Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 28
 Það er fáránlegur misskiln- ingur að það að þykja enda- þarms- örvun góð, hafi nokk- ur áhrif á kynhneigð þína. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is www.purityherbs.is Góð náttúruleg leið til að krydda kynlífið. Komdu maka þínum á óvart í ástarlífinu og bjóddu upp á unaðslegt dekur með unaðsvörunum frá Purity Herbs www.purityherbs.is Það má segja að það ríki nokkuð almennt samþykki um notkun kvenna á kyn- lífstækjum, en það sama virðist ekki gilda fyrir karla, samkvæmt vefmiðlinum Dazed. Á meðan það er talið kynfrelsi þegar kona mundar titrarann eða önnur leiktæki, virðist lítið um hrós til karlmanna sem vilja kynn- ast lystisemdum múffa, sogtækja, anal-tappa eða annarra sjálfsfró- unartækja. Ástæðurnar eru margar og tengjast meðal annars skorti á sýnileika, skömm, markaðs- fræðum og skorti á samtali. Það ríkir skömm Skoðanakönnun sem breski mið- illinn The Guardian gerði árið 2014 um kynlíf sýndi fram á að konur eru mun líklegri en karl- menn til þess að nýta sér leiktæki ástarlífsins, eða um 52% kvenna og 39% karla. Að sama skapi voru samkynhneigðir karlmenn mun líklegri en gagnkynhneigðir til að nota kynlífstæki, eða um 66% samkynhneigðra og 44% gagn- kynhneigðra. Þetta sýnir að stór hluti gagnkynhneigðra karlmanna getur ekki hugsað sér að nýta sér kynlífstæki eða þorir einfaldlega ekki að viðurkenna það. Einn þátttakandi í könnuninni, 25 ára gagnkynhneigður karlmað- ur, sagðist þekkja vel leynimakkið í kringum leiktækjanotkun karl- manna á eigin skinni. Þrátt fyrir að Karlana kitlar líka Um leið og það opnast fyrir samtalið mun skömmin yfir kynlífstækjum karla fjúka út í veður og vind FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY hafa verið forvitinn um kynlífs- tæki frá unglingsaldri, var hann kominn yfir tvítugt þegar hann keypti sitt fyrsta leikfang, sem var blöðruhálsnuddtæki. Þó svo vinkonur hans ættu auðvelt með að ræða um kynlífstækjanotkun sína fannst honum hann ekki hafa sama frelsi til þess sem karl. „Kynlífstæki fyrir karla eru oftast markaðssett til samkynhneigðra karlmanna. Þessi markaðssetning höfðar ekki til gagnkynhneigðra karla sem túlka það sem svo að þeir hneigist til sama kyns vilji þeir prófa tækin.“ Þá óttast sumir að ef þeir viðurkenna fyrir öðrum að þeir noti blöðruhálsnuddtæki muni þeir vera stimplaðir sem sam- kynhneigðir. „Ég var einu sinni nógu drukkinn til að segja vinum mínum að ég væri að gera tilraunir með kynlífstæki. Þeir gerðu sam- stundis grín að mér og sögðu að ég hlyti að vera samkynhneigður. Það er fáránlegur misskilningur að það að þykja endaþarmsörvun góð, hafi nokkur áhrif á kynhneigð þína,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að kynlífstæki fyrir karlmenn eru tengd menn- ingu samkynhneigðra er líka á ábyrgð kynlífstækjafyrirtækjanna. Samkvæmt Nichi Hodgson, sem er kynlífsfræðingur með meiru, hafa samkynhneigðir karlmenn, sem jaðarsettur hópur, haft frelsi í gegnum söguna til þess að gera tilraunir með leiktæki ástarlífs- ins. „Það var skömm í kringum kynhneigð þeirra, svo þeir hafa þurft að berjast fyrir kynfrelsi sínu og fengið að gera tilraunir með það. Þess vegna er kynlífstækjum frekar beint að samkynhneigðum körlum.“ Hún bætir við: „Það gildir líka sú trú í samfélaginu að „raun- verulegur“ karlmaður þurfi enga hjálp. Ef þú getur ekki fengið það einn og óstuddur, þá hljóti eitt- hvað að vera að þér kynferðislega.“ Tímarnir breytast Sem betur fer breytast tímarnir og markaðurinn og mennirnir með og kynlífstæki fyrir karla verða sívinsælli. Internetið hefur einnig veitt öruggt rými fyrir fólk til þess að skoða og kaupa. „Markaðurinn víkkar og ný vöruþróun er að eiga sér stað. Æ fleiri leiktæki eru hönnuð til að höfða til allra kynja, sem gerir það að verkum að körlum þykir auðveldara að skoða kynlífstæki upp á eigin spýtur,“ segir hún. „Sala á netinu er svo stóri þátturinn. Gagnkynhneigðir karlar þurfa ekki lengur að hætta sér inn í misviðkunnanlegar kyn- lífstækjabúðir sem fókusera á sam- kynhneigða viðskiptavini.“ Mælir með paratækjum Fyrir gagnkynhneigða karla sem langar að prófa sig áfram en eru feimnir mælir Hodgson sérstak- lega með paratækjum. „Af reynslu minni sem dominatrix veit ég að flestir karlar hafa áhuga á enda- þarmsörvun. En margir frjósa þegar þeir eru snertir á þessu svæði. Ég myndi mæla með að þeir fá sér fjölnota titrara og prófi sig áfram með konu fyrst. Þeim þarf að líða vel í eigin skinni og leikföng geta hjálpað til við það,“ segir hún. Skortur á sýnileika „Sjónvarpsefni á borð við Sex and the City hafa hjálpað til við að brjóta niður bannhelgina í kringum konur og kynlífsleik- föng. En við eigum enn eftir að sjá þetta gerast fyrir karla í dægur- menningunni,“ segir Hodgson. Til þess að breytingarnar sem eru að gerast endist, þá þarf samtalið um notkun karla á kynlífstækjum að víkka. Skortur á sýnileika í dægur- menningunni er helsta ástæðan fyrir því að karlar skammast sín fyrir að nota kynlífstæki. Amm- anda Major, sérfræðingur á þessu sviði, segir að það sé mun algengara að kona sjáist nota kynlífstæki í kvikmyndum og sjónvarpi en karlar. „Ég er ekki að tala um klám heldur dægurmenn- ingu. Ég get svo sem ekki alhæft um kvikmyndaiðnaðinn í heild sinni, en mér dettur engin vinsæl kvikmynd í hug sem myndi fúslega sýna karlmenn nota kynlífstæki.“ Major segir vandann einnig liggja í kynjamuninum. „Ólíkt konum þykir körlum alla jafna erfitt að eiga þessi samtöl við vini sína. Þetta mun verða samþykkt um leið og karlar byrja að tala um mál- efnið,“ segir hún. Þó svo það geti tekið tíma fyrir þessi samtöl að eiga sér stað, þá telur Major að breytingar séu nú þegar að eiga sér stað. Það sem þurfi núna er að málefnið fái sinn tíma í sviðsljósinu. „Skömmin fer minnkandi. En það mun þurfa meira til þess að afmá hana alger- lega og þar koma fjölmiðlar, kvik- myndir og sjónvarp til sögunnar. Með auknum sýnileika munu karlmenn verða tilbúnari til þess að ræða þessi mál við vini sína.“ n 8 kynningarblað 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURUNAÐSVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.