Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 27

Ægir - 2021, Blaðsíða 27
27 fiskitegund, það þarf líka að horfa til annarra sjónarmiða eins og t.d. áhrifa veiðarfæra á sjávarbotninn. Mörg verk- efni sem snúa að rannsóknum á búsvæð- um eru í gangi. Þau tengjast bæði lang- tímavöktun og breytingum og líka því hvað mennirnir hafa verið að gera af sér. Við verðum að skila næstu kynslóð hafinu í jafngóðu og helst betra ástandi en við tókum við því. Þetta verður að vera viðvarandi hugsun og kallar á rannsóknir, vöktun og eftirlit. Inn í þetta spila líka auknar kröfur um margskonar vottanir sem krefjast þess að safnað sé saman upplýsingum til að byggja þær á. Afurðir úr vottuðum veiðum seljast á hærra verði en ella, sjómönnum, útgerð- um og fiskvinnslum til góðs.“ Betri gögn gefa réttari niðurstöður Fram hefur komið nokkur gagnrýni á stofnstærðamat Hafró, sérstaklega í þorski. Þar kemur ofmat stofnunarinnar á stærð stofnsins til sögunnar, sem leiddi til 13% niðurskurðar í ráðgjöf á núver- andi fiskvieiðiári. Hvernig útskýrir Þor- steinn það? „Það sem í raun skýrir breytt mat er að stórum hluta til vegna þeirra gagna sem unnið er með. Með hækkandi aldri þorskstofnsins hafa bæst við gögn sem höfðum ekki í stofnmatinu fyrir 15 árum. Þess vegna þurfti að spá fyrir um sam- hengi milli niðurstaðna í togararöllum og stofnmatsins fyrir eldri aldurshópa. Með öðrum orðum, hvert er hlutfallið milli þess sem veiðist í stofnmælingunum og þess magns af viðkomandi árgangi sem raunverulega er í sjónum. Í ljósi þess að menn höfðu ekki þessi gögn um langt árabil þar sem mjög lítið var af gömlum fiski í stofninum þá þurfti að spá um þetta hlutfall. Á síðustu árum hafa safnast betri gögn fyrir elsta hluta stofnsins og nú sést að forsendur um hlutfall þess sem veiðist í rannsóknatog- unum voru ekki réttar. Á mannamáli er þetta því þannig að aflabrögð í stofn- mælingum voru betri en sem nam vext- inum í stofninum og því hefur stofn- stærðin verið ofmetin í nokkur undan- farin ár. Þær röngu forsendur sem menn gáfu sér undanfarin ár gera það að verkum að nú þegar gögnin liggja fyrir verðum við að endurmeta þetta. Við er- um ekki að týna þessum fiski, heldur er það gagnafæðin sem gerir að verkum að við ofmátum stærð stofnsins út frá afl- anum í rallinu.“ Ekki hægt að tala um mistök Þorsteinn segir að ástæðan fyrir því að ekki var farið með þetta alla leið fyrr en nú, þrátt fyrir að vísbendingar hafi legið fyrir, sé sú að þetta hafi ekki verið töl- fræðilega marktækt fyrr en nú. Þar af leiðandi hefði verið óábyrgt að lækka ráðgjöfina fyrr. „Þegar þetta varð ljóst nú í vor varð lækkunin talsverð, eins og raun bar vitni. Svo bættist við að það voru tveir árgangar sem ættu að vera sterkir inni í veiðistofninum en eru lakari en aðrir ár- gangar. Segja má að þau áhrif komi á óheppilegum tíma. Þar er sérstaklega ár- gangurinn frá 2016 sem veldur en hann er nokkru minni en meðalárgangur og vegur þungt inn í heildarmatið. Ef hann hefði verið yfir meðallagi hefðu heildar- áhrifin orðið mun minni og kannski bara helmingurinn að því sem varð,“ segir Þorsteinn og vill í þessu sambandi ekki tala að mistök hafi verið gerð. „Vísindin og aflareglan sjálf gera ráð fyrir svona hlutum og það lenda allir í þessu. Ég er þó ekki að verja þetta með því að aðrir lendi í þessu líka. Það er bara eðli gagnanna sem stýra svona hlutum. Auðvitað gætu tilfelli orðið enn verri ef reikiformúlurnar væru vitlaus- ar. Þá væri hreinlega um mistök að ræða. Það er ekki þannig. Þetta eru gögnin. Þetta er nákvæmlega það sama og er að gerast í Barentshafinu núna. Þar fór veiðiráðgjöfin niður um 180.000 tonn, byggt á nákvæmlega sama atrið- inu. Því miður eru þeir í jafnvondum eða  Þorsteinn Sigurðsson fyrir framan höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.