Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 1

Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 71. tölublað . 110. árgangur . FULLKOMIÐ FJÖLSKYLDU- HÚS Á SELFOSSI TÓNLISTARVEISLAN AÐ HEFJAST ENN AÐ VINNA ÚR SAMEININGU Í FJALLABYGGÐ MÚSÍKTILRAUNIR 50 KOSNINGAUMFJÖLLUN DAGMÁLA 14FASTEIGNIR 16 SÍÐUR Ljósmynd/Rauði krossinn Góðverk Um 40 manns eru í áhöfninni og lögðu allir sitt af mörkum í söfnunina. _ Áhöfnin á frystitogaranum Júl- íusi Geirmundssyni frá Ísafirði gaf Rauða krossinum 1.250.000 kr. Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkra- ínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heil- brigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi. Hjalti Már Magnússon, yfirstýri- maður togarans, segir í samtali við Morgunblaðið að áhöfnin hafi viljað leggja sitt af mörkum. Þeir séu allir fjölskyldumenn og þeim finnist átakanlegt að heyra af stríðshörm- ungunum. Áhöfn togara safn- aði fyrir Úkraínu Í yfirlýsingu frá fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í gær var innrás Rússa í Úkraínu fordæmd og Vladimír Pútín forseti Rússlands hvattur til að stöðva árásirnar og fara eftir niðurstöðum Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna frá 2. mars sl. og niðurstöðu Alþjóðdóm- stólsins frá 16. mars. Einnig voru Hvít-Rússar nefndir í þessu sam- hengi. Aðildarlöndin voru sammála um að Evrópa hefur ekki búið við jafn- mikla ógn í áratugi og núna. Rússar voru sakaðir um stríðsglæpi gegn Úkraínu og sagðir með framferði sínu ógna friði alls heimsins. Einnig var biðlað til Kína um að virða al- þjóðalög um fullveldi þjóða eins og kemur fram í alþjóðasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra var á fundinum í gær og sagði í samtali við Morgunblaðið að innrás Rússa í Úkraínu hefði verið harðlega fordæmd og að ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum til að styrkja viðbúnað Atlantshafsbanda- lagsins í austurhluta Evrópu. „Það var mikil eindrægni og samstaða milli þjóðanna á fundinum og mikill stuðningur við Úkraínu sem hefur þurft að ganga í gegnum ólýsanlegar hörmungar.“ Hún sagði að líklega hefði stærsta ákvörðun fundarins verið að svara ákalli austurhluta álf- unnar, þeirra ríkja sem eru í NATO, um að styrkja varnir þeirra. „Það var mikil áhersla lögð á fimmtu grein Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. „Ég gerði síðan grein fyrir okkar fram- lagi sem er mest á sviði mannúðar- aðstoðar og móttöku flóttamanna og því sem við höfum getað lagt af mörkum.“ Öryggi Evrópu ógnað - Varnir Evrópu í austri styrktar - Áhersla lögð á 5. grein Atlantshafssáttmálans - Framlag Íslands á sviði mannúðarmála - Kína beðið að halda alþjóðalög AFP/John Thys NATO Biden Bandaríkjaforseti, Macron Frakklandsforseti, Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra Íslands og Johnson, forsætisráðherra Bretlands. MSamstaðan aldrei verið… » 23 Það var ekki laust við að veður gærdagsins hafi blásið höfuðborgarbúum von í brjóst um að vorið sé á næstu grösum. Sólarglætur í borginni kalla ávallt á stór- auknar heimsóknir í ísbúðir borgarinnar. Það er vissara fyrir ísbúðirnar að vera undir- búnar og birgja sig vel upp. Landinn veit þó bet- ur en svo að búa sig ekki einnig undir páska- hretið sem hingað til hefur sjaldan svikið. Morgunblaðið/Eggert Ísbúðirnar birgja sig upp fyrir komandi sólartíð _ Ákveðið hefur verið að stækka hús Arctic Fish við höfnina í Bol- ungarvík til að koma þar upp eigin laxasláturhúsi. Fyrirtækið ætlar að ríflega tvöfalda húsið og stefnir að því að hefja slátrun á næsta ári. Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segir að aðstaðan í Bolungar- vík sé stórt skref í framþróun fyrir- tækisins. Þetta sé mikil fjárfesting en hún skapi einnig mikil tækifæri. Fyrst og fremst sé hún mikilvæg til að fyrirtækið hafi næga afkasta- getu í slátrun og geti náð niður kostnaði á hvert framleitt kíló. »6 Tvöfalda húsnæði fyrir laxaslátrun _ Rannsóknir Lars H. Smeds- rud, prófessors við Háskólann í Bergen, á flutn- ingskerfum hafs- ins í yfir heila öld benda til þess að flæði Golf- straumsins í Norðurhöfum hafi aukist. Með auknu flæði hlýs sjávar hafi varma- flutningur norður á bóginn aukist um þrjátíu prósent. Mikilvægt framlag íslenskra vís- indamanna til rannsóknar á haf- straumum hafa verið mælingar á Norður-Íslands Irmiger-straumn- um á Hornbanka í um tuttugu ár. Steingrímur Jónsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og pró- fessor við Háskólann á Akureyri, sem kom að rannsókninni segir nið- urstöður hennar alls ekki ríma við kenningar um að Golfstraumurinn sé að veikjast. »10 Flæði Golfstraumsins í Norðurhöf aukist Steingrímur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.