Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Börnin voru látin afskipta- laus og þeim ekki sinnt tilfinn- ingalega á vöggu- stofunni á Íslandi, eins og í Rúmeníu. Innritun hefst í þessum mánuði í pláss sem opna í sumar og haust. Aðgengi ungbarnafjölskyldna að leikskólum í Reykja- vík batnar verulega á þessu ári en átta nýir leikskólar verða opnaðir í ár og tekin verða í notkun 850 ný leik- skólarými í borginni. Fyrsti nýi leikskólinn, Ævintýraborg við Eggerts- götu, var opnaður í þessari viku og sá næsti, ung- barnaleikskóli við Bríetartún, verður opnaður í apríl. Síðar á árinu verða Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Vörðuskóla opnaðar auk nýrra leikskóla við Klepps- veg og Safamýri og nýs leikskóla í Ármúla sem rekinn verður undir merkjum Múlaborgar. Frá og með komandi hausti verður byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum í leikskólana, nánar tiltekið börnum sem verða orðin 12 mánaða 1. september næstkomandi. Innritun hefst í þessum mánuði í pláss sem verða opnuð í sumar og haust. Meðalaldur barna við inntöku í leikskólana lækkar um heila 4 mánuði í haust og verður um 15 mánaða. Mikil aukning hefur orðið í barnsfæðingum á síðustu misserum í Reykjavík og verður fjölgað veru- lega nýjum leikskólarýmum til að mæta aukinni þörf. Alls er stefnt að opnun 1.680 nýrra leikskólarýma í Reykjavík á næstu 4 árum og munar þar mestu um nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu, nýja leik- skóla í Vogabyggð, Völvufelli í Breiðholti, við Kirkju- sand og í Skerjafirði auk viðbygginga við leikskólana Sæborg, Hof, Kvistaborg, Funaborg og Laugasól. Samhliða fjölgun leikskólaplássa höfum við lagt höfuðáherslu á að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leik- skóla og barna með því s.s. að fjölga starfsfólki á elstu deildum, stækka rými, fjölga undirbúningstímum, setja aukið fjármagn í faglegt starf og liðsheildarvinnu, fjölga námsleyfum, auka stuðning við stjórnendur í ráðningarmálum o.s.frv. Alls hefur verið varið rúmlega 4 milljörðum króna í þessar aðgerðir sem hafa gert leik- skólana í borginni að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Starfsánægja hefur aukist í kjölfarið og ánægja foreldra með leikskólana í borginni mælist yfir 90% sem er niðurstaða á heimsmælikvarða. n Átta nýir leikskólar í Reykjavíkurborg Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar- innar Það hefur farið hrollur um fólk hér á landi við að heyra lýsingar þeirra sem voru vistaðir á vöggustofunni Hlíðarenda sem síðar fékk nafnið vöggustofa Thorvaldsensfélagsins og var rekin á vegum Reykjavíkurborgar. Lýsingar fólks á því hvaða áhrif dvölin á vöggustofunni hefur haft á líf þess og upplýsingar um það hvernig börnin voru vanrækt hvað andlegan þroska og tilfinningalíf varðar hefur komið fólki í uppnám. Hvernig gat þetta gerst á Íslandi, og hvernig gat þetta staðið fram á átt- unda áratug þessarar aldar? Þegar járntjaldið féll og það opnaðist inn í lönd Austur-Evrópu fengum við að sjá inn á munað- arleysingjahæli í Rúmeníu. Sjónvarpsmaðurinn Árni Snævarr fór þangað og umfjöllun hans um þessa hroðalegu staði og meðferðina á vannærð- um börnunum er ógleymanleg öllum sem hana sáu. Ekki er hægt að segja að ástandið hér hafi verið eins og í Rúmeníu. Hér fengu börnin góðan og hollan mat, allt var þrifalegt og fínt og leit vel út á yfirborðinu. En þó var ákveðin samsvörun þarna á milli. Börnin voru látin afskiptalaus og þeim ekki sinnt tilfinningalega