Fréttablaðið - 14.04.2022, Side 4
Mér finnst harkalegt að
fólk geti ekki borðað
út mánuðinn og að
foreldrar geti ekki leyft
börnunum sínum að
æfa íþrótt.
Sanna Magdalena Mörtudóttir,
borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins
Oddviti Sósíalistaflokksins í
borgarstjórn segir mikilvægt
að ræða launabil starfsfólks í
Ráðhúsi Reykjavíkur, líkt og
nú er verið að gera á skrifstofu
Eflingar.
odduraevar@frettabladid.is
REYKJAVÍK „Ef fólk er ekki tilbúið til
að hækka lægstu laun þá finnst mér
að við þurfum að fara hina leiðina,“
segir Sanna Magdalena Mörtudóttir,
oddviti Sósíalistaflokksins í borgar
stjórn, sem kveðst lengi hafa talað
fyrir breyttum launastrúktúr í Ráð
húsinu.
Flokkssystir Sönnu í Sósíalista
flokknum, Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður Eflingar, stendur ásamt
meirihluta í stjórn stéttarfélagsins
fyrir breytingum á launauppbygg
ingu á skrifstofu félagsins. Hefur
starfsfólki skrifstofunnar nú verið
sagt upp og hefur Sólveig Anna sagt
að innleidd verði ný ráðningarkjör
með gagnsæi og jafnrétti að leiðar
ljósi.
„Ég viðurkenni bara að ég hef ekki
náð að fylgjast með öllum nýjustu
fréttum af Eflingu, þannig að ég get
ekki tjáð mig um það,“ segir Sanna
spurð hvort hún hafi sambærilegar
hugmyndir um launastrúktúr í Ráð
húsinu og Sólveig Anna á skrifstofu
Eflingar.
„En varðandi Ráðhúsið þá hef ég
sem borgarfulltrúi lagt til að við
tökum umræðu um launabil og
allavega ræðum það sem við teljum
vera ásættanlegt launabil innan
Ráðhússins,“ segir Sanna.
Hún segist hafa lagt fram tillögu í
borgarstjórn um að launabilið þrír
á móti einum yrði skoðað. „En ég
var opin fyrir því að ræða eitthvert
annað launabil ef fólki fyndist þetta
ekki í lagi, þannig að hæstu laun
yrðu aldrei hærri en þreföld lægstu
laun,“ útskýrir Sanna.
Hún segir ekki hafa verið mikinn
vilja til að ræða það innan borgar
stjórnar og málið verið afgreitt
þannig að þetta væri ekki rétti vett
vangurinn til umræðu um málið.
„En ég hugsa með mér, ef borgar
stjórn getur ekki rætt þessi málefni,
hvar eigum við þá að ræða þau? Það
hefur verið rekin láglaunastefna í
Reykjavíkurborg og ef við ætlum
að hafa þessi lágu laun, er þá eðli
legt að borgarstjóri sé með yfir tvær
milljónir?“
Sanna segir mikilvægt að sam
hengið sé skoðað. Talað sé um að
mikilvægustu störfin hjá Reykja
víkurborg séu umönnunarstörf.
Störf á leikskólum og frístund til
dæmis. „En við vitum að fólk í þess
um störfum nær ekki að láta enda
ná saman á þessum lágu launum,“
segir hún og bætir við: „Þurfum við
þá ekki einmitt að ræða hvar við
teljum ásættanlegt að hafa þetta
launabil, á sama tíma og við erum
með stjórnmálafólk sem er með
himinhá laun og fær hækkanir
tvisvar á ári, án þess að við biðjum
um það, því það gerist sjálfkrafa út
frá hækkun á launavísitölu?“
Sanna segist hafa lagt fram
tillögu í apríl 2020 um að laun
borgarfulltrúa myndu ekki hækka
sjálf krafa á þennan hátt. „Sú til
laga hefur enn ekki verið afgreidd,“
útskýrir Sanna.
„Mér finnst eðlilegt að við skoð
um samhengi hlutanna, að þegar
við erum með fólk sem er með há
laun og á sama tíma erum við sem
launagreiðandi að greiða fólki mjög
lág laun og lága fjárhagsaðstoð sem
ekki er hægt að lifa á, þar sem fólk
þarf að leita til góðgerðarfélaga til
að fá mat, þá finnst mér eðlilegt að
við ræðum þetta samhengi. Hvað
finnst okkur ásættanlegt?“
Spurð út í tíðindin af skrifstofu
Eflingar og hörkuna í umræðunni
og hvort Sanna óttist hið sama yrði
hún borgarstjóri og myndi grípa til
sambærilegra breytinga á launa
strúktúr, segir Sanna sína baráttu
snúast um fólk sem hefur það verst.
„Ef við færum fókusinn þangað
þá eru það raddir fólksins sem
hefur þurft að neita sér um mat
síðustu daga mánaðarins, fólk sem
hefur þurft að velja á milli þess að
greiða reikninga eða kaupa lyf,“
segir Sanna.
