Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 25

Ægir - 2021, Blaðsíða 25
25 keilu og fleiri stofna. Eitthvað er að stýra þessu sem við skiljum ekki enn. Ég efast um að við munum nokkurn tímann skilja þetta til fulls en við verðum í það minnsta að gera tilraunir til þess. Þetta eru spurningar sem allir vísindamenn sem tengjast hafrannsóknum hafa verið að spyrja sig. Eru einhvers staðar gögn eða eitthvað sem hægt er að safna og varpa að einhverju leyti ljósi á þetta. Það virðist líka sem svona gerist á mörg- um hafsvæðunum á sama tíma. Ég er ekki með svörin en ég veit að mitt fólk er með allskonar hugmyndir um hvernig hægt væri að nálgast viðfangsefnið og við munum vinna úr þeim hugmyndum með haustinu.“ Vilja skoða strandsvæðin betur Þorsteinn segir áhuga á að skoða skoða strandsvæðin betur, til dæmis tengsl umhverfisins og fiskeldisins. „Á strandvæðunum eru risavaxin verkefni við verðum að sinna. Við verð- um að styðja við það sem stjórnvöld eru hugsa í þeim efnum og koma með ráð- leggingar um hvort þær hugmyndir eru réttar eða rangar. Okkar sýn á þessi mál er auðvitað alltaf sú að það sem við ger- um verði ekki á kostnað lífríkisins. Við þurfum að gæta þess. Og til þess að geta sagt það er margt sem þarf að gera áður. Þar má nefna kortlagningu lífvera á mis- munandi svæðum. Hún er forsenda þess að hægt sé að meta breytingar síðar. Þannig er mikilvægt að hafa „núllpunkt- inn“ þegar byrjað er á einhverju, til dæmis einhverju smáu fyrst og skoða af- leiðingar þess, áður en ákveðið er að bæta í. Þetta á sérstaklega við um fisk- eldið, svo ekki sé talað um áhættumat vegna erfðablöndunar.“ Áhrif loftslagsbreytinga greinileg Við beinum sjónum okkar að áhrifum loftlagsbreytinga á lífríki hafsins. Þor- steinn segir að nú þegar hafi komið fram umtalsverð áhrif á útbreiðslu fiskteg- unda við landið. Hann bendir á loðnuna, sem hafi verið að hörfa til norðurs. Ýsan hafi flutt sig norðar og makrílinn gengið upp að landinu. Allt séu þetta áhrif af loftlagsbreytingum, ekki endilega á heimsvísu því þetta geti að stórum hluta til verið vegna náttúrulegra áratuga- sveiflna. Sveiflurnar séu miklar en engu að síður sjáist þessi þróun á landi líka. Bleikjan eigi til dæmis erfitt uppdráttar vegna þess að sumrin eru hlýrri og vötnin sömuleiðis. Hún kjósi að vera í köldu vatni. Þessi dæmi séu öllum ljós. „Okkur hér á norðurslóðum hefur hætt til þess að halda að allt verði betra með hækkandi hitastigi, en það er ekki Ægisviðtalið Vantar skýringar á dapri nýliðun margra nytja- stofna rætt við Þorstein Sigurðsson forstjóra Hafrannsóknastofnunar Hjá Hafró frá 1994-2019 Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann er með BS-gráðu í líf- fræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Há- skólanum í Bergen. Hann hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994 og var forstöðumaður hjá stofnuninni frá árinu 2005 til 2019. Árin 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Í fyrra starfaði Þorsteinn sem sér- fræðingur á skrifstofu sjáv- arútvegs og fiskeldis í at- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu, sem nú er orðin skrifstofa sjávarútvegsmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.