Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 10

Ægir - 2021, Blaðsíða 10
10 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, seg- ir ljóst að samdráttur í þorskveiði- heimildum komi illa við smábátaút- gerðirnar en hann er afar ósáttur við samdráttinn í heimildum til ýsuveiða. Örn segir LS koma til með að berjast fyrir endurskoðun á þeirri ákvörðun. „Við erum mjög ósáttir við minnkun í þorskinum en alveg sérstaklega í ýsunni. Við teljum að þá ákvörðun þurfi einfald- lega að leiðrétta. Þetta er í engu sam- ræmi við upplifun okkar manna á mið- unum, alls ekki. Ýsan hefur verið að aukast síðustu ár og að okkar mati var algjör óþarfi að draga nú frá það sem út- hlutað var aukalega á síðasta fiskveiði- ári. Sú þekking sem sjómenn búa yfir í dag og sá fiskileitarbúnaður sem þeir nota alla daga er eitthvað sem þarf að fara að taka meira tillit til þegar fiski- stofnar eru metnir. Það hvarflar ekki að nokkrum sjómanni að fara fram á meiri veiðiheimildir en stofnar þola. En að sama skapi hafa menn góða yfirsýn á það sem er að gerast í lífríkinu og menn eru sammála um að þróunin sem þeir sjá í ýsunni sé ekki í samræmi við það sem sem svo birtist í veiðiráðgjöfinni. Þess vegna verður það okkar verkefni nú í byrjun hausts að fara mjög nákvæmlega ofan í þetta mál og berjast fyrir því að fá þessari ákvörðun um heildarafla breytt. Fyrir því eru fordæmi að ákvörðun um heildaraflaheimildir hafi verið endur- skoðaðar eftir að fiskveiðiár er hafið og það er þess vegna vel gerlegt,“ segir Örn.  Smábátafloti í Sandgerðishöfn. Aflamark í ýsu verði endurskoðað  Samdráttur í aflaheimildum þorsks og ýsu mun koma verulega niður á smá- bátaútgerðunum. Nýtt fiskveiðiár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.