Aðspurð segir Sanna að sér finn
ist ekkert harkalegt við að endur
skoða mál þeirra starfsmanna sem
hafa eina milljón eða jafnvel tvær
milljónir á mánuði í laun. „Mér
finnst harkalegt að fólk geti ekki
borðað út mánuðinn og að foreldrar
geti ekki leyft börnunum sínum að
æfa íþrótt. Mér finnst það vera það
harkalega í þessu, að við séum með
allan þennan pening í þessu sam
félagi og við erum ekki að leyfa fólki
að njóta góðs af því vegna þess að
við erum með svo mikla stétta
skiptingu.“ n
Sósíalistaflokkurinn vill breytingar á
launastrúktúr í Ráðhúsi Reykjavíkur
Sanna Magdalena gefur áfram kost á sér í borgarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ
Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum og felgum fyrir fólksbíla, minni
jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði.
Gott úrval af dekkjum og felgum.
Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi um dekk og felgur í boði:
Dekkja- og felgugangar:
32” 255/75R17 - 199.000 kr.
33,5” 285/60R20 - 199.000 kr.
33” 275/70R18 - 179.000 kr.
Dekkjagangur:
32” 255/75R17 - 69.960 kr.
30,5” 285/60R20 - 79.600 kr.
33” 275/70R18 - 79.600 kr.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 590 2323
FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00
Fleiri stærðir í boði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 stk með vsk.
kristinnhaukur@frettabladid.is
NEYTENDAMÁL Bensínverð á Íslandi
er það áttunda hæsta í heimi sam
kvæmt ástralska greiningarfyrir
tækinu Finder. Að fylla meðaltank
fólksbíls, 50 lítra, kostar hér 14.600
krónur en meðalverð hvers bensín
lítra var 292,7 krónur.
Langdýrasta bensínið er að
finna í Hong Hong, en þar kostar
tankurinn 18.500 krónur. Þá kemur
Holland, Noregur, Mónakó, Ísrael,
Simb abve og Finnland, áður en
kemur að Íslandi.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
rokið upp í vetur og stríðið í Úkra
ínu hefur ekki gert neitt til að draga
úr þeirri hækkun. Bensínverð á
Íslandi hefur aldrei verið hærra en
nú.
Meðalverð tanksins er um 8.700
krónur í því 171 landi sem greining
in nær til. Í Kína kostar hann 9.400
krónur, í Bandaríkjunum 7.800
krónur og í Rússlandi aðeins 4.000
krónur.
Ódýrasta bensínið er í Venesúela
en þar kostar heilar 160 krónur að
fylla tankinn. Venesúela er olíu
ríki og þar hefur stjórn sósíalista
niðurgreitt bensín í áratugi. Svipað
verð má finna í Líbíu og Íran en í
SádíArabíu, mesta olíuvinnslu
ríki heims, kostar tankurinn tæpar
4.000 krónur. n
Bensíntankurinn
á Íslandi á meðal
þeirra dýrustu
Bensínverð á Íslandi er í hæstu
hæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
emd@frettabladid.is
ALÞINGI Frumvarp menningar og
viðskiptaráðherra um aukaúthlut
un úr sviðslistasjóði og launasjóði
sviðslistafólks, hefur enn ekki verið
samþykkt á Alþingi, þrátt fyrir að
almenn sátt virðist vera um frum
varpið eftir fyrstu umræðu í síðasta
mánuði.
Aðgerðunum er ætlað að styðja
við sjálfstætt starfandi listamenn og
tekur á tímabundinni fjölgun starfs
launa og styrkja til sviðslistafólks og
tónlistarflytjenda. Styrkjunum átti
að úthluta nú á vormánuðum, en
miðað við núverandi stöðu er ljóst
að einhverjar tafir verði þar á.
Erling Jóhannesson, forseti
Bandalags íslenskra listamanna,
segir seinaganginn á afgreiðslu og
úthlutun slíkra styrkja tefja sviðs
listageirann gríðarlega mikið. „Ég
skil ekki af hverju þetta er ekki bara
Segir seinagang á afgreiðslu Alþingis tefja sviðslistageirann
Erling Jó-
hannesson,
forseti Banda-
lags íslenskra
listamanna
afgreitt. Þessi viðbót snýr að sjálf
stætt starfandi sviðslistafólki og
tónlistarfólki, sem er sá hópur sem
var hvað viðkvæmastur á Covid
tímabilinu.“
Hann segir listafólk vera orðið
langþreytt því erfitt sé að fara aftur
af stað eftir svo langan þurrka
tíma í greininni. „Við sjáum það í
gögnum Hagstofunnar að það er um
20 prósenta brottfall af einyrkjum
úr menningar og listageiranum.
Við erum að missa þekkingu og
mannaf la úr greinunum.“ Erling
segist þó bjartsýnn á að þetta verði
samþykkt þar sem eining sé um
frumvarpið á þinginu. „Við eigum
svo eftir að greina langtímaáhrifin,
en á móti kemur að listamenn eru
gegnumgangandi með ótrúlega
aðlögunarhæfni og fljótir að rjúka
af stað.“
Frumvarpið er nú til meðferðar í
allsherjar og menntamálanefnd. n
4 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