á vöggustofunni á Íslandi, eins og í Rúmeníu. Reynt var að benda á að þarna væri ekki allt með felldu árið 1964 þegar fóstrunemar létu vita eftir að hafa dvalið á vöggustofunni sem lærlingar í nokkra daga. Doktor Sigurjón Björnsson sálfræðingur tók málið upp í borgar- stjórn árið 1967, en enginn hlustaði. Forstöðu- konur sem komu að heimilinu síðustu árin sem það var rekið reyndu af veikum mætti að bæta umhverfi barnanna með því að mála í björtum litum og kaupa leikföng, en mættu að eigin sögn andstöðu, því það var trú manna að best væri að gera börnin ekki tilfinningalega háð hvorki starfsmönnum né aðstandendum, sem ekki fengu að koma í heimsókn. Slíkt þýddi bara grát og tilfinningalegt uppnám lengi á eftir. Starfsfólk stoppaði stutt við á vöggustofunni enda gríðarlegt álag fyrir flesta að starfa undir þessum kringumstæðum. Áreiðanlegar heimildir eru um að starfsmenn, aðallega konur, hafi stundum „stolist“ til að fara með börnin heim um helgar og jafnvel í heimsókn til vina og kunningja svo þau fengju einhverja tilbreytingu. Fleira hefur komið í ljós varðandi vöggustofuna. Gögn henni tengd fundust nýverið í þeim húsakynnum sem hún var rekin í, mörgum áratugum eftir að starfsemi hennar var hætt. Gögnunum var komið til borgar- skjalasafns. Spurningin er hvort fleiri gögn sé enn að finna í rykföllnum geymslum, eða með öðrum orðum á glámbekk við Sunnutorg. n Vöggustofumál Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgara- rétt vorið 2022. Næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin sem hér segir: • Akureyri: Mánudaginn 23. maí kl. 13:00 hjá Símey • Egilsstaðir: Miðvikudaginn 25. maí kl. 13:00 hjá Austurbrú • Ísafjörður: Föstudaginn 27. maí kl. 13:00 hjá Fræðslumiðstöðinni Í Reykjavík verða prófin haldin eftirfarandi daga hjá Mími: • Mánudaginn 30. maí kl. 09:00 og 13:00 • Þriðjudaginn 31. maí kl. 09:00 og 13:00 • Fimmtudaginn 2. júní kl. 09:00 og 13:00 • Föstudaginn 3. júní kl. 09:00 og 13:00 Skráning er hafin á www.mimir.is. Síðasti skráningardagur er 10. maí 2022. Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur. Prófgjaldið er 35.000 kr. Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt vorið 2022 ser@frettabladid.is Samsærin Á meðan hver óveðurslægðin eftir aðra gengur yfir landið, eyjarskeggjum til ómældrar van- sælu, gengur líka á með éljum í pólitíkinni. Sumir eiga sér engan fegurri draum en að komast að í sveitarstjórnum á næstu fjórum árum og deila þar fjármagni upp úr tómum bæjarsjóðum. Og þar gengur auðvitað á með alls konar samsæriskenningum, svo sem eins og í höfuðborginni þar sem oddvitaslagur Viðreisnar gengur út á það hvor kandí- datinn ætli að svíkja núverandi meirihluta og hjá íhaldinu eru brigslyrðin ekki minni, en þar er spurt hvort oddvitaefnið sé líklegra til að halda harðlínunni, ellegar bara sænga með Samfó. Herdeildir Og sitjandi fulltrúar, sem margir hverjir óttast um sína stóla, eru eðlilega komnir í sínar skot- grafir þaðan sem skæðadrífu af frábærlega heppnuðum keilum er látið rigna yfir fjölmiðla í von um að þeir gefi þessum pólitík- usum gaum. Þetta er náttúrlega alvanalegt – og ekki fundið upp í gær að alþýðan þurfi að vita allt um ágæti stjórnmálamanna á síðasta kortérinu fyrir kosn- ingar. Fyrir vikið hafa nú heilar herdeildir upplýsingafulltrúa vígbúist og eru í þann mund að umkringja hvern fjölmiðilinn af öðrum, gráar fyrir járnum. n Skoðun FRéttablaðið 4. mars 2022 FÖSTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.