Fréttablaðið - 14.04.2022, Page 34

Fréttablaðið - 14.04.2022, Page 34
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum Systkinin Ösp, Björk og Örn Eldjárn mynda saman þjóðlagatríóið Blood Harm- ony. Þau eru börn meðlima Tjarnarkvartettsins og eiga því ekki langt að sækja þjóð- lagahefðina. ninarichter@frettabladid.is Ösp Eldjárn er ritlistarnemi og tónlistarkona og eitt þriggja systkina sem mynda þrí- eykið Blood Harmony. Sveitin f lýgur til Kaupmannahafnar á annan í páskum í fyrsta legg ferðar til Gautaborgar þar sem þjóðlaga- tónlistar-bransa- hátíðin Nordic Folk Alliance fer fram. „Þetta er eins konar þjóðlaga-bransahátíð,“ útskýrir Ösp þegar blaða- maður nær tali af henni. Hún segir að hátíðin sé frábær vettvangur til þess að komast inn á skandinavíska markaðinn og ná norrænum eyrum hlustenda. Draumurinn sé að geta f lutt tónlistina fyrir framan nýja áheyrendur. Bransinn sé þó algjör frumskógur og erfitt að vita við hvern sé best að tala. Þjóðlagahugtakið erfitt á Íslandi Blood Harmony samanstendur af Ösp, Erni Eldjárn og Björk Eldjárn. Auk þeirra fer söngvaskáldið Svavar Knútur á hátíðina fyrir Íslands hönd og þjóðlagasveitin Umbra. „Þetta er skemmtilega fjölbreyttur hópur,“ segir Ösp. Hún segir þjóðlagahugtakið erfitt á Íslandi. „Á ensku erum við með folk-hugtakið og svo traditional- tónlist, sem er meira í ætt við þjóðlagaarfinn.“ Að mati Aspar eru Íslendingar mest í söngarfinum. „Það er þetta elem- ent að segja sögur,“ útskýrir hún. „Ég bjó lengi úti á Englandi þannig að ég kem inn með þessi keltnesku áhr if og ensk u þjóðlagasenuna. Við syngjum bæði á ensku og íslensku. Maður er aldr- ei að semja með einhver áhrif í huga en síðan verður maður fyrir áhrifum. Það bara gerist.“ Alin upp við raddaðan söng Ösp, Örn og Björk eru alin upp á miklu söngheimili, en þau eru börn Kristjáns og Kristjönu úr Tjarnar- kvartettinum frá Tjörn í Svarfaðar- dal. „Foreldrar okkar voru í acapella- kvartett, þannig að við höfum alltaf verið mikið í kringum raddaðan söng, á æfingum og ferðalögum með pabba og mömmu – og á tónleikum,“ segir Ösp. „Örn hefur unnið með mömmu lengi, sem er líka þjóðlaga- söngkona. Hann hefur verið að spila og útsetja þessa þjóðlagatónlist og þar kemur inn okkar sameiginlegi arfur, þessi margraddaða alþýðu- tónlist.“ Björk hefur ekki verið að vinna í tónlist að sama marki og Ösp og Örn, en að sögn stóru systur kemur það ekki að sök. „Hún kemur inn í þetta, þekkir öll þessi lög og það var eins og hún hefði aldrei gert annað en að radda,“ segir Ösp og hlær. „Þetta er eitthvað svona óbeint tónlistarnám. Þar kemur einhver samhljómur inn sem er alveg fullkominn!“ Tala saman í hálfum setningum Ösp og Örn hafa alltaf unnið saman í tónlistinni. „Það lá beint við að við færum að gera eitthvað saman sem band. Við skiljum hvort annað svo vel og erum nánast með sér tungu- mál,“ segir hún. „Við tölum í hálfum setningum og handapati. Svo þegar maður er á sviði þá finnur maður að við lesum alveg í hvort annað, þegar ég er að fara í eitthvert rugl þá finnur Örn það, það þarf ekkert að segja mikið,“ segir Ösp og hlær. „Að vera systkini gerir allt miklu auðveldara og skemmtilegra, þannig verður þessi þétti samhljómur. Það er svo ótrúlega gaman að geta átt þetta sameiginlega áhugamál með systkinum sínum og tónleikaferða- lögin eru mjög skemmtileg,“ segir hún. „Þjóðlagatónlist er einlæg tón- list. Hún er mjög berskjölduð og oft hrá. Hvort sem það er í samhljómi eða bara einn söngvari, þá er ekk- ert glimmer-dót í því. Eftir þennan Covid-tíma, þegar allir eru búnir að vera að horfast í augu við sjálfa sig og eiga tíma með sjálfum sér og fólkinu sínu, því sem skiptir máli, held ég að þjóðlagatónlist sé mjög góður mið- ill,“ segir Ösp. n Söngelsk börn söngvara frá Tjörn Systkinin frá Tjörn í Svarf- aðardal hafa sungið saman síðan þau muna eftir sér. MYND/AÐSEND Að vera systkini gerir allt miklu auðveldara og skemmtilegra, þannig verður þessi þétti samhljómur. Ösp Eldjárn, tónlistarkona n Spurningin Halldór Laxness Halldórsson leikskáld Nei, ég held ekki. Það voru einu sinni skilin eftir svo mörg páskaegg heima hjá mér og þau voru étin yfir langt tímabil og það leið öllum illa eftir á. Sunna Ben DJ og ljósmyndari Mig langar svolítið að fá mér Tuli- pop-páskaegg af því að mig langar svo í Tulipop-styttuna. En mig langar ekkert að borða súkkulaðið. Það er alveg til dökkt sko, en það getur verið að ég láti mig hafa það. Fæst páskaegg eru vegan. En ég hugsa að ég fái mér Pipp myntu- pralín. Einu vandræðin eru að maður er oft frekar lengi að borða páskaegg en maður er mjög fljótur með svona stykki. Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur Já. Ég er búinn með tvö og það verð- ur allavega tekið eitt í viðbót. Það er Djúpu-eggið. n Ætlarðu að fá þér páskaegg? Ösp Eldjárn 26 Lífið 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.