Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 10
Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi. Á leiðinni inn í Þórsmörk við mynni Markarfljótsdals er Stóri-Dímon, snotur móbergseyja sem rís upp af aurum beljandi Markarfljóts. Nafnið Dímon er komið úr keltneskum málum og talið merkja tvíhæð eða tví- tindar þar sem „dí“ merkir tvær og „muin“ bak eða háls. Aðrir halda síðan fram að nafnið þýði heysáta. Hvað sem því líður þá kemur Dímon fyrir í mörgum íslenskum örnefnum, bæði í karl- og kvenkyni, en líka í örnefnum hinna Norðurlandanna. Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum er þó sá þekktasti, enda kemur hann fyrir í Njálu. Ekki spillir fyrir að hann getur státað af systur, Litlu-Dímon, sem er mun lágvaxnari. Stóri-Dímon er 178 metra hár og norðan í honum er sérlega fallegt stuðlaberg. Hann er líka vel gróinn en í Njálu segir að Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Berg- þórshvoli hafi átt skóg í Dímon og nýtt til kolagerðar. Auk þess var þar 50–60 kinda beit bæði vetur og sumar. Í hlíðum fjallsins, sem áður kallaðist Rauðuskriður, er sagt að Njálssynir hafi setið fyrir Þráni Sigfússyni og vegið. Eftir ódæðið átti Skarphéðinn Njálsson að hafa hlaupið „tólf álna yfir Markárfljót milli höfuðísa“. Við Stóra-Dímon hófust einnig húskarlavíg Hallgerðar og Bergþóru þegar Kolur, verkstjóri Gunnars á Hlíðar- enda, vó Svart, vinnumann Njáls á Bergþórshvoli, þegar hann var þar við kolagerð. Það er gaman að ganga á bæði Stóra- og Litla-Dímon, enda útsýnið af þeim frábært. Þetta er stutt ganga sem hentar bæði ungum sem öldnum og má auðveldlega lengja með því að ganga á milli tindanna og umhverfis þá. Í norður breiðir Fljótshlíðin úr sér með Þríhyrning og Tindfjallajökul í baksýn, en í austur glittir í Þórs- mörk og upp á Eyjafjallajökul, en sunnan hans rísa tignarlegar Vestmannaeyjar úr sæ. Á milli tindasystk- inanna flæðir síðan strítt Markarfljót sem á upptök sín á hálendinu vestan Hrafntinnuskers. Efst á Stóra-Dímon er tilvalið að kasta mæðinni og setja sig í spor Gunnars á Hlíðarenda, sem á f löt skammt frá mælti svo: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Það er skiljanlegt að höfundur Brennu-Njáls sögu hafi látið Gunnar mæla þessi f leygu orð við Stóra-Dímon, enda fjallið í veigamiklu hlutverki í þessari frægustu Íslend- ingasögu okkar. ■ Tvítindar Njálu Stóri-Dímon er gömul móbergseyja sem rís tignarlega upp af aurum Markárfljóts og sést víða að. Í baksýn sést í fjallið Þríhyrning. MYND/ÓMB Olíumálverk Þórarins B. Þorlákssonar frá 1902 af Stóra-Dímon þykir með fallegri landslagsmálverkum íslensks málara. MYND/LISTASAFN ÍSLANDS Stóri-Dímon séður úr austri á leiðinni inn í Þórsmörk. MYND/ÓMB 10 Fréttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFÓKUS Á HJARTA LANDSINS 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.