Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 30

Ægir - 2021, Blaðsíða 30
30 „Maður sér að makrílveiðin hefur breyst mikið. Það kemur mun minna inn í lögsöguna og og mun dreifðara og því ekki í eins veiðanlegu formi og áður. Það er erfiðara að eiga við hann núna. Þetta kemur og fer eins og við þekkjum sem erum búnir að vera lengi í þessu. Þetta er til dæmis lak- asta árið í veiði innan lögsögunnar. Það er ekkert víst hér verði alltaf makríll,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA í samtali við Ægi. Guðmundur hefur verið á makrílveiðum allt frá því slík- ar veiðar hófust um 2008. Það er hitastigið í sjónum sem ræður miklu um það hve langt makríllinn geng- ur á sumrin. Undanfarin ár hafa verið hagstæð hvað það varðar en nú hefur sjórinn verið kaldari en áður. Reyndar var það bara efst í bláyfirborðinu sem hitinn var góður. Nú virðist lag hlýsjáv- arins vera þynnra en áður. Mikill ránfiskur „Við höfum heyrt um makríl fyrir Norð- urlandi en við höfum ekki farið þangað að leita, enda er þar lokað hólf fyrir trollveiðum. Kannski kemur sá makríll suður með Austfjörðunum þegar hann byrjar að ganga til baka á vetrarstöðv- arnar. Þetta er allt breytilegt og til dæm- is er ekkert langt síðan við þurftum að sækja norsk-íslensku síldina okkar langt norður í höf. Nú er hún í miklum mæli innan lögsögunnar. Makríllinn er mikill ránfiskur og komi hann ekki á miðin get- ur það komið sér vel fyrir aðra fiski- stofna. Það er eins og þessi makrílstofn sem kom hingað í upphafi, hafi verið að koma aftur og aftur, því við erum alltaf að fá stærri og stærri fisk og það bendir til að nýliðun vanti í þann hluta stofns- ins sem við höfum verið að veiða úr,“ segir Guðmundur. Hann segir að nú séu Norðmenn komnir í bobba, fái ekki að fara inn í lög- sögu Breta til að veiða eins þeir hafa getað fyrir Brexit. „Það eru engir samn- ingar í gildi þar. Þeir veiddu aðeins 20% af sínum kvóta innan eigin lögsögu í fyrra. Það verður væntanlega eitthvað öðruvísi núna. Þessar þjóðir verða bara að ná samkomulagi, svo hægt sé að stýra veiðunum og taka makrílinn á þeim tíma sem hann er verðmætastur.“ Samkomulag verður að nást um veiðarnar Ekkert samkomulag hefur verið um makrílveiðarnar og hefur það leitt til þess að veiðin fer verulega umfram ráð- leggingar fiskifræðinga. Lönd eins Nor- egur og Færeyjar hafa verið að skammta sér heimildir sem eru langt umfram eðli- lega hlutdeild og haldið Íslandi fyrir samningaviðræður um stjórnun veið- anna. „Ég er þeirrar skoðunar það verði að nást samkomulag milli veiðiþjóðanna um hlutdeild hvers og eins í aflanum. Þetta mun aldrei ganga til langframa án sam- komulags. Ég held að það geti gengið illa eftir nokkur ár vegna óstjórnar og of- veiði. Við verðum að geta samið um þessa stofna. Það er ekki hægt að taka sér einhliða mikinn kvóta eins og Færey- ingar og Norðmenn hafa gert. Við erum barnanna bestir því við stillum okkar hlut í hóf í samræmi við það sem við höf- um verið að gera. Hinir fara langt fram úr öllu. Náist samkomulag um veiðar þá ættum við líka að geta veitt makrílinn víðar og á þeim tíma þegar hann er sem best hráefni. Þannig gætum við fengið verðmætari afurðir, þó hlutdeildin yrði hugsanlega minni,“ segir Guðmundur. Spáir loðnuvertíð Íslenska sumargotssíld er að braggast og mikið sást af ungviði kolmunna í rann- sóknaleiðöngrum í sumar. Þegar eitt minnkar kemur annað í staðinn. Eftir makrílveiðar að sumri fara skipin á Uppsjávarveiðar Ekki víst að hér verði alltaf makríll segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA  Guðmundur Þ. Jónsson segir makrílveiðina hafa verið erfiða í ár. Það sé ekki á vísan að róa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.