Fréttablaðið - 04.03.2022, Side 14

Fréttablaðið - 04.03.2022, Side 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Við opnuðum seint á síðasta ári svo við erum enn að taka okkar fyrstu skref. Við vorum það heppin að opna einmitt þegar það voru afléttingar svo þetta fór vel af stað, en svo hafa takmarkanirnar komið í veg fyrir að Arena fái almennilega að blómstra,“ segir Sigurjón Steins- son, framkvæmdastjóri Arena. „En nú er loks búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum og við finnum strax að það er mikill áhugi á að koma hingað og ánægja með það sem er í boði.“ Stórglæsileg aðstaða sem hentar hópum vel „Aðstaðan okkar er stórglæsileg og heilir 1.100 fermetrar. Við erum með 120 PC tölvur frá Alienware, en þetta eru einhverjar kraftmestu tölvur á markaðnum í dag og þær ráða við að keyra alla nýjustu leikina í bestu gæðum. Við erum líka með alla nýjustu leikina og eins og staðan er núna erum við með 101 leik á hverri PC tölvu og erum duglegir að bæta við nýjum vinsælum leikjum,“ segir Sigurjón. „Við erum líka með jaðarbúnað frá Alienware og þú finnur ekki betri græjur í allri Evrópu. Við erum svo með stóla frá Secret Lab, sem hafa unnið verðlaun fyrir bestu tölvu- stólana mörg ár í röð. Við erum líka með 25 PlaySta- tion 5 tölvur og sérstakan pall með nýju PS5 sjónvörpunum frá Sony, sem bjóða upp á bestu mögulegu upplifun af tölvunum,“ útskýrir Sigurjón. „Svo eru 2-4 manna sófar fyrir framan hvert sjónvarp, þannig að þetta er fullkomið fyrir vinahópa sem vilja koma og taka leiki í FIFA eða nokkra bardaga í Mortal Kombat.“ Meira gaman saman Sigurjón segir góðar ástæður fyrir því að það sé betra að koma til Arena en að spila ein(n) heima. „Ef ég leyfi mér að vitna í Ólaf Hrafn Steinarsson, formann Raf- íþróttasambands Íslands, þá talar hann um að það hafi verið stór mistök að setja tölvuna inn í svefn- herbergi þar sem fólk er einangrað. Við erum félagsverur og njótum þess að leika okkur með öðrum og það verður enn skemmtilegra ef maður er í kringum þá sem maður er að spila með, líkt og þegar fólk spilar borðspil. Við höfum auð- veldað þetta,“ segir hann. „Hér erum við líka með mjög dýrar tölvur og þó að fólk vilji kannski spila annað slagið er ekki þar með sagt að það vilji eyða 500-700 þúsund krónum í að kaupa eigin tölvu fyrir heimilið. Svo þarf ekki að standa í neinu brasi hjá okkur eins og að setja leik- ina upp á tölvunum eða kaupa leiki eða neitt. Þú sest bara og byrjar að spila og færð drykki afhenta beint í sætið meðan þú hefur gaman.“ Bytes kemur á óvart „Við erum líka með veitinga- staðinn Bytes, þar sem hægt er að fá mat, drykki og snarl. Við erum í samstarfi við Brikk og fáum allt brauðmeti þaðan, svo við erum með einhverjar bestu súrdeigs- pitsurnar í bænum og gott úrval af safaríkum steikarborgurum í brauði frá Brikk,“ segir Sigurjón. „Matsölustaðurinn kemur fólki mest á óvart, sem og það að við höfum vínveitingaleyfi. Það er líka stór skjár á veitinga- staðnum þar sem allir helstu fótboltaleikirnir og aðrir vinsælir íþróttaviðburðir eru sýndir og það eru alltaf tilboð og „happy-hour“ milli klukkan 16 og 19 í tengslum við leiki. Arena er svo sjálft með setustofu þar sem má finna annan risaskjá, sófa og sæti og þar getur fólk horft á leikjamót og aðra raf- íþróttaviðburði.“ Hópar fá kennslu og leiðsögn „Það er svo margt í boði hjá okkur að þetta hentar í raun öllum, óháð aldri og reynslu af tölvuleikjum. Við höfum til dæmis fengið til okkar vinnustaðahóp þar sem meðalaldurinn var vel yfir fimm- tíu og sá hópur var einna ánægð- astur, þar var fólk að prófa eitthvað alveg glænýtt og naut sín í botn,“ segir Sigurjón. „Starfsmaður frá okkur fylgir öllum hópum og sér um kennslu og aðstoðar fólk við að komast af stað, sem getur stundum tekið smá tíma. Svo þegar fólk kemst af stað fer það að skemmta sér rosalega. Við erum líka með leiki sem henta ólíku fólki, aldurs- hópum og reynslustigi. Fólk þarf bara að hafa opinn huga og vera til í að prófa eitthvað nýtt.