Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 24

Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is „Snípurinn eldist aldrei. Hann virkar og veitir okkur unað á meðan við lifum og dr. Betty var enn að fá full- nægingar eftir nírætt,“ segir Rósa María Óskarsdóttir, Bodysex leiðbeinandi. Rósa María er að tala um kennara sinn, bandaríska kynfræðinginn dr. Betty Dodson, sem lést árið 2020, þá 91 árs að aldri. Betty helgaði líf sitt því að styðja konur í að tengjast líkama sínum og full- nægingum, til að heila skömm, auka unað og sjálfsást, og það gerir Rósa María líka. „Dr. Betty starfaði lengi með Car- lin Ross og saman fóru þær í þátt- inn The Goop Lap með Gwyneth Paltrow á Netflix. Í þættinum voru sýndar ljósmyndir af píkum og Carlin stundaði sjálfsfróun og fékk fullnægingu. Þetta var mikilvægt skref í baráttunni um kynfrelsi kvenna þar sem þetta var sýnt í meginstraums sjónvarpsefni.“ Rósa María situr ásamt Carlin í stjórn samtakanna Betty Dodson Foundation. „Markmið okkar er að koma visku Betty sem víðast um heiminn og það gerum við með rann- sóknum og fríu kynfræðsluefni fyrir konur. Við höfum möntru Betty að leiðarljósi, sem er „Libe- rating women, one orgasm at a time“. Þetta snýst þó ekki bara um fullnægingu kvenna og er í raun mun stærra og pólitískara, en við trúum því að þegar konur eru komnar með fullt launajafnrétti og stjórn á eigin líkama sé loks komið kynfrelsi,“ segir Rósa María. Píkur jafn ólíkar og andlit Sem Bodysex leiðbeinandi styður Rósa María konur í að heila skömm, auka unað og sjálfsást. Hún segir allar konur geta fengið fullnægingar með réttri fræðslu, örvun og stuðningi. „Sumar konur hafa aldrei fengið fullnægingu vegna skorts á kyn- fræðslu í gegnum tíðina. Þess vegna er femínísk baráttumál að konur fái að endurheimta líkama sinn. Við burðumst enn með skömm frá því á miðöldum þegar píka var upp á latínu kölluð „pudere“ sem þýðir að skammast sín. Þarna kemur meðal annars skömmin, sagan og menn- ingin sem er rótgróin í líkömum okkar. Mikill hluti fólks með vulvu hefur áhyggjur af því af því hvernig hún lítur út. Enn fá stúlkur engar upplýsingar um hvernig píkan þeirra lítur út, að þær séu með sníp, sumar fá aldrei að vita það og sums staðar er snípurinn fjarlægður. Mér finnst hrikalegt að stúlkur séu rændar upplýsingum um það sem veitir þeim mikinn unað í líkamanum. Það er ómögulegt að upplifa unað ef þú heldur að eitt- hvað sé slæmt eða athugavert við píkuna þína, og þess vegna vinn ég með sjálfsást og líkamsvirðingu. Það byrjar með fræðslu, svo konur haldi ekki að það sé eitthvað að þeim, því þessu er öfugt farið; það er eitthvað að í menningunni sem hefur innprentað það í þær.“ Rósa segir allar konur vera með píkur sem séu jafn ólíkar og andlit þeirra. „Ég hef séð fullt af píkum og hver einasta þeirra er mögnuð og undurfögur. Það er auðvitað mikil berskjöldun að sýna á sér píkuna og var það líka fyrir mig þegar ég sýndi hana fyrir framan konur, en við skoðum píkurnar saman og hvar allt er á þeim, og það er heilög stund þar sem eitthvað einstakt gerist. Það er helst að kona fari til læknis þegar einhver annar skoðar píkuna en þarna skoðum við hana til að þekkja hana, sjá fegurðina