Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 20

Ægir - 2021, Blaðsíða 20
20 „Það hefur verið svolítið ströggl að ná þorskinum að undanförnu, verið frek- ar erfitt. Ég sé ekki nein teikn um að það fari að lagast. Við sjáum mest af kolmunna í þorskinum, ekki neina síld og alls ekki makríl. Það er líklega of kalt hér fyrir makrílinn,“ segir Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri á togaranum Gullveri NS Höldum bara áfram að veiða! „Ég veit eiginlega ekki hvernig nýtt fisk- veiðiár leggst í mig. Það lítur allavega ekkert vel út núna. Þetta hefur oft verið slæmt en alltaf jafnað sig. Þetta fisk- veiðiár byrjar bara eins og það síðasta. Við höldum bara áfram að veiða.“ Þeir á Gullveri halda sig nær ein- göngu á miðunum fyrir austan land. „Á veturna og sumrin erum við mikið hérna á Fætinum og suður af Berufjarðarál. Nú í sumar vorum við meira á Papagrunn- inu. Sjórinn hefur verið svo kaldur hérna austur af. Á haustin förum við svo norður á grunnin.“ Rýmri kvótastaða eftir sameiningu við SVN Rúnar segist ekki vita hvernig skerðing- in þorskinum muni koma út fyrir Gullver. Þeir séu inni í heildarkvóta Síldarvinnsl- unnar með Bergey, Vestmannaey og Blæng og það eigi eftir að koma í ljós hvernig kvótinn muni skiptast milli skip- anna. „Við erum að taka þorsk, ýsu, ufsa og karfa og höfum töluvert meiri kvóta eftir að Síldarvinnslan tók útgerðina yf- ir. Við getum fiskað allt eins og við vilj- um. Þeir stilla okkur hins vegar af með sortirnar í hverjum túr,“ segir Rúnar. Þorskurinn og ýsan fara í vinnu á Seyðisfirði. Hitt fer út í gámum eða á markað. Afurðirnar eru svo sendar bæði ferskar og frystar úr landi með Norrænu sem kemur vikulega til Seyðisfjarðar. Fiskveiðiárið Ströggl að ná þorskinum segir Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri á Gullveri NS  Gullver NS við bryggju á Seyðisfirði. Skipið er nú komið með einkennisliti Síldarvinnslunnar.  Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.