“ Rafíþróttastarf fyrir börnin „Í rafíþróttadeildum Breiðabliks og HK eru yfir 100 krakkar á aldr- inum 8-14 ára sem æfa hérna hjá okkur tvisvar í viku í 90 mínútur í senn, en við útvegum félögunum húsnæði og þjálfara. Af þessum 90 mínútum fara 30 í líkamlega hreyfingu og það er mikil áhersla lögð á að kenna krökkunum góð samskipti, samvinnu og sam- heldni,“ segir Sigurjón. „Börn í dag spila mikið en þarna er það undir handleiðslu og það er mikilvægt að þau læri að nota tölvuleiki rétt og spila með öðrum á netinu. Svo eru líka nýir atvinnumenn í rafíþrótt- um að verða til á hverjum degi. Margir halda að rafíþróttir séu ekki alvöru íþrótt en það sama var sagt um skák á sínum tíma. Margir leikir eru mjög taktískir og það er nauðsynlegt og mjög þroskandi að kunna að vera í liði og eiga góð samskipti. Rafíþróttir rækta þannig sömu eiginleika og annað íþróttastarf. Svo er markaðurinn fyrir þetta líka orðinn rosalega stór og fer sístækkandi. Það voru fleiri sem horfðu á rafíþróttir en golf á síðasta ári og stórleikir í Ljós- leiðaradeildinni, sem er Counter Strike-deild, fær álíka mikið áhorf og handboltaleikir. Þetta er merkileg þróun,“ segir Sigurjón. „Stöð 2 sendir líka út sérstaka Esports-rás héðan, en Rafíþrótta- samband Íslands deilir húsnæði með okkur og heldur utan um útsendingar þar. Það vilja líka ekki allir vera í líkamlegum íþróttum en öll börn í dag sækjast í tölvuleiki svo að í rafíþróttastarfi koma oft saman krakkar sem hefðu annars aldrei kynnst undir venjulegum kringumstæðum. Þannig að við erum til dæmis að sjá börn sem hafa kannski ekki fundið sig í hefðbundnum íþróttum en fá að láta ljós sitt skína í rafíþróttum og byggja upp sambönd við aðra krakka sem eru kannski félagslega virkari,“ segir Sigurjón. „Svo eru þau að skipuleggja saman næstu æfingar eða ákveða kannski að hittast heima á milli æfinga og þannig verða til vinabönd sem hefðu annars ekki orðið til.“ Börn á daginn og eldri hópur á kvöldin „Frá því að við opnuðum höfum við verið að fínpússa þjónustuna okkar og höfum bætt við við- burðum, eins og skemmtilegum Fortnite mótum um helgar. Við höfum þróað viðburði fyrir alla aldurshópa og þetta er svolítið tví- skipt hjá okkur. Á daginn eru yngri börn hér, oft með foreldrum sínum og stundum er það eina leiðin til að foreldrarnir geti spilað með krökk- unum sínum, því það er bara ein tölva heima fyrir,“ segir Sigurjón. „Svo um kvöldmatarleytið kemur eldri hópurinn, borðar, fær sér kannski einn kaldan og spilar svo saman fram eftir. Við erum með átta einkaher- bergi og fólk getur valið milli þess að vera inni í sal eða í 5-20 manna herbergjum. Það var mikil þörf á fleiri einkaherbergjum svo við bjuggum til eitt gamaldags tíu manna herbergi þar sem fólk situr öxl við öxl og bak við bak, þannig að þar er hægt að upplifa alvöru gamaldags LAN-stemningu. Munurinn er reyndar að núna þarf ekkert að hafa áhyggjur af hrúta- og pitsulyktinni, hér er hátt til lofts og mjög góð loftræsting,“ segir Sigurjón og hlær. n Hægt er að fylgjast með Arena og tilboðunum sem eru í boði þar á Facebook-síðunni facebook. com/arenagamingisl/ og Insta- gram-síðunni instagram.com/ arenagamingisl/. Heimasíðan er arenagaming.is. Arena er nú opið í fyrsta sinn án allra samkomutakmarkana og það er mikil ánægja með aðstöðuna og veitingastaðinn, Bytes. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fólk getur valið milli þess að spila inni í sal eða í einkaherbergjum og það er bæði hægt að spila á PC og PlayStation 5. MYND/AÐSEND Við erum félags- verur og njótum þess að leika okkur með öðrum og það verður enn skemmtilegra ef maður er í kringum þá sem maður er að spila með. Sigurjón Steinsson 2 kynningarblað A L LT 4. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.