Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 36

Ægir - 2021, Blaðsíða 36
„Það er mikið í gangi hjá okkur og má þar meðal annars nefna 500 milljóna króna framkvæmd við enn frekari rafvæðingu hafnarinnar. Við erum að setja upp nýjar tengingar á báða hafnarbakkana og fáum ríflega eitt megavatt til viðbótar á hvorn bakka. Við erum nýbúnir að gera samning við fyrirtæki í Noregi um kaup á bún- aði fyrir straumbreyti og riðabreyti í færanlegum gámalausnum. Við sjáum þá fyrir okkur að geta tengt allt að tvö skip á hvorum bakka. Við erum þar í samvinnu við franskt fyrirtæki sem siglir hingað með farþegaskip og munum líklega byrja á að tengja þau strax næsta sumar,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar. Mun stærri smábátahöfn í farvatninu „Það sem annars hefur verið stærsta málið hjá okkur síðustu tvö ár eru tölu- verðar skipulagsbreytingar sem er fyrir- hugaðar í suðurhöfninni á nýja hafnar- svæðinu. Nú er búið að samþykkja rammaskipulag og verið að vinna í aðal- og deiliskipulagi fyrir breytingu á svæð- inu við Flensborgarhöfn og ofan við Fornubúðir þar sem fiskmarkaðshúsið stóð. Þar er annars vegar um að ræða umbyltingu í smábátahöfninni og nýja smábátahöfn, sem mun teygja sig alveg út undir Fjörukrá og tengjast miðbæjar- svæðinu betur. Þar er verið að horfa á rými fyrir 80- 100 smábáta og skútur. Það er mikil aðsókn í þessa hafnarað- stöðu fyrir minni báta, enda er svæðið mjög skjólgott en við erum búin að sprengja af okkur allt það rými sem við höfum í dag,“ segir Lúðvík. Framtíðarsetur Tækniskólans? Fyrir ofan hafnarsvæðið er verið að þróa á gömlum hafnarlóðum nýtt íbúða- svæði og til viðbótar segir Lúðvík standa yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar, Tækniskólans og stjórnvalda um framtíð- araðsetur fyrir skólann á hluta af hafn- arsvæðinu ofan við hafnarbakkann, þar sem fiskmarkaðurinn stóð áður og að- eins suður og vestur úr. „Á sama tíma er hins vegar þunginn í starfseminni dálítið að færast út svæðið nær Hvaleyri. Þar er í raun og veru búið að úthluta öllum lóðum. Trefjar hafa ver- ið að stækka við sig og eru að bæta við nýju húsi og Víking Sómabátar eru að koma á nýja lóð þar líka. Við erum líka að fá aðstöðu við hafnarbakkann þar sem Löndun og þeir sem reka þá starfsemi eru að fara byggja upp útibú frá Fisk- markaði Norðurlands og ísframleiðslu og auka þjónustu við landanir. Það er að styrkjast starfsemin á hafnarsvæðinu á sama tíma að það er að byggjast upp svæði í kringum okkur með íbúðabyggð og almannaþjónustu. Þetta er að verða svolítið bland í poka,“ segir Lúðvík. Hafnarfjarðarhöfn eykur raftengingarmöguleika  Stækkun smábátahafnarinnar er eitt af forgangsmálum Hafnarfjarðarhafnar. Hafnaþjónusta  Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnar- fjarðar, segir miklar breytingar framundan og meðal annars verði íbúðabyggð á svæðinu. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.