og endurheimta hana úr skömminni, sjá fjölbreytileikann og unaðslegu hliðina líka,“ greinir Rósa María frá. Áferð sleipiefna æðisleg Rósa María segir unaðstæki frábær. Lykillinn að unaði sé þó alltaf líkamsvirðing. „Því meiri sem líkamsvirðingin er, því meiri unað muntu upp- lifa. Mikilvægt er að fullnæging sé ekki markmiðið heldur að vera í tengingu við líkama sinn og snerta okkur eins lengi og við viljum og að við finnum hvað okkur finnst gott því þar með viljum við meira.“ Númer eitt á unaðsvörulista Rósu Maríu er sleipiefni. Hún mæli með hreinni jurtaolíu eða góðum sleipiefnum úr kynlífsbúðum. „Sleipiefni eru góð unaðsvara því konur eru misjafnar. Stundum örvumst við en blotnum ekki, og stundum blotnum við ekki en örvumst samt. Það getur farið eftir tíðahringnum, breytingaskeiðinu og álagi. En svo er áferðin á sleipi- efnum bara æðisleg,“ útskýrir Rósa María. Hún mælir með sjálfsfróun sem byrjar á vulvunuddi með sleipiefni í nokkrar mínútur, en vulvan er ytri kynfæri kvenna. „Fyrst er að koma sér fyrir í þægi- lega stellingu, dýpka öndun, losa um streitu og nota hendurnar. Gott er að nota spegil til að sjá hvernig vulvan breytist við nudd og örvun. Þegar við nuddum vulvuna eykst blóðflæði til kynfærasvæðisins og við tengjumst því betur,“ upplýsir Rósa María. Rollsinn í víbratorum Eftir vulvunudd mælir Rósa María með noktun víbrators. „Ég mæli með nuddvendi með stórum kúluhaus að framan, þeir eru ætlaðir til að nudda alla vulvuna. Ef örvun verður of mikil er gott að setja bómullarefni eða annað mjúkt á milli til að titringur- inn verði mýkri. Hægt er að nota hvaða víbrator sem er og enginn sem getur sagt konu hvað sé best fyrir hana, hún þarf sjálf að finna hvað henni finnst gott.“ Rósa segir gjarnan talað um suðandi (e. buzzy) eða drynjandi (e. rumbly) titrara. „Suðandi víbratorar örva meira útvortis hluta snípsins og víbringurinn er oddhvassari. Hljóðið er eins og suð með hærri tíðni. Sumir upplifa suðandi víbra- tora of örvandi og er ástæðan sú að snípurinn dofnar út af of mikilli örvun, enda er verið að örva 8.000 taugaenda. Drynjandi víbratorar örva meira útvortis og innvortis hluta snípsins, og víbringurinn er dillandi. Hljóðið er dýpra eins og drunur með lægri tíðni. Drynjandi víbratorar eru vinsælli, eflaust því þeir auka meira blóðflæði í öllu kynfærinu,“ útskýrir Rósa María. Hennar uppáhald er drynjandi víbrator; The Magic Wand Rechar- geable. „Hann er seldur sem alhliða nuddtæki og varð víðfrægur þegar dr. Betty Dodson fór að sveifla honum og sýna á kvennahitt- ingum í kringum 1970. Víbratorar voru lengi vel ólöglegir og það er ástæðan fyrir að svo margir eru í formi höfrunga eða kanína en ekki getnaðarlims,“ útskýrir Rósa María sem notar The Magic Wand á nám- skeiðum sínum. „Hann er mjög kröftugur og því byrjar maður á lægstu stillingu. Stúturinn er úr mjúku silíkoni og hægt að nudda alla vulvuna, sníp- Hver einasta píka er mögnuð og undurfögur inn, ytri og innri barma, legganga- opið, spöngina, en líka kjálkana, axlirnar eða hvað eina því hann er nuddtæki fyrir líkamann. Þeir kallast nuddvendir í kynlífsbúðum og Betty kallaði þennan tiltekna nuddvönd „Cadillac of vibrators“ eða Rollsinn í víbratorum, eins