Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 44
Það er rosa jákvæðni í kringum þetta þarna úti. Streymi Reacher Amazon Prime hefur farið heldur halloka í samkeppninni við aðrar streymisveitur sem eru miklum mun duglegri við að spila út stórum trompum. Streymisveitan veðjaði þó heldur betur á réttan gæðing með uppgjafarherlög- reglumanninnum Jack Reacher. Þættirnir þykja brakandi ferskir á RottenTomatoes þar sem þeir standa í 88% og loksins hafa aðdáendur bóka Lee Child fengið Reacher sem stendur undir nafni og útlitslýsingum höfundarins þar sem leikarinn Alan Ritchson státar bæði af tilskildum sentimetra- fjölda og upphandleggsvöðvum. Þættirnir eru með því allra besta í spennuhasarhillum efnisveitanna þessi dægrin. Slagsmálin eru skemmtilega ruddaleg og þar sem vondu kallarnir eru alveg ofboðs- lega vondir er alveg dásamlega fullnægjandi að fylgjast með tröllinu Reacher brjóta í þeim hvert bein áður en hann sendir þá bráð- feiga inn í eilífiðina. ■ Myndlist Listasafn Árnesinga í Hveragerði Við mælum með að bregða sér í Listasafn Árnesinga í Hveragerði en fjórar sýningar eru í sölum safnsins. Listamennirnir sem sýna eru: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Lóa H. Hjálmtýsdóttir, Þórdís Erla Zoëga og Magnús Helgason. Verkin eru afar fjölbreytt enda ólíkir listamenn þarna á ferð. Við mælum með því að taka börnin með en verk Ingunnar Fjólu má snerta og endurskapa. Verk hinna þriggja listamannanna eru einnig líkleg til að vekja lukku hjá unga fólkinu, eins og þeim eldri. Sýningarnar standa til 22. maí. ■ Dans Hvíla sprungur eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur Dansverkið Hvíla sprungur í Borgarleikhúsinu er að sögn gagn- rýnanda Fréttablaðsins dulúðugt og grípandi verk þar sem samspil dansara er sterkt og fallegt. Ljós- myndir hins frábæra ljósmyndara RAX eru notaðar í sviðsmynd og búninga. Gagnrýnandinn segir ljósmyndirnar skapa „einstaka umgjörð fyrir dansinn, vel studdar af tónlistinni sem undirstrikaði kalda og drungalega vetrarfeg- urðina. Lýsingin fullkomnaði svo stemninguna og gaf þessu annars svart hvíta verki lit.“ Næsta sýning er í kvöld, 10. febrúar, og síðan eru sýningar 18. og 23. febrúar. Látið ykkur ekki vanta! ■ ■ Allra best odduraevar@frettabladid.is Björgunarsveitin Strákar frá Siglu- firði býður til tónlistarveislu í Siglufjarðarkirkju næstkomandi föstudagskvöld. Um er að ræða styrktartónleika fyrir sveitina sem haldnir eru árlega en tilefnið mögu- lega aldrei verið mikilvægara. Tónleikunum verður streymt að þessu sinni í samstarfi við streymis- þjónustu Straumanda og verður hægt að fylgjast með tónleikunum í gegnum YouTube. Hlekkinn að tón- leikunum verður hægt að nálgast á Facebook-síðu björgunarsveitar- innar. Sveitin er meðal öflugustu sveita landsins og tók meðal annars þátt á dögunum í leitinni við Þingvalla- vatn. Að þessu sinni er markmiðið með tónleikunum að safna fyrir vel útbúnum og fullkomnum leitar- og björgunardróna sem bráðnauðsyn- legur er sveitinni til starfa sinna. Tónleikarnir munu hefjast á slag- inu 20.00 á föstudagskvöldið en þá er einmitt 112 dagurinn. en þeim verður eingöngu streymt, að því er segir á Facebook-viðburði tónleik- anna hjá björgunarsveitinni. Miðaverð eru léttar 3.000 krónur og beinir björgunarsveitin þeim tilmælum til væntanlegra tón- leikagesta að hægt sé að leggja inn á sveitina en reikningsupplýsingar er að finna á Facebook-síðunni hjá björgunarsveitinni. ■ Strákar safna fyrir dróna og senda frá sér tóna Tónlistarstjórinn Graham Ross leiðir metnaðarfullan könnunarleiðangur um íslenskan tónheim á plötunni Ice Land – The Eternal Music þar sem tónlistarfólk á heims- mælikvarða flytur ný klassísk verk eftir Sigurð Sævarsson og fleiri tónskáld í bland við eldri og þekktari verk í nýjum útsetningum. ninarichter@frettabladid.is Platan Ice Land – The Eternal Music kemur út á morgun en á henni leiðir tónlistarstjórinn Graham Ross könnunarleiðangur um klassísk, íslensk tónverk sem voru að hluta flutt á tónleikum hins heimsþekkta Clair Collage kórs við Cambridge í Hallgrímskirkju í fyrra. Fljótavík, eftir Sigur Rós, í endur- útsetningu Guy Button, ómar meðal annars á plötunni í bland við þekktari og eldri verk á borð við Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, í f lutningi kórsins frá Cambridge. Sálumessa eftir Sigurð Sævarsson, tónskáld og skólastjóra Nýja tón- listarskólans, er einnig á plötunni í sjö hlutum. „Þetta kom þannig til að ég var í sambandi við stjórnandann árið 2016,“ segir Sigurður sem hefur unnið náið með Ross í rúman ára- tug. „Ég sá viðtal við hann í Grammo- phone-tímaritinu og spurði hvort hann vildi skoða eitthvað af nýjum kórverkum.