Fréttablaðið - 04.03.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 04.03.2022, Síða 12
Ef það er þangað sem við stefnum sem mannfólk, að við munum tengjast internetinu með taugavið- móti, þá geta dýrin það líka. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir 1861 Abraham Lincoln verður sextándi forseti Banda- ríkjanna. 1877 Emile Berliner finnur upp hljóðnemann. 1936 Zeppelin loftfarið Hindenburg flýgur sitt fyrsta reynsluflug. 1955 Armed Forces Radio and Television Service Keflavik fær heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarpsút- sendinga. 1964 Hljómar frá Keflavík slá í gegn á fyrstu bítlatónleik- unum á Íslandi. Tónleikarnir eru haldnir í Háskóla- bíói. Fjórar aðrar hljómsveitir koma þar fram. 1968 Fyrsta leikritið sem sett er upp sérstaklega fyrir sjónvarp á Íslandi er sent út. Það er verkið Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. 1971 Íslendingar kaupa uppstoppaðan geirfugl á upp- boði í London. Áður var safnað fyrir fuglinum um allt land. 1983 Menningarmiðstöðin Gerðuberg er opnuð í Breið- holtshverfi í Reykjavík. 2000 PlayStation 2 kemur fyrst á markað í Japan. 2005 Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sameinast undir merkjum þess fyrrnefnda. Í framtíðarkenndri sýn mynd- listarmannsins Kolbeins Huga eru dýrin tengd internetinu í gegnum taugaviðmót. arnartomas@frettabladid.is Internetheimur dýranna er heiti fjöl- skyldusmiðju sem fer fram í Norræna húsinu á laugardag þar sem skoðað verður hvernig heimurinn væri ef dýrin réðu öllu og fengju að nota internetið. Smiðjan er í umsjá myndlistarmannsins Kolbeins Huga og byggir á verki hans á yfirstandandi sýningunni Jafnvel ormar snúast. „Ég veit ekki hvort tíminn er kominn ennþá, en að mínu mati höfum við og munum á næstu 10-15 árum fá tæknilega getu til þess að dýr geti tengst internet- inu,“ segir Kolbeinn Hugi sem býst við að dýrin myndu nota internetið í sam- bærilegum tilgangi og mannfólkið. „Við erum dýr og sækjum í skemmtiefni, póli- tík og tökum ákvarðanir á internetinu. Ef dýrin hefðu aðild að internetinu gætu þau verið þátttakendur í ákvarðanatöku um umhverfið sitt.“ Hugmyndina að verkinu fékk Kol- beinn Hugi þegar hann vann að þátt- unum Cryptopia sem fjölluðu um rafmyntanámur á Íslandi og umhverfis- áhrif tengd þeim. „Það er undarlegt að hugsa til þess að fólk mæti í Bláa lónið og baði sig upp úr úrgangi orkuvers sem er að miklum hluta til notað til þess að knýja raf- mynta námur,“ útskýrir hann. „Ég skrif- aði smá vísindaskáldskap upp úr þessu sem var þó byggður á íslenskum raun- veruleika. Það var lítið fræ sem spratt upp úr því sem hét Animal Internet. Sú hugmynd hefur haldið áfram að vaxa og er í kjarnann að dýrin tengist inter- netinu í gegnum taugaviðmót.“ Spendýrin yrðu fyrst En hvernig myndu dýrin tengjast inter- netinu? „Dýr eru þegar farin að nota taugavið- mót í gegnum tækni en dýr eru notuð í tilraunum fyrir stóran hluta þeirrar tækni sem endar í höndum mannfólks,“ segir Kolbeinn Hugi. „Ef það er þangað sem við stefnum sem mannfólk, að við munum tengjast internetinu með tauga- viðmóti, þá geta dýrin það líka.“ Í framtíðarkenndri sýn Kolbeins Huga, sem teygir sig mörg hundruð ár fram í framtíðina, er mikill fjöldi dýrategunda tengdur internetinu. Hann segi að ef við ímyndum okkur aðeins jarðtengdari sýn til styttri tíma yrðu spendýrin líklega fyrstu dýranotendur internetsins. „Tæknin í kringum taugaviðmót er miðuð að mannfólki sem eru spendýr og þau yrðu líklega fyrstu notendurnir á dýra-internetinu. Mér finnst líklegt að fyrsti hópurinn yrðu gæludýr þar sem fólk gæti tengt sig gæludýrum sínum til að fylgjast með þeim og síðan til að skilja þau betur. Á undanförnum árum hefur umræðan um skuggahliðar internetsins á sam- félagið farið vaxandi. Er þá rétt af okkur að draga dýrin inn í þennan heim? „Ég lít ekki á að það sé siðferðislega rétt af okkur að draga þau inn á inter- netið en á meðan við höldum þeim vís- vitandi utan þess þá erum við að taka ákvörðunarréttinn af þeim,“ segir Kol- beinn Hugi. „Dýr eru einstaklingar og enginn einstaklingur ætti að þurfa að vera á internetinu frekar en hann vill.“ n Fánan tengist alnetinu Ástkær móðir okkar, Ingveldur Guðmundsdóttir hárgreiðslumeistari, frá Sæbóli í Aðalvík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann 28. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 13. Athöfninni verður streymt á streyma.is. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Átthagafélags Sléttuhrepps. Hafsteinn Hafsteinsson Guðmundur Lúther Hafsteinsson Þorbjörg Hafsteinsdóttir Margrét Rögn Hafsteinsdóttir Hjartkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Ragnarsson verkfræðingur, Sundlaugavegi 33, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. mars nk. kl. 13. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir Ástvaldur Traustason Gyða Dröfn Tryggvadóttir Ásgeir Árni Ragnarsson Vala Garðarsdóttir Kolbrún Rut Ragnarsdóttir Alexandre Ruiz Pallach Kristín Björg Ragnarsdóttir Vigfús Karlsson og barnabörn. Kolbeinn Hugi telur að dýrin myndu nota internetið í svipuðum tilgangi og mannfólkið. Mynd/AðSend Hugmyndin að verkinu spratt upp þegar Kolbeinn Hugi vann að þáttum sem fjölluðu meðal annars um rafmyntanámur á Íslandi og áhrif þeirra á umhverfið. Mynd/AðSend Playstation TímamóT FréTTablaðið 4. mars 2022 FÖSTUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.