og það kallast upp á íslensku. Allar fullnægingar heilsubætandi Rósa María segir brýnt að konur viti hvar snípurinn sé. „Sumar konur vita ekki hvar snípurinn er því samfélagið, popp- kúltúr, Hollywoodmyndir og meginstraums klámmyndir eru með leggöng á heilanum og ein- blína á að konur fái fullnægingar í gegnum leggöngin, en fæstar konur fá fullnægingu einungis með inn- setningu í leggöng. Því er mikil- vægt að fræða fólk. Snípurinn er aðal skynfæri fólks með píku þegar kemur að því að fá fullnægingu.“ Rósa segir allar fullnægingar góðar og heilsubætandi, sama hvernig þær eru og engin er eins. Uppáhalds dildó Rósu Maríu er Betty’s Barbell, hannaður af dr. Betty Dodson. „Hann er úr ryðfríu stáli og þungur; um hálft kíló. Vegna þyngdar sinnar er hann góður til að æfa grindarbotnsvöðvana því hann helst inni þegar vöðvarnir kreista og slaka á víxl. Á honum eru líka tveir misstórir endar, og hægt að byrja á innsetningu þess minni og fara svo í þann stærri,“ segir Rósa María. Hún segir hægt að nota dildó til innsetningar í leggöng eða enda- þarm. „En ekki allar konur vilja innsetningu í leggöng og það er fullkomlega eðlilegt. Ástæðurnar geta verið margar, að þeim þyki það ekki gott eða vilja það hrein- lega ekki, það getur verið sárt og á breytingaskeiðinu getur legganga- veggurinn farið að þynnast og getur valdið sárauka við samfarir,“ upplýsir Rósa María. Allar fantasíur leyfilegar Rósa María mælir með fantasíum við sjálfsfróun. „Með því að fantasera slökum við á hugsunum okkar, matarinn- kaupum og þvottakörfunni, og getum verið meira í líkama okkar. Það má fantasera um allt sem maður vill og leyfa ímyndunarafl- inu að blómstra. Í daglegu lífi erum við mikið á þönum og það gerist líka í sjálfsfróuninni, eins og við séum að drífa okkur, en það er gott að gefa sér tíma í sjálfsumhyggju. Því er mikilvægt að halda áfram ef þú hefur ekki fengið fullnægingu, því fullnæging er losun á kynferðis- legri spennu og gerist í heilanum. Þetta er líkamlegt og andlegt ástand og maður þarf að treysta líkamanum.“ Rósu Maríu er annt um unað kvenna. „Konur hafa rétt á því að vita hvernig líkami þeirra virkar og að allar konur geti fengið fullnægingu með réttri fræðslu og örvun. Full- næging og sjálfsunaður betrum- bætir líkamlegt og andlegt ástand. Um þær streymir gleðihormón, þeim líður vel með líkama sinn og elska hann, eru hamingjusamari og slakari, og þetta er líka ein leið til að upplifa alsælu. Það er ekkert að konum eða píkum þeirra. Þær eru magnaðar.“ Þegar öll höft losna vegna Covid- 19 hefjast Bodysex-námskeið á ný hjá Rósu Maríu, fyrir konur sem vilja tengjast líkama sínum og fullnægingum, til að heila skömm, auka unað og sjálfsást. n Fylgist með Rósu Maríu á Insta­ gram @orgasmicselflove og á Facebook @bodysexiceland. Rósa María er Bodysex leiðbeinandi og segir unaðstæki frábær. MYND/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Þetta eru uppá­ halds unaðstæki Rósu Maríu; nuddvöndurinn The Magic Wand Rechargeable, Betty’s Barbell­ grindarbotns­ þjálfi og dildó, og sleipiefni. MYND/AÐSEND 4 kynningarblað 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURUNAÐSVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.