Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 71. tölublað . 110. árgangur . FULLKOMIÐ FJÖLSKYLDU- HÚS Á SELFOSSI TÓNLISTARVEISLAN AÐ HEFJAST ENN AÐ VINNA ÚR SAMEININGU Í FJALLABYGGÐ MÚSÍKTILRAUNIR 50 KOSNINGAUMFJÖLLUN DAGMÁLA 14FASTEIGNIR 16 SÍÐUR Ljósmynd/Rauði krossinn Góðverk Um 40 manns eru í áhöfninni og lögðu allir sitt af mörkum í söfnunina. _ Áhöfnin á frystitogaranum Júl- íusi Geirmundssyni frá Ísafirði gaf Rauða krossinum 1.250.000 kr. Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkra- ínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heil- brigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi. Hjalti Már Magnússon, yfirstýri- maður togarans, segir í samtali við Morgunblaðið að áhöfnin hafi viljað leggja sitt af mörkum. Þeir séu allir fjölskyldumenn og þeim finnist átakanlegt að heyra af stríðshörm- ungunum. Áhöfn togara safn- aði fyrir Úkraínu Í yfirlýsingu frá fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í gær var innrás Rússa í Úkraínu fordæmd og Vladimír Pútín forseti Rússlands hvattur til að stöðva árásirnar og fara eftir niðurstöðum Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna frá 2. mars sl. og niðurstöðu Alþjóðdóm- stólsins frá 16. mars. Einnig voru Hvít-Rússar nefndir í þessu sam- hengi. Aðildarlöndin voru sammála um að Evrópa hefur ekki búið við jafn- mikla ógn í áratugi og núna. Rússar voru sakaðir um stríðsglæpi gegn Úkraínu og sagðir með framferði sínu ógna friði alls heimsins. Einnig var biðlað til Kína um að virða al- þjóðalög um fullveldi þjóða eins og kemur fram í alþjóðasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra var á fundinum í gær og sagði í samtali við Morgunblaðið að innrás Rússa í Úkraínu hefði verið harðlega fordæmd og að ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum til að styrkja viðbúnað Atlantshafsbanda- lagsins í austurhluta Evrópu. „Það var mikil eindrægni og samstaða milli þjóðanna á fundinum og mikill stuðningur við Úkraínu sem hefur þurft að ganga í gegnum ólýsanlegar hörmungar.“ Hún sagði að líklega hefði stærsta ákvörðun fundarins verið að svara ákalli austurhluta álf- unnar, þeirra ríkja sem eru í NATO, um að styrkja varnir þeirra. „Það var mikil áhersla lögð á fimmtu grein Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. „Ég gerði síðan grein fyrir okkar fram- lagi sem er mest á sviði mannúðar- aðstoðar og móttöku flóttamanna og því sem við höfum getað lagt af mörkum.“ Öryggi Evrópu ógnað - Varnir Evrópu í austri styrktar - Áhersla lögð á 5. grein Atlantshafssáttmálans - Framlag Íslands á sviði mannúðarmála - Kína beðið að halda alþjóðalög AFP/John Thys NATO Biden Bandaríkjaforseti, Macron Frakklandsforseti, Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra Íslands og Johnson, forsætisráðherra Bretlands. MSamstaðan aldrei verið… » 23 Það var ekki laust við að veður gærdagsins hafi blásið höfuðborgarbúum von í brjóst um að vorið sé á næstu grösum. Sólarglætur í borginni kalla ávallt á stór- auknar heimsóknir í ísbúðir borgarinnar. Það er vissara fyrir ísbúðirnar að vera undir- búnar og birgja sig vel upp. Landinn veit þó bet- ur en svo að búa sig ekki einnig undir páska- hretið sem hingað til hefur sjaldan svikið. Morgunblaðið/Eggert Ísbúðirnar birgja sig upp fyrir komandi sólartíð _ Ákveðið hefur verið að stækka hús Arctic Fish við höfnina í Bol- ungarvík til að koma þar upp eigin laxasláturhúsi. Fyrirtækið ætlar að ríflega tvöfalda húsið og stefnir að því að hefja slátrun á næsta ári. Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segir að aðstaðan í Bolungar- vík sé stórt skref í framþróun fyrir- tækisins. Þetta sé mikil fjárfesting en hún skapi einnig mikil tækifæri. Fyrst og fremst sé hún mikilvæg til að fyrirtækið hafi næga afkasta- getu í slátrun og geti náð niður kostnaði á hvert framleitt kíló. »6 Tvöfalda húsnæði fyrir laxaslátrun _ Rannsóknir Lars H. Smeds- rud, prófessors við Háskólann í Bergen, á flutn- ingskerfum hafs- ins í yfir heila öld benda til þess að flæði Golf- straumsins í Norðurhöfum hafi aukist. Með auknu flæði hlýs sjávar hafi varma- flutningur norður á bóginn aukist um þrjátíu prósent. Mikilvægt framlag íslenskra vís- indamanna til rannsóknar á haf- straumum hafa verið mælingar á Norður-Íslands Irmiger-straumn- um á Hornbanka í um tuttugu ár. Steingrímur Jónsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og pró- fessor við Háskólann á Akureyri, sem kom að rannsókninni segir nið- urstöður hennar alls ekki ríma við kenningar um að Golfstraumurinn sé að veikjast. »10 Flæði Golfstraumsins í Norðurhöf aukist Steingrímur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.