Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 38

Ægir - 2021, Blaðsíða 38
38 Fiskistofa úthlutaði þann 1. september aflamarki fyrir fisk- veiðiárið 2021/2022 sem nemur í heild 322 þúsund þorsk- ígildistonnum. Það er lækkun milli fiskveiðiára sem nemur 37.000 þorskígildistonnum frá fyrra fiskveiðiári. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þús- und tonn frá fyrra ári, úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund tonn milli ára. Það skýrist öðru fremur af 8 þúsund tonna aukaúthlutun sem var í byrjun sumars. Aflamarki var að þessu sinni úthlutað á 424 skip í eigu 308 að- ila. Fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtækin fá 90,60% af úthlutuðu aflamarki og hækkar það hlutfall lítillega frá í fyrra. Mestu út- hlutun fær Brim hf. til sinna skipa eða 9,33% af heildinni, næst kemur Samherji Ísland ehf. með 7%, þá FISK Seafood ehf. með 6,22% og Þorbjörn hf. með 5,34%. Skipið sem mestar heimildir fær er frystitogarinn Sólberg ÓF-1 í eigu Ramma með 10.000 ÞÍG tonn. Bátar með krókaaflamark eru á þessu fiskveiðiári 242 og fækkar um 3 milli ára. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 5 á milli ára og eru nú 181. Bátar undir 15 m og 30 brúttótonnum fá úthlutað rúmlega 45 þúsund ÞÍG tonnum. Alls er 1.852 ÞÍG tonnum úthlutað sem skel- og rækjubótum og er það sama magn og í fyrra og fara þau til 46 báta en þeir voru 50 á fyrra ári. Brim með mestar heimildir Sem fyrr segir fengu fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins úthlutað 90,6% aflaheimildanna á fiskveiðiárinu eða sem nemur röskum 292 þúsund tonnum. Þetta er svipað hlutfall og var á síð- asta fiskveiðiári. Litlar breytingar eru milli fiskveiðiára á lista þeirra tíu fyrirtækja sem mestum heimildum fá úthlutað. Nes- fiskur hf. var í fyrra í 10 sæti þessa lista en nú er Síldarvinnslan komin aftur í það sæti. Að öðru leyti eru sömu fyrirtæki á þess- um lista og sama röð í fjórum efstu sætunum. Brim hf. er sem fyrr það fyrirtæki sem hefur yfir mestum heimldum að ráða. Hlutfallið af heild er örlítið lægra en í fyrra, þ.e. 9,33% á þessu fiskveiðiári en var 9,40% á síðasta fiskveiði- ári. Næst koma Samherji Ísland ehf. með 7% í ár og FISK Seafood ehf. með 6,22%. Hlutfall Samherja Ísland ehf. af heild er lítið eitt hærra í ár en FISK Seafood ehf. ögn lægra. Í heild fá þessi tíu fyrirtæki úthlutað 169.100 tonnum í þorsk ígildum talið. Það er samdráttur upp á tæp 18.000 tonn milli fisk- veiðiára. Í heild eru þau með 52,46% heildaraflans á fiskveiðiár- inu en voru með 52,09% á síðasta fiskveiðiári. Fyrirtæki Samtals ÞÍG Hlutfall Brim hf., Reykjavík 30.070.573 9,33% Samherji Ísland ehf., Akureyri 22.553.763 7,00% FISK-Seafood ehf., Sauðárkrókur 20.051.899 6,22% Þorbjörn hf., Grindavík 17.219.788 5,34% Skinney-Þinganes hf., Höfn 14.342.384 4,45% Rammi hf., Siglufjörður 14.028.946 4,35% Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjar 13.506.852 4,19% Vísir hf., Grindavík 13.033.854 4,04% Útgerðarfé. Reykjavíkur hf., Rvík. 12.576.145 3,90% Síldarvinnslan hf., Neskaupstaður 11.727.195 3,64% Samtals 169.111.399 52,46% Vestmannaeyjar á toppinn Verstöðin Vestmannaeyjar þokast á þessu fiskveiðiári upp fyrir höfuðborgina í toppsætið á lista yfir tíu þeirra heimahafna þar sem mestar aflaheimildir eru skráðar. Vestmannaeyjar eru nú með tæplega 40 þúsund tonn í þorskígildum eða 10,55% heim- ildanna. Eins og sjá má er þó lítill munur á milli stærstu hafn- anna þriggja; Vestmannaeyja, Reykjavíur og Grindavíkur. Sam- anlagt eru fyrirtæki á þessum stöðum með um þriðjung úthlut- aðra aflaheimilda. Sömu hafnir eru á þessum lista og voru á síðasta fiskveiðiári en fleiri breytingar á röðinni en hvað varðar efsta sætið. Þessi listi, líkt og aðrir í ár, endurspeglar samdrátt í aflaheimildum milli fiskveiðiára. Hins vegar hækkar hlutfall þessara tíu hafna af heildinni lítillega milli ára, fer úr 61,82% á síðasta fiskveiðiári í 62,09% nú. Það er í takti við breytingu á hlutfalli milli ára hjá stærstu útgerðarfyrirtækjunum.  Breki VE togar á miðunum. Mynd: Guðmundur Guðmundsson Kvótinn 2021/2022 Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.