Fréttablaðið - 10.02.2022, Síða 8
Seðlabankinn átti ekki
annarra kosta völ en
að hækka vexti.
Anna Hrefna
Ingimundar-
dóttir, forstöðu-
maður efna-
hagssviðs SA
Þessi áróður um að
launafólk búi til verð-
bólgu ef það fer fram á
launahækkanir
umfram framleiðni-
aukningu er bara
kjaftæði.
Drífa Snædal,
forseti ASÍ
Fyrirtækjum hvorki vel við
verðbólgu né hátt vaxtastig
Anna Hrefna segir að fyrirtækj-
um sé hvorki vel við verðbólgu
né hátt vaxtastig.
„Það er því mikilvægt að þeir
þættir sem hægt er að hafa
einhverja stjórn á hér innan-
lands leiði ekki til verðbólgu-
þrýstings næstu misserin svo
halda megi aftur af verðbólgu
og stýrivaxtahækkunum. Til
að mynda þurfa stjórnvöld að
halda aftur af útgjaldaaukningu
á sama tíma og mikilvægar
umbætur eru gerðar á umgjörð
byggingarmarkaðar svo auka
megi framboð húsnæðis á hag-
stæðu verði.“
8 Fréttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR
Litaráðgjöf
í verslun BYKO Breidd
á laugardaginn kl 12-15 Jóhanna
Nýtt
litakort
Frekari stýrivaxtahækkanir í kortunum
Tilkynnt var í gær að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Aðalhagfræðingur Íslands-
banka segir að frekari
hækkanir stýrivaxta séu í
kortunum. Forstöðumaður
efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins segir að Seðla-
bankinn hafi ekki átt annarra
kosta völ en að hækka vexti
og forseti ASÍ segir að hækk-
unin muni koma til með að
hafa áhrif á kröfugerðina í
komandi kjaraviðræðum.
magdalena@frettabladid.is
Peningastefnunefnd Seðlabankans
tilkynnti í gær að bankinn myndi
hækka stýrivexti um 0,75 prósentu-
stig og verða stýrivextir bankans því
2,75 prósent. Jón Bjarki Bentsson,
aðalhagfræðingur Íslandsbanka,
segir að ákvörðunin hafi verið í takt
við þeirra væntingar og væntingar á
markaði almennt.
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki
á óvart. Yfirlýsingin var aftur á móti
mjög stuttorð og var hún ekki mjög
upplýsandi varðandi það á hverju
ákvörðunin byggði. Nema auðvitað
vissulega því að efnahagsbatinn
væri á góðu skriði og verðbólguhorf-
ur versnandi,“ segir Jón Bjarki og
bætir við að Seðlabankinn hafi sent
skýr skilaboð með þessum vaxta-
hækkunum. „Það kom fram á fund-
inum þar sem vaxtaákvörðunin var
útskýrð að hlutverk bankans væri
fyrst og fremst það að stilla raun-
vaxtastigið og aðhald peningastefn-
unnar. Það sé annarra að bregðast
við áhrifum vaxtahækkunarinnar
á afmarkaða hópa. Hlutverk Seðla-
bankans sé einungis að horfa á stóru
myndina en ekki taka tillit til þess
þótt tilteknir hópar séu skuldsettir.“
Anna Hrefna Ingimundardóttir,
forstöðumaður ef nahagssv iðs
Samtaka atvinnulífsins, segir að
Seðlabankinn hafi ekki átt annarra
kosta völ en að hækka vexti. „Þessi
hækkun var viðbúin enda er verð-
bólgan talsvert yfir spám og verð-
bólguhorfur hafa farið versnandi.
Raunvextir eru enn mjög neikvæðir
og flestir hafa metið taumhald pen-
ingastefnunnar sem of laust,“ segir
Anna Hrefna og bætir við að það
sé áhyggjuefni að vaxtahækkanir
gætu hamlað nauðsynlegri íbúða-
fjárfestingu.
„Við teljum því eðlilegt að þjóð-
hagsvarúðartækjum á borð við
takmarkanir á veðsetningarhlut-
föllum og fjárhæðir eða greiðslu-
byrði fasteignalána verði áfram
beitt samhliða vaxtatækinu til að
draga úr eftirspurnarþrýstingi á
húsnæðismarkaði. Hins vegar er
fyrst og fremst um framboðsvanda
að ræða á húsnæðismarkaði þann-
ig að stjórnvöld, ríki og sveitarfélög
ættu að vera að leita allra leiða til að
auka framboð á fasteignamarkaði.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir
að verkalýðshreyfingin líti á þessa
vaxtahækkun Seðlabankans sem
kjararýrnun og að hún muni koma
til með að hafa áhrif á kröfugerðina
fyrir komandi kjarasamninga. „Við
lítum á þetta sem kjararýrnun og
Seðlabankinn hlýtur að vera sam-
mála okkur um það. Ef vaxtalækkun
eru kjarabætur þá er vaxtahækkun
kjararýrnun,“ segir Drífa og bætir
við að verkalýðshreyfingin hafi
verið að kalla eftir neyðar aðgerðum
frá stjórnvöldum.
