Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.03.2022, Qupperneq 18
Tinnu Hrafns- dóttur ferst leikstjóra- hlutverkið vel úr hendi og sömuleiðis bregður hún sér í hlutverk Jóhönnu, systur Sögu, og gerir það af stakri prýði. Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur, Stóra Skjálfta, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 og hlaut verðlaun íslenskra bóksala sama ár. Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambra­ túni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu koma minningar sem Saga bældi niður sem barn upp á yfirborðið. Þessar minningar neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel. Byggð á bók Auðar Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubókinni Stóra Skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmennta­ verðlaunanna, hlaut Íslensku bók­ salaverðlaunin og var einnig ein söluhæsta bók ársins 2015 og hlaut mikið lof lesenda. Skjálfti er fyrsta leikna mynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd. Myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um lönd og fengið frábærar móttökur og virðist því óhætt að segja að þessi frumraun Tinnu sé mesta lista­ smíð. Áhorfandinn fær að fylgjast með Sögu og leit hennar að sannleik­ anum. Hann stendur í raun og veru í sömu sporum og Saga og smám saman flettist ofan af sannleik­ anum. Tinnu Hrafnsdóttur ferst leik­ stjórahlutverkið vel úr hendi og sömuleiðis bregður hún sér í hlut­ verk Jóhönnu, systur Sögu, og gerir það af stakri prýði. Eflaust hefur ekki verið auðvelt að færa verðlaunaða metsölubók Auðar Jónsdóttur, Stóra Skjálfta, á hvíta tjaldið. Í bókinni fer sagan að verulegu leyti fram í kollinum á Sögu en slík nálgun myndi duga skammt í kvikmynd. Áhorfandinn finnur áþreifan­ lega fyrir angist Sögu þegar hún leitar minninga sinna, reynir að skilja sambönd sín við annað fólk og hvernig á því stendur að sam­ band sem hún í sínu minnisleysi kannast ekki við að hafi verið neitt nema gott og dásamlegt skuli hafa endað illa og leiðir skilið. Myndin gerist í Reykjavík og umgjörðin er kuldaleg, vetur og snjór, ekki ólík því sem mörland­ inn hefur fengið að kynnast vel undanfarinn mánuð. Umgjörðin passar einstaklega vel við söguna og auðveldar áhorfandanum að setja sig í spor Sögu og skilja. Einróma lof gagnrýnenda Skjálfti hefur fengið einróma hrós þar sem hún hefur verið sýnd á erlendum kvikmyndahátíðum og hafa gagnrýnendur sérstaklega tekið til þess hve leikstjóranum tekst vel að drífa framvinduna með því að fletta smám saman af hverju laginu á fætur öðru þannig að sannleikurinn verður sjáanlegur. Þrátt fyrir að sannarlega sé um dramatíska mynd að ræða er áhorfandinn spenntur og vill komast til botns í leyndardóm­ unum með Sögu. Engum ætti að leiðast á Skjálfta og víst er að lesendur bókarinnar munu njóta þess að sjá söguna færða á svo glæsilegan hátt á hvíta tjaldið. Einvalalið leikara er í myndinni og leikstjóranum tekst vel að spila með styrkleika þeirra en ekki síður að draga fram nýjar hliðar á leikurum sem við þekkjum vel. Með hlutverk fara: Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Tinna Hrafnsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sveinn Geirsson, Bergur Ebbi Benedikts­ son og Benjamín Árni Daðason. Kvikmyndin er framleidd af Ursus Parvus, Hlín Jóhannesdóttur og Tinnu Hrafnsdóttur. n Smárabíó, Háskólabíó, Laugarás- bíó og Borgarbíó Akureyri Glæsileg frumraun Tinnu heldur áhorfandanum Skjálfti gerist í Reykjavík og það lengsta sem farið er út fyrir borgarmörkin er upp í Hvalfjörð þar sem Botns- skáli má muna sinn fífil fegurri. Aníta Briem sýnir góð tilþrif í hlutverki söguhetjunnar, Sögu. Jóhann Sigurðar son, einn okkar fremsti leikari, bregst ekki. Edda Björgvinsdóttir, ein okkar ástsælasta leikkona, hefur sýnt og sannað að henni er fleira til lista lagt en að láta þjóðina taka bakföll af hlátri. Fróðleikur n Bók Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, sem myndin Skjálfti er byggð á, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. n Stóri skjálfti er skáldsaga en höfundurinn sækir gjarnan efni í þann heim sem hún þekkir. Auður Jónsdóttir er flogaveik eins og sögu- hetjan Saga. n Hallgrímskirkjuturn er ákveðinn kjarni og miðja í myndinni og er meðal annars notaður á auglýsingaplakat hennar. Frumsýnd 31. mars Aðalhlutverk: Aníta Briem, Edda Björgvins- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Tinna Hrafnsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sveinn Geirsson, Bergur Ebbi Bene- diktsson og Benjamín Árni Daðason Handritshöfundur: Tinna Hrafnsdóttir – byggt á bók Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir 4 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURKviKmyndir mánaðarins

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.