Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 18

Ægir - 2021, Blaðsíða 18
18 borga „línupremíuna“. Þannig geti þeir veitt fisk á ódýrari hátt fyrir þá sem vilja ekki greiða hæsta verðið. Þeir sem vilji línufisk, fái hann og hinir fái troll- fisk. „Svo var það hitt að veiðar á línu detta mikið niður á sumrin, miklu meira en í togveiðunum. Sumarveiðin byggði á öðrum tegundum en þorski og ýsu. Það sem hélt línuflotanum gangandi á sumr- in var veiði á keilu og löngu, blálöngu, lúðu, hlýra og aldamótakarfa. Nú er staðan orðin sú, að hluta til vegna veiða Færeyinga og Norðmanna á keilu og löngu til viðbótar okkar afla, að veiði- heimildir í keilu og löngu hafa verið skornar mjög mikið niður, það þarf að sleppa hlýranum og lúðunni. Það er orð- ið svo lítið af blálöngu að það borgar sig ekki að veiða hana og karfinn stendur illa. Því er allt sem heitir sumarveiði á línu mjög hæpin í júní, júlí og ágúst. Ef menn ætla sér að vera með afhendingu á afurðum allt árið þá þarf togveiðar til að fylla upp í skarðið um sumarið.“ Af einum tekið Pétur segir að segi sig sjálft að að niður- skurður aflaheimilda af þessari stærðar- gráðu komi illa við reksturinn og það sé jafnvel líklegt að enn frekari skerðingar verði á næsta ári. Menn þurfi því að búa sig undir þetta. Því skjóti það skökku við að einn flokkur útgerða sé að bæta við sig með aukinni sókn. Enn þyki það sjálf- sagt að aflaheimildir séu skornar niður hjá þeim sem séu á aflamarki en aðrir séu að auka hlut sinn, eins og strand- veiðiflotinn. Það sé ljóst að niðurskurð- urinn verði einhverjum mjög erfiður í aflamarkinu þannig að það er eðlilegt að gerð sé krafa um að allir lúti niðurskurði með sama hætti. „Það hafa verið nokkuð miklar afla- heimildir í geymslu, allt frá verkfallinu fyrir þremur árum og ýmsum öðrum ástæðum. Við þessi kvótaáramót er stað- an allt önnur og mjög lítið verið að geyma nema í ufsa, sem illa hefur gengið að veiða. Þetta mun koma fram um mitt næsta ár. Þá fara menn að spyrja sig hvernig eigi að mæta 13% niðurskurði í aðal tekjupakkanum. Jafnvel þó ein- hverjar verðhækkanir komi á móti þessu þá er vinnustigið eftir. Það munu ekki allir geta boðið jafnmikla atvinnu næsta sumar og eins getur orðið erfitt fyrir einhverja að uppfylla væntingar kaup- enda um afhendingar,“ segir Pétur. Byggt á vísindum Hann segir að menn séu ekki lengur að skammast út í Hafró og heimta meiri veiðiheimildir. Menn vilji skilja rökin fyr- ir niðurskurðinum og eru þess vegna að fara yfir fyrirliggjandi gögn, reyna að meta hvort sú aðferð við stofnstærðar- mat sem notuð hafi verið, sé rétt. Sú skoðun og umræða byggist öll á vísinda- legum grunni en ekki á því að segja að þetta sé einhver vitleysa. Það þurfi að finna út hvort verið sé að nota rétta mælikvarða. Þessi niðurskurður virðist byggja á tvennu, það vanti nýliðun en líka að stóra fiskinn, sem átti að vera að safnast upp, vanti að hluta. Spurningin sé sú hvort það sé vegna þess að hann hafi synt eitthvert annað eða vegna þess að hann óx ekki nóg eða var hann verið drepinn áður. „Hafi hann einfald- lega synt annað og komi ekki aftur þá er niðurstaðan rétt með sama hætti og ef um ofmat var að ræða á uppsöfnun hans. Ef mælingarnar eða útreikingur- inn er hins vegar rangur þá treysta menn því að þetta verði rétt af aftur. Það góða við þessa annars vondu stöðu er að umræður um hana er á flestum stöðum mjög málefnaleg.“ Flotinn í góðu lagi „Nú má segja að endurnýjun flotans sé í góðu lagi. Togarinn kemur til okkar í góðu standi en auk þess á hann inni lengingu sem passar skipinu miðað við afl. Þá getur hann veitt á við tvo línu- báta. Páll Jónsson er nýr, Sighvatur er 70% nýr og Fjölnir einnig mikið endur- nýjaður. Línubátarnir geta farið upp í 4.000 tonnin en togarinn mun geta tekið meira, 6.000-7.000 tonn og þá tekið við einhverri aukningu ef hún kemur. Smá- bátarnir okkar, Daðey og Sævík, geta auðveldlega tekið um 1.000 tonn á ári hvor. Þannig að við erum nokkuð vel settir með skip og báta,“ segir Pétur.  Stóru línuskipin, Páll Jónsson, Sighvatur og Fjölnir í „sumarfríi“ í Grindavík.  Úr vinnslusal frystihúss Vísis. Niðurskurður þorskkvótans gæti dregið úr vinnslu þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.