Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 25
Kynlíf eykur magn hamingjuhormóna í líkamanum. Sleipiefni geta gert gæfumuninn en mikilvægt er að velja rétt sleipiefni með hágæða innihaldsefnum. Sleipiefni geta gert kynlíf ánægjulegra fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð og aldri. Astroglide kynnir fjórar nýjungar á markað sem allar eiga sameiginlegt að veita enn meiri unað í kynlífi. Kynlíf eykur magn hamingju- hormóna í líkamanum en við fullnægingu losna meðal annars gleði- og vellíðunarhormónin oxytocin og endorfín úr læðingi. Aukin framleiðsla líkamans á tilteknum hormónum hefur góð áhrif á ýmsa þætti, svo sem svefn og vellíðan. Sleipiefni geta gert gæfumuninn en afar mikilvægt er að velja rétt sleipiefni með hágæða innihaldsefnum. Þurrkur í leggöngum oft vandamál hjá konum Kynheilsa kvenna getur haft mikil áhrif á líðan og ef viðvarandi óþægindi eru til staðar á kyn- færasvæði getur það jafnvel haft áhrif á ánægju í kynlífi. Legganga- þurrkur getur haft ýmis óþægindi í för með sér og meðal annars haft áhrif á lífsgæði kvenna og að auki myndað togstreitu í samböndum. Flestallar konur upplifa þurrk í leggöngum einhvern tíma á lífsleiðinni. Með hækkandi aldri þynnist slímhúð í leggöngum og framleiðir hún jafnframt minni raka. Miklar hormónabreytingar eiga sér stað í líkama kvenna þegar þær ganga í gegnum breytinga- skeiðið en við það minnkar framleiðslan á kvenhormóninu estrógen. Estrógen stjórnar fram- leiðslu á náttúrulegu sleipiefni líkamans sem venjulega heldur leggöngunum rökum og við það þornar slímhúðin. Þó svo að þurrkur í kynfærum sé algengur um og eftir tíðahvörf geta konur á öllum aldri upplifað þurrk í slímhúð. Ástæða þess er að estrógen-gildi lækka ekki einungis við tíðahvörf heldur getur það einnig gerst á meðgöngu, eftir fæðingu og við brjóstagjöf. Að auki getur þurrkur í leggöngum orsakast af fleiri ástæðum, meðal annars notkunar lyfja sem geta haft áhrif á hormónabúskapinn, vegna mikillar notkunar sápu, eða vegna innleggja eða tíðatappa. Gerir gott kynlíf enn betra Vönduð sleipiefni mýkja slímhúð í leggöngum og minnka núning sem leiðir þar af leiðandi til minni óþæginda við samfarir og getur því reynst konum með þurrk í leggöngum afar vel. Sleipiefni eru ekki eingöngu hugsuð sem lausn við þurrki í leggöngum heldur geta þau jafnframt gert gott kynlíf enn betra. Þegar velja á sleipiefni er mikil- vægt að velja vatnsblönduð eða vatnsuppleysanleg sleipiefni, aðeins súr (pH-jafnvægi) í sam- ræmi við aðra líkamsvessa. Sýru- stigið gerir það að verkum að það hindrar vöxt óæskilegra baktería og getur komið í veg fyrir ýmsa kvilla í leggöngum. Grundvallar- atriði er að notast aldrei við olíu- blandaðar vörur eða matarolíur sem sleipiefni þar sem slík efni geta auðveldlega sært viðkvæma slímhúð legganga og truflað eðli- lega bakteríuflóru. Að auki geta slíkar blöndur skaðað smokka og hettur. Einstakar nýjungar á markað Astroglide-sleipiefnin eru vatns- blönduð og vatnsuppleysanleg sem henta afar vel með smokka- notkun og gera jafnframt kynlífið öruggt og ánægjulegt. Astroglide hefur komið með fjórar unaðslegar nýjungar á markað sem allar eiga það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda.  Astroglide-sleipiefni geta aukið unað í kynlífi Astroglide-sleipiefnin njóta mikilla vinsælda, enda hágæða vörur sem veita mikinn unað. Astroglide- sleipiefnin eru vatnsblönduð og vatnsupp- leysanleg, afar þægileg í notkun og klístrast ekki. MYNDIR/AÐSENDAR Astroglide Sensual Massage Oil er 99 prósent lífrænt sleipiefni og nuddolía með angan af kókos. Toy’N’Joy er sérstaklega hannað fyrir kynlífsleikföng. Astroglide Stawberry ilmar og bragðast eins og jarðarber og Astroglide Organix er laust við öll ilm- og bragðefni. Astroglide Organix Liquid er náttúrulegt vatnsbaserað sleipiefni sem er laust við öll aukaefni eins og paraben-, ilm- og bragðefni. Organix hentar meðal annars vel gegn þurrki og ertingu í leg- göngum. Astroglide Sensual Massage Oil er bæði sleipiefni og nuddolía í einni vöru en olían er 99 prósent lífræn formúla með einstökum kókoshnetuilm. Þriðja varan er Astroglide Straw- berry sem er einnig vatnsbaserað sleipiefni sem lyktar og bragðast eins og jarðarber en sleipiefnið er leikfangavænt og öruggt í notkun með smokkum. Að lokum er það hið sívinsæla Astroglide Toy‘N‘Joy sleipiefni sem hannað er sérstaklega fyrir kyn- lífsleikföng og er að auki frábær kostur fyrir viðkvæma húð. Astroglide sleipiefnin eru afar þægilegt í notkun og klístrast ekki. ■ kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.