“ Graham var endilega til í það og þar með hófst samstarf sem hefur getið af sér tónleikahald heima og erlendis og núna plötuút- gáfu. Óþarflega spennandi ferðalag Platan samanstendur af kórverkum, sem Claire College kórinn f lytur, auk tveggja strengjaverka. Sigurður segir f lest kórverkin á plötunni frumsamin en þar megi einnig finna verk gömlu meistaranna í bland. „Þau tóku plötuna upp í London í lok júní og byrjun júlí,“ segir hann en heimsfaraldurinn gerði ferða- lagið í kringum upptökurnar óþarf- lega spennandi. Hópurinn, sem telur tugi manna, slapp þó nokkuð vel og Sigurður segir lítið hafa verið um veikindi. „Ég fór út að hjálpa þeim aðeins með f ramburðinn á þessum íslensku verkum. Þetta var mjög stressandi tími. Daginn áður en ég kom út sagði stjórnandinn að það væru „fifty-fifty“ líkur á að við gætum gert þetta.“ Sigurður hefur haft áhrif á kóra- tónlist í áratugi. „Þegar ég var í námi úti í Boston kynntist ég kirkjukór háskólans. Þá voru beinar útsend- ingar frá kirkjunni og þar kynntist maður þessari músík,“ segir hann. „Ég samdi síðan verk, Hallgríms- passíu, og fór með það til Harðar Áskels, sem þá var stjórnandi í Hall- grímskirkju. Þau plötuðu mig svo í kórinn ári seinna,“ heldur hann áfram og það varð úr að Sigurður söng með Scola Cantorum kórnum í fimmtán ár. „Ég samdi fyrir þau, með þau í huga.“ Ópera upp úr Shakespeare Sigurði er margt til lista lagt og þessa dagana vinnur hann að óperu upp úr Ríkharði III eftir William Shakespeare. „Ég er búinn að semja við allan textann, það sem ég kippti úr,“ útskýrir hann og bætir við að það sé gríðarleg vinna að útsetja bæði píanópart og hljómsveit. „Þetta er svo ógnarlangt verk. Ég er að nota kannski einn tíunda eða einn áttunda af textanum,“ segir Sigurður. „Ég var byrjaður fyrir mörgum árum að klippa þetta til og svo byrjaði ég árið 2020 að semja. Þetta er hellings vinna.“ Sigurður segir tímabilið búið að vera skrítið þegar hann er spurður hvort heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á að hann ákvað að snúa sér að óperunni. „Einn organisti ætlaði að fara að túra um Rússland og spila verk eftir mig. Þá átti að frumflytja nýtt orgelverk í dómkirkjunni á Manhattan. Svo frestaðist það allt.“ En núna er allt hrokkið í gang á ný og Sigurður segir að um þessar mundir sé verið að taka upp nýtt orgelverk eftir hann í Finnlandi og fljótlega megi vænta útgáfunnar. Himna smiður slær í gegn „James Hicks, bandarískur organ- isti, pantaði það. Ég samdi fyrir hann verk í kringum Heyr himna smiður. Það kom út á plötu sem hann tók upp í Hallgrímskirkju fyrir tveimur árum og svo er þetta komið út.“ Lag Þorkels Sigurbjörnssonar við ljóð Kolbeins Tumasonar, Heyr himna smiður, hefur einmitt notið gríðarlegra vinsælda erlendis og verið notað í sjónvarpsþáttum á borð við The Handmaids Tale. Getur verið að þessi íslensku sálmalög séu að komast í tísku? Sigurður bendir á upptöku á Heyr himna smiður, í f lutningi Árstíða, sem hefur notið vinsælda á YouTube í áraraðir. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að opna helling,“ segir hann. Sig- urður segist vera í miklu sambandi við Graham Ross og áhuginn á nýju plötunni sé mikill. „Þau voru að spila af plötunni á BBC,“ segir hann. „Mér heyrist vera mikið „buzz“ í kringum þetta, mikill spenningur. Það er rosa jákvæðni í kringum þetta þarna úti, en svo veit maður ekkert hvernig fer. En maður leyfir sér að vera jákvæður.“ ■ Töfrar íslenskra tónverka í útrás Sálumessa eftir Sigurð Sævarsson er á plötunni í sjö hlutum, en hann hefur unnið í nánu samstarfi með Graham Ross í rúman áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Leit að flugvél í Þingvallavatni við Ölfusárvík FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 28 Lífið 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.