Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 6

Ægir - 2021, Blaðsíða 6
6 Nýliðin kvótaáramót marka ákveðið bakslag í sjávarútvegi þar sem aflaheimildir í þorski minnka um 13% frá fyrra fisk- veiðiári. Líkt og forstjóri Hafrannsóknastofnunar fer yfir í viðtali í blaðinu er að hluta um að ræða ákveðna leiðréttingu og uppfærslu á gögnum síðustu ára en hver svo sem skýring- in er þá er það sannarlega högg fyrir greinina þegar svo mikill niðurskurður er í mikilvægustu tegundinni milli ára. Líkt og útgerðarmenn benda á í viðtölum þá má búast við að áhrifin muni koma skýrt fram næsta sumar þegar líður að lokum fiskveiðiársins. Í heild sinni kallar þetta hjá mörgum fyrirtækjum á hagræðingu og breytingar í útgerðarmynstri og sókn. Á hinn bóginn kemur það engan veginn öllum sem í grein- inni starfa og með henni fylgjast á óvart að þorskveiðiheim- ildir dragist saman. Það hefur augljóslega verið erfiðara fyrir skipin að ná í þorskinn en var fyrir nokkrum árum og það sem verra er að merki sjást um að hann sé að éta undan sér. Slíkt er vísbending um um skort á æti. Jafnvel þó að um kerf- islega leiðréttingu hafi verið að ræða nú í úthlutun aflaheim- ildanna í þorski þá kann vel að vera að við séum í byrjun niðursveiflu í þorskveiðum, líkt og við höfum áður séð. Við höfum lengi vitað að skýrt samspil er á milli loðnu- gengdar og viðgangs þorskstofnsins. Fiskifræðingar hafa í áratugi bent á það og sumir þeirra beinlínis sagt að þegar fram komi stórir þorskárgangar þá þurfi strax að bregðast við með samdrætti í loðnuveiðum. Að sama skapi hafi lítil loðnugengd mikil áhrif á vöxt og viðgang þorskstofnsins. Vera kann að við stöndum nákvæmlega á þessum tímapunkti núna, þ.e. að loðnuleysið síðustu ár sé nú að byrja að koma fram af fullum þunga í þorskstofninum. Það er af þessum ástæðum sem svo mikilvægt er að auka til muna rannsóknir á loðnustofninum og þessu samspili nytjastofnanna tveggja. Báðir skipta þeir mjög miklu máli sem undirstöður sjávarút- vegsgreinarinnar. Loðnuleiðangur nú í september mun vænt- anlega gefa ákveðna innsýn hvað þetta varðar og gefa vís- bendingar um veiðanlegt magn í vetur. Verði ekki samhljóm- ur í niðurstöðum haustleiðangursins nú og mælingum ung- loðnu í fyrra vakna enn fleiri spurningar sem þarf að leita svara við. Haf- og fiskirannsóknir kalla fram umræðu og mismunandi skoðanir en hafa hins vegar almennt mikið traust. Væri ekki svo þá hefðu viðbrögð við úthlutun aflaheimildanna nú orðið mun meiri og hvassari. Við vitum að sjávarútvegurinn bygg- ir á sveiflukenndu lífríki sem ekki er hægt að stjórna. Með rannsóknum er hins vegar hægt að auka þekkinguna, fá meiri stöðugleika og sjá hlutina betur fyrir. Þess vegna skipta þær svo miklu máli.  Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Bakslag við kvótaáramót Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Net fang: inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7500 kr. Áskrift: 694 2693, ingunn@ritform.is Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.