„Við höfum vitað lengi að ástand-
ið er alvarlegt og þessi vaxtahækk-
un er ekki til að bæta það. Það má
benda á að það eru ekki allir hag-
fræðingar sammála um það að
vaxtahækkanir slái á verðbólgu
eins og hún er samsett. Undir-
liggjandi verðbólga núna er náttúr-
lega verðhækkanir í Evrópu og mér
skilst að Evrópski seðlabankinn sé
ekki að hækka vexti til að bregðast
við henni. Síðan má ekki gleyma
að staðan á húsnæðismarkaði hér á
landi er mjög slæm.“
Jón Bjarki segir jafnframt að
honum þyki það athyglisvert að
sjá hversu þrálát verðbólgan sé í
spá Seðlabankans löngu eftir að
mesti þrýstingur vegna fasteigna-
markaðar og innflutningsverðlags
sé farinn. „Ég tel að vaxtahækkunin
sé líkleg til að skila sínu. Það virðist
líka ljóst að það séu frekari hækk-
anir í kortunum. Næsta vaxta-
ákvörðun er ekki fyrr en 4. maí og
það var klárlega áhrifaþáttur í því
að tekin voru stór skref. Sem betur
fer er Seðlabankinn að bregðast
við vaxandi eftirspurnarþrýstingi
og vaxandi verðbólguhorfum af
fullum krafti. Vonandi verður
þessi myndarlega hækkun til þess
að ekki þurfi að hækka vexti eins
mikið og ella væri.“
Anna Hrefna bætir við að það sé
ekki jákvætt að við séum að glíma
við verðbólgu og húsnæðisskort á
sama tíma og kjaraviðræður hefj-
ast. „Efnahagslegt svigrúm þarf
hins vegar að ákvarða niðurstöður
kjarasamninga. Það er ljóst að ef
samið verður umfram það svigrúm
mun það virka sem olía á eld verð-
hækkana sem mun einungis leiða til
vaxtahækkana eins og seðlabanka-
stjóri gaf skýrt til kynna á fundinum
í morgun. Það er lykilatriði að kom-
andi kjarasamningar einkennist
af skynsemi svo við lendum ekki í
vítahring aukinnar verðbólgu og
hækkandi vaxta. Sækja þarf kjara-
bætur á traustum grundvelli.“
Drífa bætir við að stjórnvöld
verði að bregðast við stöðunni.
„Það er augljóst að stjórnvöld geta
ekki skilað auðu. Ef það er eitthvert
kjarnahlutverk sem stjórnvöld hafa
þá er það að grípa inn í svo lífskjör
fólks skerðist ekki. Ef við förum að
sigla inn í haustið með stórfellda
kjararýrnun þá segir það sig sjálft að
það hafi áhrif á kröfur í kjarasamn-
ingum. Málið er að vextir lækkuðu
mjög mikið og fólk spennir bogann
á húsnæðismarkaði og hefur þurft
að gera það því húsnæðisverð hefur
verið mjög hátt. Ég hef sérstakar
áhyggjur af ungu fólki, barnafólki
og fólki sem er nýbúið að koma sér
inn á húsnæðismarkað.“
Drífa segir það ekki vera rétt að
verkalýðsfélögin hafi reynt að sækja
launahækkanir umfram framleiðni.
„Við höfum aldrei síðustu 20 ár sótt
launahækkanir umfram fram-
leiðniaukningu, þrátt fyrir allt tal
um annað. Þessi áróður um að launa-
fólk búi til verðbólgu ef það fer fram
á launahækkanir umfram fram-
leiðniaukningu er bara kjaftæði.“
Spurður hvaða áhrif hækkun
stýrivaxta muni hafa á komandi
kjaraviðræður segir Jón Bjarki að
verkalýðshreyfingin muni eflaust
taka þessari ákvörðun fremur illa.
„Hugsanlega mun þetta hafa áhrif
á kjaraviðræðurnar en það á mikið
vatn eftir að renna til sjávar þangað
til í haust. Það sem skiptir mestu
máli er að það eigi sér stað samtal,
bæði milli aðila vinnumarkaðarins
og stjórnvalda, um að reyna að ná
stöðugleika fram í tímann. Þá getur
Seðlabankinn slegið mildari tón
hvað varðar vexti fram í tímann og
rofið þennan vítahring sem getur
myndast.“ ■