Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 16

Ægir - 2021, Blaðsíða 16
16 „Þetta er allt að komast í eðlilegt horf eftir sumarfrí. Við seinkuðum sumar- fríinu miðað við fyrri ár, því við viss- um ekki í vor hver kvótastaðan yrði í lok fiskveiðiársins. Vildum hafa möguleika á að draga fyrstu landanir fram yfir „áramót“. Við áttum hins vegar nóg eftir til að byrja veiðar þann tuttugasta. Útlitið í haust er bara nokkuð gott en kvótaniður- skurðurinn kemur auðvitað illa við okkur eins og aðra. Við eigum eftir að finna mest fyrir honum næsta sumar. Við þurfum að vinna úr þessari stöðu til að geta boðið upp á jafnmikla at- vinnu næsta sumar og til að geta upp- fyllt væntingar kaupenda um afhend- ingar,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Mun vanta 2.500 tonn inn í vinnsluna Vísir fær á sig 1.300 tonna niðurskurð í þorski og það hlýtur að koma illa niður á fyrirtækinu. „Við vorum búnir að fækka um eitt skip en vorum að fikra okkur áfram með rekstur á togskipi með leigu á Bylgju til eins árs með aflaheimildum. Hún var með um 1.500 þorskígildi. Þeir veiddu svo 1.300 tonn af okkar heimild- um sem er það sama og skorið er niður núna. Niðurskurðurinn inn í vinnsluna er ekki bara þessi 1.300 tonn í þorski og heldur líka í keilu, löngu og fleiri teg- undum. Með því að við leigjum Bylgjuna ekki áfram erum við að tala um 2.500 tonna mismun inn í vinnsluna á milli ára. Við höfum verið að vinna úr 18.000 tonnum sem er nokkurn veginn það sem skipin hafa veitt en nú höfum við ekki eigin afla nema ríflega 15.000 tonn. Það er því verkefni okkar að bæta úr því. Við vinnum þorsk, ýsu, keilu og löngu en höfum ekki verið í ufsanum. Það eru ekki nógu góðir markaðir fyrir hann. Vinnsla á ufsa fellur alveg inn í vinnslu- ferlana hjá okkur, hvort sem er í salt eða frost. Við höfum öll tæki til þess. Nú er- um við svo komnir í trollið líka með kaupum á Bergi VE, sem er orðinn grænn og fær nafnið Jóhanna Gísladótt- ir. Við eru því komnir með skip til að veiða ufsann en markaðinn fyrir afurð- irnar vantar,“ segir Pétur. Tvíþættur tilgangur Línubátarnir fjórir, Jóhanna Gísladóttir, Páll Jónsson, Sighvatur, Fjölnir hafa allir hafið veiðar. Togbáturinn kemur inn á miðju hausti, í septemberlok eða byrjun október og þá leggst línubáturinn Jó- hanna við bryggju. Pétur segir að til- gangurinn með því að fara út í togveið- ar sé tvíþættur. Annars vegar hafi þeir verið með ákveðna viðskiptavini sem skipti ekki máli hvort fiskurinn væri tek- inn í troll eða á línu. Það sé líka ódýrara að veiða í troll en á línu. Þetta hafi verið viðskiptavinir sem voru ekki tilbúnir að  Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis segir að erfitt geti orðið vegna niðurskurðar í þorskkvótanum að bjóða upp á jafnmikla vinnu og áður og uppfylla væntingar kaupenda. Niðurskurðurinn verður mörgum erfiður rætt við Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík Nýtt fiskveiðiár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.