
þeim sem kærðu fyrir að koma
til móts við bæinn.
gar@frettabladid.is
S K IPUL AG S M ÁL „Vissulega var
gengið á þann rétt sem nágrann-
arnir áttu um að koma á framfæri
sínum skoðunum og fá tekið tillit til
þeirra,“ segir Gísli H. Halldórsson,
bæjarstjóri í Árborg, um byggingar-
leyfi fyrir fjórbýlishúsi sem fellt var
úr gildi eftir kæru frá eigendum
nærliggjandi húsa.
Fjórbýlishús var byggt á lóðinni
Fagurgerði 12 á Selfossi að fengnu
byggingarleyfi frá sveitarfélaginu
Árborg sem hafði þá samþykkt að
stækka byggingarreit lóðarinnar
fyrir lóðina sem áður var ætluð fyrir
einbýlishús eins og er á nærliggjandi
lóðum.
Nágrannarnir kærðu málið til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála í fyrrasumar. Sögðu
þeir upplýsingar til þeirra hafa
verið „ófullnægjandi og beinlínis
blekkjandi“, eins og segir í umfjöll-
un nefndarinnar. Þeir fallist ekki á
að skipulagsbreytingin fyrir lóðina
hafi talist vera óveruleg eins og
sveitarfélagið hafi kynnt fyrir þeim.
Nýja húsinu myndi fylgja aukið
umferðarálag og ónæði fyrir aðra í
hverfinu.
Við meðferð málsins kváðust
nágrannarnir telja að sveitarfélagið
hefði ekki aðeins brotið skipulags-
lög heldur einnig stjórnsýslulög
og upplýsingalög. „Sveitarfélagið
Árborg hafi unnið að þessu máli
með ámælisverðum hætti og að
engu haft eigin samþykktir og laga-
skyldur um viðbrögð og svör vegna
andmæla kærenda,“ segir í umfjöll-
un úrskurðarnefndarinnar.
Samkomulag bæjarins við nágranna
sem kærðu á Selfossi sagt í sjónmáli
Íbúar Fagur
gerðis 12 á Sel
fossi geta andað
léttar þegar
samkomulag
bæjarins við
nágranna þeirra
verður að veru
leika.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Sveitarfélagið krafðist þess að
málinu yrði vísað frá úrskurðar-
nefndinni vegna þess að kæru-
frestur hefði verið löngu liðinn. Þá
væri byggingarleyfið ekki ógildan-
legt þrátt fyrir óverulega annmarka
á málsmeðferðinni. Leyfið hefði ekki
neikvæð áhrif á hagsmuni lóðarhafa
aðliggjandi lóða og stækkun á bygg-
ingarreitnum ekki heldur. Því hafi
ekki verið nauðsynlegt að breyta
deiliskipulagi. Umferðarálag aukist
ekki umfram það sem eðlilegt sé
vegna framkvæmda á lóð sem hafi
frá upphafi verið ætluð undir íbúðar-
húsnæði.
„Með hinu kærða byggingarleyfi
er vikið frá gildandi deiliskipulagi
meðal annars hvað varðar stærð
byggingarreits, nýtingarhlutfall
umræddrar lóðar og fjölda íbúða á
lóð. Er óhjákvæmilegt að sú breyting
hafi einhver grenndaráhrif gagnvart
næstu fasteignum og kemur því ekki
til álita að víkja frá skilmálum gild-
andi deiliskipulags í þessu tilviki,“
segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála sem
felldi byggingarleyfið því úr gildi.
Gísli segir að nú þurfi að ljúka lög-
mætu deiliskipulagi fyrir svæðið í
kring í heild áður en hægt sé að gefa
út byggingarleyfi fyrir Fagurgerði
12. Ein forsenda þess sé að sátt við
nágrannana sem nú sé í augsýn verði
samþykkt. „Þau höfðu mjög góðan
málstað og við erum bara mjög
þakklát fyrir að þau voru tilbúin í
samkomulag,“ segir hann.
Þá útskýrir bæjarstjórinn að
nágrannarnir hefðu getað staðið
fast á sínum rétti og að þá væri uppi
óvissa um hvort leysa mætti málið
með gerð nýs deiliskipulags og
útgáfu nýs byggingarleyfis. Jafnvel
væri þá hætta á að rífa þyrfti fjór-
býlishúsið en samkomulagið greiði
leið fyrir því að svo þurfi ekki að
verða. „Þau hafa verið mjög sann-
gjörn í þessum viðræðum.“ n
bth@frettabladid.is
LOFTSLAGSMÁL Evrópskir vísinda-
menn segja að ný tækni við þróun
kjarnasamruna geti skipt sköpum í
umhverfisvænu tilliti.
BBC segir að JET-rannsóknar-
stofan í Bretlandi hafi slegið met í
orkunýtingu með því að láta tvær
tegundir vetnis vinna saman með
nýjum hætti. Vonir hafi vaknað
um að geta skapað miklar birgðir
af lágkolefnisorku en þó með lítilli
geislun.
Hermt er að ef framhald tilrauna
lofi góðu geti það gagnast loftslags-
málum mjög. n
Vekur von í
loftslagsmálum
thorvaldur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Ríki og borg ætla að
vinna áfram þétt og náið að rann-
sókn vöggustofumálsins. Þetta kom
fram á fundi fulltrúa forsætisráðu-
neytisins og borgaryfirvalda í gær.
Spurður að því hvort ríkið muni
ekki eiga beina aðkomu að rann-
sókn málsins en greiði götu borgar-
innar segir Þorsteinn Gunnarsson
borgarritari svo vera.
„Við teljum að það væri mjög gott
fyrir sveitarfélögin ef löggjafinn
byggi til heildstæða lagaumgjörð
ef sveitarfélögunum er ætlað að
standa að skipun svona rannsókn-
arnefnda,“ segir hann. „Svo ekki sé
verið að bregðast við í hvert skipti
sem málið kemur upp.“ n
Vinna saman að
vöggustofumáli
Þorsteinn
Gunnarsson,
borgarritari
6 Fréttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